Árás "Velferðarstjórnarinnar" á lífeyrisþega

Nýjasta afurð hugmyndabanka Jóhönnu og Steingríms J. í skattageggjuninni er að leggja aukaskatta á lífeyrisþega, með því að skerða greiðslur til þeirra með aukaskatti á lífeyrissjóðina til að fjármagna "sérstaka niðurgreiðslu vaxta" vegna húsnæðisskulda.

Stjórn Landssambands eldri borgara bendir á það, í ályktun sinni, að lífeyrissjóðirnir "eiga" engar peninga, heldur eru þeir í raun aðeins tæki til að halda utan um réttindi sjóðfélaga, sjá um að ávaxta iðgjöld þeirra og greiða út lífeyri í hlutfalli við áunnin réttindi hvers og eins.

Við útgreiðslu er lífeyrir skattlagður eins og aðrar tekjur og því liggur í augum uppi, allra annarra en ráðherranna skattaóðu, að þessi nýjasta skattaáþján þeirra er ekkert annað en ódulbúinn aukaskattur á elli- og örorkulífeyrisþega og verður ekki til neins annars en að rýra tekjur þeirra í framtíðinni.

"Velferðarstjórnin" stendur sannarlega ekki undir nafni í þessu máli, frekar en öðrum.
Hvers eiga lífeyrisþegar að gjalda, til viðbótar við aðrar árásir þessarar stjórnar á kjör þeirra?


mbl.is Eldri borgarar mótmæla lífeyrisskatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Var það þetta sem Velferðarráðherrann átti við þegar hann talaði um að bæta kjör aldraðra og öryrkja ?

Jón Óskarsson, 2.6.2011 kl. 14:13

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Og þetta er gert kinnroðalaust.

Það er sagt að svo lengi getið fólk logið að það fer að trúa lyginni sjálft.

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.6.2011 kl. 19:22

3 identicon

Eftirfarandi sagði jóhanna Sigurðardóttir í viðtali í fréttablaðinu 27,febrúar 2003,og þá sem fyrrum félagsmálaráðherra.

´´Almannatryggingarkerfið átti að tryggja öryggi okkar frá vöggu til grafar. Það gerir það alls ekki. Fólk býr við óviðunandi húsnæðisaðstöðu og framfærslueyri. Stór hluti af lágtekjufólkiþarf að láta æ meira af tekjum sínumí húsaleigu og á ekki til hnífs og skeiðar frá degi til dags. Jóhanna segir hrikalega stöðu komna upp og kerfið hafi verið látið drabbast niður undanfarin átta til tíu ár. Það sé hriplekt og fólk lendi í fátækragildrum í kerfi sem er vinnuletjandi sökum mikillar tekjutengingar í bótakerfinu.´´

Þetta er bara brot úr þessu viðtali , og spurningin er hefur Jóhanna eitthvað lært.? Nú er árið 2011 og hvað ætlar þessi Evrópusinnaða Jóhanna að gera.? Jú hún ætlar sér að kýla þjóðina svo langt niður í svöðinn einungis til þess að þjóðin jánki hennar eina stefnumiði sem er að pota þjóðinni imnní hryðjuverkabandalagið sem Evrópusambandið er.  Jóhanna Sigurðardóttir hefur litlar áhyggjur af þjóð sinni, það eina sem hún hefur áhuga á er ESB líkt og álfurinn hennar Össur.

Númi (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband