Á ekki að banna svona þingmenn?

Þingmennirnir Siv Friðleifsdóttir, Þuríður Backman, Ásta R. Jóhannesdóttir, Árni Johnsen, Margrét Tryggvadóttir, Álfheiður Ingadóttir, Þór Saari, Ólína Þorvarðardóttir og Eygló Harðardóttir hafa lagt fram ótrúlegustu og vitlausustu þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi og er þá langt til jafnað.

Fyrir utan að banna reykingar nánast alls staðar, leggja þingmennirnir til að tóbak verði einungis selt í apótekum, en þó án lyfseðils frá læknum, að því er virðist. Hvers vegna þeim dettur ekki í hug að nota verslanir ÁTVR ekki til þessara viðskipta, frekar en apótekin, er hulin ráðgáta. Reyndar er tillagan öll svo vitlaus, að tæplega þarf að undra sig á þessum hluta hennar, frekar en öðrum.

Ef banna á reykingar jafnt utan sem innan dyra, liggur beinast við að banna innfluting og sölu tóbaks alfarið og láta svarta markaðinn algerlega um smygl á tóbaki, eins og hassi, amfetamíni, heróíni og öðrum bönnuðum "neysluvörum". Ekki hefur tekist of vel að hefta sölu og dreyfingu eiturlyfja, þrátt fyrir algert innflutnings- og sölubann og engin ástæða til að ætla að betur myndi ganga að stöðva smygl á sígarettum. Líklega myndu nikótínfíklarnir leita í sterkari efni, sem afar auðvelt er að útvega á svarta markaðinum.

Allir vita að tóbak getur verið hættulegt heilsu manna, en samt eru alltaf einhverjir sem ánetjast því og nær væri að bjóða því fólki upp á aðgengileg úrræði til að losna undan tóbaksfíkninni, alveg eins og boðið er upp á meðferðarúrræði fyrir alkóhólista og eiturlyfjafíkla.

Boð og bönn eru ekki lausn allra mála, en líklega ætti þó að banna svona gjörsamlega óboðlega þingmenn á Alþingi Íslendinga.


mbl.is Tóbak verði bara selt í apótekum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Verður ekki líka að banna nikótíntyggjó ?  Mér sýnist að lögreglan hljóti að verða að kanna það hvort menn eru að tyggja venjulegt tyggjó undir stýri eða nikótíntyggjó um leið og þeir kanna hvort nokkuð hafi verið reykt í bifreiðinni.  Nú getum við sem ekki reykjum væntanlega leyft okkur að keyra á ölöglegum hraða því það má enginn í löggæslunni vera að því að hugsa um svoleiðis smáatriði,  þegar mikilvægt er að stöðva reykingaökumenn hið fyrsta :)

En þar sem ég eða mínir gestir mega ekki lengur reykja út á verönd hjá mér, en er svo heppinn að búa að jarðhæð í blokk, þá má ég samkvæmt nýsettum lögum þessarra snillinga á Alþingi fá mér hvaða húsdýr sem mér sýnist.  Ég þarf bara (ef ég man eftir) að segja hússtjórninni frá því við tækifæri.  Ég á bara eftir að ákveða hvaða tegund ég fæ mér.  Það verður náttúrulega allt annað líf að enginn fari út á verönd og svalir í blokkinni til að reykja, fólk getur þá líka alveg hætt að spjalla saman milli íbúða (oft einu skiptin sem fólk sér hvert annað í blokk), en í staðinn verður blokkin stútfull af gæludýrum af allskonar tegundum.

Jón Óskarsson, 30.5.2011 kl. 19:49

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þú munt ekki lengi getað ekið á ólöglegum hraða, enda verða bílar bannaðir fljótlega, þar sem fjöldi manna deyr og slasast af þeirra völdum á hverju ári. Snillingarnir á þingi hljóta að sjá þessa hættu og vilja vernda okkur borgarana fyrir þessum stórhættulegu farartækjum.

Einnig þarf að banna feitt kjöt, sykur, hveiti, sælgæti, gosdrykki og hvað eina annað, sem stefnir heilsu okkar allra í stórhættu. Við heimskingjarnir höfum hvort sem er ekki vit fyrir sjálfum okkur á neinu sviði og getum aldrei neitað okkur um það sem óhollt er.

Sjálfur er maður nikótínfíkill, sem hefur verið að berjast við að hætta þessum óþverra, en svona tillaga er svo gjörsamlega út úr kú, að engu tali tekur. Hvar á að enda í þessari bannáráttu misviturra þingmanna?

Líklega verður bara að banna allt sem er gott, því það er svo óhollt og líka allt sem er leiðinlegt, því lífið yrði miklu betra ef allt væri skemmtilegt.

Axel Jóhann Axelsson, 30.5.2011 kl. 20:07

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta leiðir aðeins af sér stórhækkað verð, því apótekin sætta sig ekki við þá takmörkuðu álagningu sem verslunum er heimil. Bæði það og verra aðgengi að tóbakinu mun færa tóbaksverslunina í stórauknum mæli yfir í smygl og svartamarkaðsbrask. Því má segja að þessi tillaga sé ákveðin útfærsla á einkavæðingu tóbakssölunnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.5.2011 kl. 20:30

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað yrði svona bann ekki til neins annars en að ýta undir smygl á tóbaki, eins og öðrum bönnuðum varningi. Á meðan að á sjötíuára bjórbanni stóð var aldrei vandamál að verða sér úti um bjór fyrir þá, sem áhuga á því höfðu.

Þeir, sem komnir eru yfir miðjan aldur, muna sjálfsagt eftir blómlegum smyglmarkaði með áfengi, bjór og sígarettur. Á þeim tíma voru þetta dýrari vörur miðað við almennan kaupmátt, en nú er eða var til skamms tíma, og leiddi því til stórs og mikils neðanjarðarhagkerfis.

Þingmennirnir, sem þessa geggjuðu tillögu lögðu fram, virðast ekkert hafa lært af reynslunni, a.m.k. ekki ef þeir halda að bönn og ofurskattlagning þessara vörutegunda muni eyða eftirspurninni eftir þeim.

Axel Jóhann Axelsson, 30.5.2011 kl. 20:55

5 identicon

Ættum kannski bara að banna heimsku þá koma ekki fram fleiri svona tillögur frá þingmönnum.

Björn (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 22:40

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mikið er ég hjartanlega sammála ykkur öllum. 

Það virðist svo komið á þessu blessaða þingi okkar að þeir sem þar sitja hafi ekki annað að gera en að sjóða saman svona líka brilliant heimskupólitík. Þetta er ekkert annað en aðhlátursefni, en það versta er, að það er fáum skemmt að þurfa að borga þeim laun fyrir að fara svona með tímann sem þeir eiga að vera í vinnu hjá okkur, og vera helst með réttu ráði í vinnunni.

Mikið má ef duga skal til að vekja á sér athygli.

Bergljót Gunnarsdóttir, 30.5.2011 kl. 22:46

7 identicon

Þannig ef maður ætlar að borða góðan mat (gulrót og kálblað ef þetta fólk fær að ráða)og fá sér vindil á eftir sem mér þykir stundum gott á fá mér við hátíðleg tækifæri þá þar ég að fara í matarbúð ríkið (rauðvín með kálinu)heilsugæslustöð til að fá lyfseðil og svo í apótek til að fá vindilinn hvar í ósköpunum endar þetta held að blessaðir vitleysingarnir (eins og einn af þingmönnunum kallaði það sjálfur) við Asturvöll ættu sjálfir að fara að fá sér lyfseðil við því sem er að gerast í þeirra hálftómu kollum.

Róbert (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 22:47

8 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Axel vit þessa þingmanna verður ekki þeirra banabiti....En vitleisan gæti drepið þá sem ég held að verði raunin...

Vilhjálmur Stefánsson, 30.5.2011 kl. 23:08

9 identicon

Ef þú hinkrar nógu lengi Róbert geturðu bara reykt kálblaðið.

Páll (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 23:55

10 Smámynd: Jón Óskarsson

Það er fróðlegt að lesa þingsályktunartillögu og allt það sem henni fylgir en margt sem þar er tilgreint er algjörlega með ólíkindum.   Ég sjálfur reyki ekki og hef oft fagnað mörgum breytingum sem gerðar hafa verið þar sem reykingar hafa verið bannaðar og aðgengi að tóbaki takmarkað.  Í mörgum tilfellum þegar maður hugsar til baka þá sér maður hvað slíkar breytingar voru í raun sjálfsagðar og eðlilegar.   Mér hins vegar persónulega finnst að nóg sé komið og að ekki sé þörf á að ganga mikið lengra.  Í það minnsta langt í frá að þörf sé á að fara út í neitt í líkindum ekki eins og þarna er lagt til.

Skv. þessu þá er alveg séð fyrir þessu með verðlagninguna en lagt er til að hækka verðið um 10% á hverju ári næstu 10 árin.  Nægar hafa hækkir á tóbaki verið síðustu árin og dreg í efa allar tölur um hvað slíkt hafi dregið úr reykingum, hræddur er ég um að slíkt hafi leitt til meira smygls á ný, tilfærslu í aðrar fíknir, sem og að taka þarf með í slíka útreikninga öll nikótínefni sem til sölu eru.  Með þessu er líka enn einu sinni verið að ráðast að frelsi einstaklingsins og því hvað fólk gerir á sínum eigin heimilum, í sínum farartækjum og sínum frítíma.  Það er jafnvel verið að leggja til að fólk hafi helst engin samskipti nema þá á þeim nótum að kæra nágrannan fyrir allt það sem í dag er að verða ólöglegt.  Það er líka vont fyrir pólitíkina að við almennir borgarar eigum of mikil samskipti.

Jón Óskarsson, 31.5.2011 kl. 01:12

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tillagan er algerlega arfavitlaus á flestum sviðum. Miklu hreinlegra væri að banna allan innflutning á tóbaki og lýsa landið reyklaust.

Síðan þyrfti auðvitað að stórefla lögreglulið landsins og hafa menn tiltæka í útkall, hvar og hvenær sem reykur sést líða til lofts. Slíkt lögreglulið þyrfti náttúrlega að hafa snör handtök, því reykingafólkið er svo fljótt að soga í sig sönnunargögnin, að aðeins myndu gefast nokkrar mínútur í hverju tilfelli til að hafa uppi á þrjótunum.

Vonlausa baráttan við ólöglegu fíkniefnin og læknadópið ætti að vera mönnum víti til varnaðar og vera ekki að bæta á þann lista vörum sem notaðar hafa verið af almenningi í heiminum í árhundruð, nema bannið yrði þá á heimsvísu og algert bann yrði lagt við framleiðslu, sölu og notkunar á tóbaki í hvaða formi sem er.

Axel Jóhann Axelsson, 31.5.2011 kl. 11:15

12 Smámynd: Jón Óskarsson

Já þessar tillögur fara á efa langt fram yfir villtustu hugaróra starfsmanna Lýðheilsustöðvar og margir liðir í þessu eru með hreinum ólíkindum. 

Mér finnst t.d. vanta í þessar tillögur nánari skýringar á því hversu langt í burtu frá konu sem er ófrísk (gildir væntanlega frá þeim degi sem hún verður ófrísk jafnvel þó enginn viti af því)  og hversu langt frá einstaklingi undir 18 ára viðkomandi reykingamaður má vera.  Eflaust þarf líka að taka með í reikninginn vindátt og vindhraða og fleiri atriði.

Ég sé það fyrir mér að víkingasveitin fær aukin verkefni og mun geta ráðist inn á einkalóðir og inn í einbýlishús manna ef minnsti grunur vaknar um að reykingamaður á heimilinu hafi blásið frá sér reyk of nærri öðrum heimilsmönnum og dýrum.

Menn munu líka verða handteknir fyrirvaralaust á andköldum haust- og vetrardögum þegar andardrátturinn verður sýnilegur og erfitt verður að gera grein fyrir því hvort um var að ræða kuldann eða hvort viðkomandi hafi nú líka stolist til að fá sér smók í leiðinni.............

Jón Óskarsson, 31.5.2011 kl. 13:16

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þessi tillögusmíð er með svo miklum ólíkindum, að það er varla eyðandi orðum á hana.

Það er alveg stórmerkilegt að yfirmenn á sökkvandi skútu skuli láta sér detta í hug að bera svona lagað á borð fyrir áhöfnina, þegar hver og einn er fyrst og fremst að hugsa um að halda lífi og tóra til næsta dags.

Þá er komið með svona tillögur, væntanlega til að dreifa athyglinni frá raunverulegum vandamálum. Í sama flokki er svo tillaga VG um úrsögn úr Nató, á meðan sami flokkur stendur fyrir innlimunarviðræðum við ESB.

Sannarlega er ekki öll vitleysan eins og margt er skrýtið í kýrhausnum. Ennþá furðulegra er ýmislegt sem veltist um í kollum þingmanna.

Axel Jóhann Axelsson, 31.5.2011 kl. 13:43

14 Smámynd: Jón Óskarsson

Það er orðið þannig að þegar svona arfavitlausar tillögur og kolrangar í tíma og rúmi koma fram að þá fer maður ósjálfrátt strax að leita að því sem verið er að beina athyglinni frá þá stundina.  Oftar en ekki kemur nefnilega í ljós að á meðan við förum hamförum út af svona bulli, þá er einhverju skelfilegu laumað í gegnum þingið eða fram kemur einhver skýrsla eða afhjúpum sem ætti að fá athyglina. 

Jón Óskarsson, 31.5.2011 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband