Enski boltinn er annars flokks

Vinsældir enska fótboltans hér á landi er ótrúlegur í því ljósi að þar er leikinn í besta falli annars flokks knattspyrna í samanburði við mörg önnur lönd Evrópu.

Spænski boltinn er a.m.k. heilum styrkleikaflokki ofar en sá enski og á Spáni ber lið Barcelona höfuð og herðar yfir önnur lið þar í landi.

Leikurinn í kvöld sýndi og sannaði hvar besti boltinn er spilaður og hvaða lið er langbest í Evrópu og þó v´ðar væri leitað.


mbl.is Barcelona besta lið Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjört bull hjá þér...Enska deildin er lang sterkust...þó svo að 1 lið á spáni sé það besta þá eru ekki nema 2 í viðbót sem eru góð...og restin er rusl. Ef FH væri besta lið í heimi í fótbolta...er íslenska deildin þá sú sterkasta???

Pétur (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 21:45

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér Axel...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.5.2011 kl. 21:57

3 identicon

Sammála Pétri. Það er miklu erfiðara að verða enskur meistari en spænskur, Á Spáni eru bara 2 lið að keppa um titilinn, en á Englandi 5-7 fyrir utan að allar aðstæður eru verri á Englandi en á Spáni á vetrum. Viðurkenni það að Barcelona er besta lið heims, en ManUdt var langt frá sínu besta í kvöld og höfðu ekki trú á sjálfa sig. Pressu ekkert og vörðust alltof aftarlega. Held að mörg önnur lið Englands hefðu náð betri árangri

MU-11 (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 22:00

4 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Ég hef stutt Aston Villa í ensku deildinni allar götur síðan 1982 og tel þá vera besta lið heims en málið er að þeir hafa bara verið óheppnir í ensku deildinni öll þessi ár og ekki hafa verið í topp 4 undafarin ár og þannig komast ekki í meistarakeppnina sem þeir myndu rúlla upp

Friðrik Friðriksson, 28.5.2011 kl. 22:03

5 identicon

Axel , í guðanna bænum vertu ekki að tjá þig um eitthvað sem þú veist ekkert um.  Ég held að það séu allir ,sem hafa vit á fótbolta, sammála því að enska knattspyrnan sé með þeim allra bestu í heiminum. 

Þú segir að margar deildir í evrópu séu betri en sú enska, og mætti ég þá spurja þig Axel, hvaða lönd þau eru ? 

Maggi (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 11:27

6 identicon

Eftir að hafa séð deildina í Brasilíu spila hef ég ekki horft á einn leik í ensku deildinni,einfaldlega hundleiðinlegt,en að stimpla Barcelona sem besta lið í heimi þó þeir hafi rúllað upp evrópu er bara bull,það eru minsta kosti 4 lið bara í Brasilíu sem myndu vinna þá hvenær sem er og þá er Argentína ótalin.En Barcelona er klárlega besta lið evrópu.

Alfreð (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 11:28

7 identicon

Að mínu mati er þýski fótboltinn sá skemmtilegasti.Ég held líka alltaf með þýska landsliðinu á HM og EM ef Ísland er ekki að keppa.

Úlfur Karlsson (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 15:31

8 identicon

Hinsvegar er Barcelona með skemmtilegasta lið evrópu í dag og mun ég ekki tala gegn því.Enn það lið sem ég vil sjá taka meistaradeildinna ef ekki Fram :) er Werde Bremen .

Úlfur Karlsson (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 15:34

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Maggi, t.d. Spánn, Þýskaland og Frakkland, svo einhver lönd séu nefnd. England VAR með bestu knattspyrnuna hér á árum áður, en ekki lengur.

Ég sleppti viljandi að minnast á Suður-Ameríku, en þar er auðvitað hjarta fótboltans nú orðið.

Axel Jóhann Axelsson, 29.5.2011 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband