Ráð í andstöðu - ráðalaus í stjórn

Steingrímur J., er staddur á Írlandi og lætur þar eins og hann hafi öll ráð í sínum fórum til bjargar efnahagskreppunni í Evrópu, enda hafi hann nánast einn manna séð alla erfiðleikana fyrir og varað við þeim, en enginn hafi á sig hlutstað.

Í sjónvarpsþættinum Prime Time viðurkenndi Steingrímur það, sem hann hefur alltaf þrætt fyrir hér á landi, þ.e. að hann hafi hækkað skatta á öllum, jafnt þeim tekjuháu og -lágu og skert bætur velferðarkerfisins verulega. Til áréttingar þessu er þetta haft eftir honum orðrétt: "Allir leggja sitt af mörkum hvort sem það kemur fram í sköttum eða niðurskurði."  Til heimabrúks heldur ráðherrann því stöðugt fram, að skattar hafi ekki verið hækkaðir hjá tekjulágu fólki og alveg sérstök áhersla hafi verðið lögð á að skerða ekki kjör aldraðra og öryrkja.  Enginn hefur að vísu tekið mark á þeim fullyrðingum hans, frekar en gert var um annað sem frá honum kom á meðan hann var í stjórnarandstöðu.

Maður, sem hafði ráð við öllum heimsins vandamálum í stjórnarandstöðunni, hefði ekki átt að vera í vandræðum með lausnir þegar í ríkisstjórn var komið, en allir vita að svo hefur sannarlega ekki verið, heldur hafa flestar aðgerðir ríkisstjórnarinnar verið fálmkenndar og illa undirbúnar og margar hverjar orðið til að auka á vandann en ekki til að minnka hann.

Í Prime Time var rætt við Elaine Byrne, dósent við Trinity College í Dublin, en hún hefur fylgst með málum hér á landi eftir hrun.  Í fréttinni segir svo um ummæli hennar:  "Metur hún stöðuna á Íslandi svo að stjórn Samfylkingar og VG hafi komist til valda „á öldum reiðinnar“. Nú sé sú skoðun hins vegar farin að verða útbreidd að stjórnina skorti hugmyndir til frekari viðreisnar."

Þetta verður að teljast kurteislegt orðalag hjá dósentinum, þ.e. að sú skoðun sé útbreidd  "að stjórnina skorti hugmyndir til FREKARI viðreisnar, því sú skoðun er afar almenn að stjórnin hafi aldrei haft neinar marktækar hugmyndir til viðreisnar efnahagslífsins.

Einmitt vegna þessa hugmynda- og getuleysis ríkisstjórnarinnar nýtur hún einskis trausts, hvorki innanlands né utan.  

Þess vegna fer reiði almennings og óþolinmæði sívaxandi og líklega fer að verða tímaspursmál hvenær upp úr sýður. 


mbl.is Steingrímur: Varaði við kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bjó næstum áratug í Bretlandi og þekki vel til þar í landi. Ég met frammistöðu ráðherrans á eftirfarandi hátt:

Vald á enskri tungu : Falleinkunn. Hræðileg frammistaða. Dæmi um hryllilega ensku ráðherrans:

"least bad ones" (álíka gáfulegt og að segja "minnst vondu nokkrir", svona tala bara ungabörn, "least bad" er ekki til, bara "worst" og svo auðvitað fjöldi orða yfir "skástu" sem ráðherran virðist ekkert kannast við.

"in many european standards"......WHAT?!

og ótal fleiri fáránlegar villur. Þar að auki er framburður ráðherrans FÁRÁNLEGUR. Hann talar ekki eins og erlendur ríkisborgari, sem væri allt í fína, það er fallegra að tala með sínum eigin hreim en stæla annarra nema maður hafi svo gott sem fullkomið vald á hinum framandi hreim, en Steingrímur talar með fáránlegum áherslum á röngum stöðum og óskiljanlega á köflum líka og maður sem hefur nánast ekkert heyrt enska tungu, sem verður að teljast undarlegt.

 Framkoma: FALLEINKUNN! Hræðileg frammistaða.

Bretar dæma því miður greind annarra, líka útlendinga eftir ensku þeirra, og þó þeim finnist smá hreimur og slíkt bara sjarmerandi, var enska ráðherrans það hörmuleg að þeir munu álykta þetta sé treggáfaður maður, og þar af leiðandi hljóti að vera treggáfuð þjóð sem kjósi þá. Sem betur fer kemur forseti okkar afarvel fyrir, og hefur fullkomið vald á enskri tungu, akkurat mátulegan hreim og er mjög greindur maður, og svo hefur Lilja Mósesdóttir komið fram í írska sjónvarpinu og stóð sig þar eins og hetja svo talað var um hve stórgóða ensku hún talaði og hve vel hún kom fyrir, svo þetta vegur vonandi upp á móti hörmulegri landkynningu ráðherrans.

Ráðherran hefur þann leiða ósið að fikta mikið með höndunum þegar hann talar, líkt og geðveikur maður að spila á ósýnilegt píanó. Bretum er mjög umhugað um fágaða framkomu og maðurinn kemur fyrir eins og fífl. Takið eftir hinum tveimur mönnunum og yfirvegaðri framkomu þeirra til samanburðar.

Bretar hata fátt meira en mont, grobb, kulda og "self-importance", en af öllu þessu geislar Steingrímur. Hann virðist líka annað hvort eitthvað tæpur á geði eða skilja illa enska tungu. Hið fáránlega glott hans meðan hinn maðurinn talaði var einstaklega óviðeigandi, þegar svo alvarlegt umræðuefni ber á góm. Glott á óviðeigandi stað og slíkt er nokkuð sem Íslendingar hafa orðið ágætis þolgæði fyrir, enda forsætisráðherra oft eins og geðsjúklingur, en Bretar hafa það ekki, þeir taka mikið eftir svona hlutum og svo virðist sem ráðherran sé að hæðast að írsku þjóðinni og glotta yfir örlögum hennar.

Ráðherran er sneyddur "mennsku", kuldalegur og fráhrindandi og án alls þokka og fágunnar. Málfar hans er hræðilegt og útgeislun hans grobbinn og kaldhæðin, nokkuð sem Bretar sem meta lítillæti, "humility" ofar flestum mannkostum, auk þess að kunna að meta það að geta komið orði fyrir sig, sem ráðherran, sem veigraði sér við að svara þeim spurningum sem hann var spurður með fullnægjandi hætti, líkt og honum detti í hug menn fái hann í þáttinn aðeins til að vilja virða fyrir sér andlit hans, en ætlist ekki til hann segi neitt af viti. Hann varð okkur til skammar.

 Að lokum og alvarlegast alls. Pólítískur trúverðugleiki: FALLEINKUNN ALDARINNAR!!!

Skrifið þessi orð hjá ykkur kæru landsmenn og leggið á minnið því ráðherran hefur opinberað sitt svikula og undirförla eðli:

ef við Íslendingar hefðum "ALREADY had the Euro"...

svona talar bara maður sem býst við að við munum taka upp evruna.

Síðan kom hann sér undan að svara neinum spurningum um Evrópubandalagið...Tókuð þið eftir því?

Ef það er eitthvað sem Bretar kunna ekki að meta, frekar en nokkur siðmenntuð þjóð, þá er það aumingjaháttur og vesældómur þá sem brýst út í skoðanaleysi og því að veigra sér við að tjá sig um "controversial" málefni. Slíkir menn eru álitnir ekki hafa vit á því um hvað þeir eru að tala, ómarktækir og illa menntaðir. Ráðherran verður auðvitað seint sakaður um kurteisi, góða mannasiði eða vandaða framkomu, og hefði varla komið máli sínu almennilega frá sér, hver sem hans skoðun er, en það er aumingjadómur að þegja bara, og sjónvarpsmaðurinn hefði aldrei boðið honum viðtal, né eytt dýrmætum útsendingartíma sem kostar mikla peninga, og tíma milljóna manns, í slíka mannleysu sem þorir ekki einu sinni að tjá skoðanir sínar.

Segðu af þér, vanhæfi ráðherra! Sýndu smá manndóm! Af sömu ástæðu og flugmaður sem fer að missa sjónina ber að segja upp störfum, þó hann sakni launanna, verður þú að sjá villur þíns vegar og skilja það eina siðferðilega rétta í stöðunni er að segja upp!

Og skammastu þín fyrir þitt "already". Þú ert bara SAMFYLKINGARMAÐUR í myglugrænni gæru og þér ber að víkja sem formaður flokks þíns. Ef þú býst við við tökum upp evruna og nennir því ekki að berjast, skalltu bara hypja þig. Sum okkar langar ekkert til að ganga í hvítramannabandalagið sem berst fyrir hag ríkra þjóða gegn fátækari, og hefur aldrei nema hag hinna allra ríkustu að leiðarljósi í raun. Það fer að koma nýtt heimsskipulag og þá verður hvorki pláss fyrir þig né Evrópubandalagið þitt sem þú hefur svikið þjóðina fyrir.

Vinstrimaður (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 10:19

2 identicon

Gleymdi að láta fylgja með Írar eru að sjálfsögðu ekki Bretar, þó þá einkenni í enn ríkara mæli þau sambresku einkenni sem ég hef nefnt en aðra íbúa eyjanna. Það særir þó marga þeirra að vera bendlaðir of mikið við Breta. Ég hef dvalið mikið á Írlandi og veit fyrir víst ráðherran hneykslaði marga þar. Gamall kunningi minn sá þetta og átti ekki orð. Ég varð að útskíra margt fyrir honum fyrir hönd þjóðarinnar. Við megum vera þakklát fyrir frammistöðu Lilju í írska sjónvarpinu sem var stórkostleg.

Vinstrimaður (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 10:23

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Frábær greining og úttekt á frammistöðu Steingríms J. Tek heilshugar undir þetta allt saman og vil sérstaklega ítreka og benda á þessa málsgrein þína:

" Segðu af þér, vanhæfi ráðherra! Sýndu smá manndóm! Af sömu ástæðu og flugmaður sem fer að missa sjónina ber að segja upp störfum, þó hann sakni launanna, verður þú að sjá villur þíns vegar og skilja það eina siðferðilega rétta í stöðunni er að segja upp!"

Flugmaður, sem fengi að halda áfram að fljúga eftir að sjónin hefði daprast mikið, myndi valda stórslysi. Sjóndepra Steingríms J. hefur nú þegar valdið nægum skaða og er reyndar engu líkara en maðurinn sé orðinn algerlega blindur.

Axel Jóhann Axelsson, 28.5.2011 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband