24.5.2011 | 21:17
Aftur til fortíðar með fiskvinnsluna?
Ríkisstjórnin hefur eftir langa yfirlegu, mikið innbyrðis rifrildi jafnt innan stjórnarflokkanna og á milli þeirra, lagt fram frumvarpsbastarð um stjórnun fiskveiða, sem ekki mun einungis skapa mikinn ófrið um málið til framtíðar, heldur stórskaða atvinnugreinina og afkomu fyrirtækja og starfsmanna innan greinarinnar.
Svokallaðir "pottar" sem sjávarútvegsráðherra ætlar að úthluta og segir að verði notaðir í "félagslegum tilgangi" til að styrkja sjávarplássin, er algert afturhvarf til fortíðar, þegar allar helstu útgerðir landsins voru reknar af sveitarfélögum og ríkissjóði sjálfum.
Allir, sem eitthvað þekkja til þeirrar fortíðar, vita hvernig bæjar- og ríkisútgerðir voru reknar og hvernig afkoma sjávarútvegsins á hverjum tíma réð skráningu gengis krónunnar og á stundum voru fleiri en eitt gegni krónunnar í gangi í einu, eftir því til hvers nota átti þann gjaldeyri sem fyrir krónurnar var keyptur.
Á meðan hefta þarf aðganginn að auðlindinni og skammta aflaheimildirnar getur það aldrei orðið til annars en óhagræðis að fjölga vinnslustöðvum, skipum, verkafólki og sjómönnum sem veiða og vinna þann takmarkaða afla, sem heimilt verður að veiða hverju sinni.
Bæjar- og ríkisútgerðir voru algerlega misheppnað rekstrarform og ekki lofar góðu að nú sé hótað að stór hluti aflaheimildanna eigi að notast í "félagslegum tilgangi".
Atvinnureksturinn í kommúnistaríkjunum var og er rekinn í "félagslegum tilgangi".
Það er varla fyrirmynd fyrir atvinnulífið á Íslandi á 21. öldinni.
Stærri en norðlenskar útgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Axel atvinnurekstur í kommunistaríkjum byggðist á KVÓTUM og EINOKUN. Samkonar fyrirkomulag og Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir í dag.
Annað mér áður brá þegar Sjálfstæðisflokkurinn barðist geng slíku fyrirkomulagi og EINOKUN Mjólkur Samsölunnar var afnumin þrátt fyrir að geisilega arðvæntlegt fyrirtæki væri þar á ferð.
Mjókurþörf Reykvíkinga var "takmörkuð" svo hvers vegna að hleypa mesta Sjálfstæðismanni allra tíma í samkeppnina.
Einokun í Sjávarútvegi er skítugur blettur á Sjálfstæðisflokknum og öllum sem hygla svona komunisku stjórnfyrirkomulagi sem brýtur í bága við Lýðræði.
Ólafur Örn Jónsson, 24.5.2011 kl. 21:56
Ekki er ég almennt hlynntur kvótum eða öðrum höftum á athöfnum manna og fyrirtækja. Allir eru þó sammála um að fiskveiðiauðlindin sé ekki ótakmörkuð og ekki sé óhætt að veiða stjórnlaust og hver og einn veiði sem hann mögulega komist yfir að veiða.
Skrapdagakerfi eða hvers konar annað "dagakerfi" er önnur útfærsla á kvótakerfi, þannig að ósamkomulagið snýst ekki um boð og bönn yfirleitt, heldur hvernig eigi að skammta aðganginn að miðunum og aflanum.
Sjálfstæðisflokkurinn kom kvótakerfinu ekki á og ekki heldur frjálsa framsalinu, þó hann hafi hins vegar ekki breytt því í sinni stjórnartíð, enda ekki einn í ríkisstjórn og hvorki var vilji hjá Framsóknarflokki eða Samfylkingu til breytinga á þeim árum.
Það sem skiptir máli, bæði fyrir sjávarútveginn, starfsfólkið og þjóðina er hagkvæmni kerfisins sem unnið er eftir. Vandamálið er að finna kerfi, sem sátt getur orðið um og uppfyllir þau skilyrði.
Þú hefur lagt til dagakvótakerfi og ég hef verið með hugmyndir um að mestu framsalslaust veiðikvótakerfi. Hvort tveggja snýst um skömmtun aðgangs að auðlindinni, þannig að stóryrði um Sjálfstæðisflokkinn og hans afstöðu leysa lítið úr málinu.
Tillaga ríkisstjórnarinnar núna er ekki fallin til þess að leysa vandann og þá er betra heima setið, en af stað farið.
Axel Jóhann Axelsson, 24.5.2011 kl. 22:13
Það var nú Sjálfstæðisflokkurinn sem kom kvótakerfinu á áramótin 1983/1984 og hefur allar götur síðan starfað að því að festa það enn betur í sessi á forsendum einokunnar. Á síðari árum hefur Sjálfstæðisflokkurinn orðið æ harðari kvótaflokkur og lofasamað frjálsa framsalið gagnrýnislaust.
Þegar loks hyllir undir breytingar á kvótakerfinu, bregður svo við að gjörvallur Sjálfstæðisflokkurinn ærist eins og til standi að höggva að minnsta kosti af honum báðar lappirnar.
Þá er það rangt, Axel, að bæjar- og samvinnuúterðir hafi verið algjörlega misheppnaðar. Slíkar útgerðir störfuðu af miklum myndarbrag um áratugaskeið, en var að lokum fórnað á altari gróðafíknar tiltölulega fámenns hóps einstaklinga. Það er staðreynd að stóru útgerðarfélögunum var gefið veiðileyfi á allar sjávarbyggðirnar of fóru enda um þær ljúgandi rænandi og ruplandi, eins hinir fornu víkingar, sem fyrst og fremst voru ótíndir glæpamenn og illvirkjar.
Ekki má heldur gleyma, að stórhækkað verð á fiskafurðum erlendis hefur haldið lífinu í útgerðinni síðastliðin 15 ár eða svo, að ógleymdu leigukerfinu illræmda. Því miður hefur fiskverkafólk ekki notið neins af háu afurðaverði, laun í fiskvinnslu eru líklega lægri í dag að raunvirði en þau voru fyrir daga kvótakerfisins.
Jóhannes Ragnarsson, 24.5.2011 kl. 22:41
Jóhannes, í stað þess að ausa endalausum svívirðingum yfir aðra og þeirra skoðanir á kvótakerfinu, ættir þú að benda á betri lausnir.
Slíkt er bæði eðlilegri og málefnalegri umræða, því skítaustur skilar litlu í þessu máli, eins og öðrum.
Axel Jóhann Axelsson, 24.5.2011 kl. 22:49
Bíddu nú við, Axel, hvaða svívirðingum var nú að ausa yfir aðra og þeirra skoðanir á kvótakerfinu? Ég fæ ekki betur séð en athugasemd mín hér að ofan sé fullkomlega málefnaleg og það sem þar kemur fram bæði satt og rétt. Það vill nú einusinni þannig til, að ég hef verið í návígi við framkvæmd kvótakerfisins síðan það var sett á og séð hverju það hefur áorkað.
Jóhannes Ragnarsson, 24.5.2011 kl. 22:56
Þetta getur verið þín afstaða til málefnalegrar umræðu, Jóhannes, en ekki er ég viss um að öllum öðrum finnist það.
Fram til þessa hafa allir flokkar á Alþingi, líklega að undanskildum Frjálslynda flokknum, stutt núverandi kerfi og t.d. var Steingrímur J. Sigfússon eindreginn stuðningsmaður þess og er jafnvel ennþá.
Hitt er annað mál, að flestir sjá nú orðið annmarkana á frjálsa framsalinu og því er nú verið að kljást um leiðir til breytinga á kerfinu, en þær tillögur sem nú eru komnar fram skapa hvorki sátt um fiskveiðistjórnunina, né tryggja hámarkshagkvæmni fyrir þjóðarbúið.
Þess vegna verður að fara fram málefnaleg umræða um þær leiðir sem til greina gætu komið og uppfylla bæði skilyrðin. Þitt framlag til umræðunnar skilar engu og er því frekar til óþurftar og a.m.k. ekki til nokkurs gagns.
Axel Jóhann Axelsson, 24.5.2011 kl. 23:04
Þór Saari er með frumvarp, innkalla kvótann, og setja hann á uppboðsmarkað.
Aðalsteinn Agnarsson, 24.5.2011 kl. 23:30
Aðalsteinn, það væri auðvitað hinn eini sanni kapítalismi að setja allan kvótann á uppboðsmarkað, en myndi örugglega leiða til þess að stærstu útgerðirnar myndu kaupa hann allan, eins og hann legði sig. Þær hafa næga afkastagetu til þess að veiða og vinna allan afla, sem heimilt er að veiða við Íslandsstrendur, en kvótakerfið hefur hins vegar orðið til þess að takmarka aðgang þeirra að auðlindinni, þannig að afkastageta þeirra hefur takmarkast við það.
Í slíku kerfi er hætt við að smáútgerðir og minni sjávarpláss yrðu algerlega undir og varla er það takmarkið sem menn vilja setja sér.
Axel Jóhann Axelsson, 25.5.2011 kl. 02:04
Stóri munurinn á þessum tveim kerfum Axel er að í Sóknarmarki sitja allir við sama borð og við komumst nær því að hámarka afraksturinn. Handstýring sem alltaf fylgir kvótakerfi er óhugnaður eins og við sjáum.
Flestir sem fylgjast náið með fiskveiðum vita að það er mikill munur á afrakstursgetu miðanna í góðæri eins og núna og úthlutuðum aflaheimildum. Sóknarmarkið færir okkur nær því að ná þessum aukningum í góðæri.
Nei Sjálfstæðisflokkur á sitt fiskveiðistjórntæki Sóknarmark Matthíasar Bjarnasonar sem var þróað og slípað í samvinnu við Skipstjóra og útgerðir. Það var orðið mjög þjált og þegar markaðirnir voru að ryðja sér til rúms sá fyrir gífurlega uppsveiflu í útgerð togaranna ef okkur hefði borið gæfa til að hald kerfinu áfram.
Davíð Oddsson fór á þing undir kjörorðinu að "moka framsóknarflórinn" en hvað skeði? En þið halelúja kórinn hans hélt þessum spillta stórnmála manni við völd 3 kjörtímabil sem er mesti niðurlægingar tíma íslensku þjóðarinnar.
Varðandi Bæjarútgerðir voru þær börn síns tíma og aðeins tvær þeirra lifðu af Sóknarmarkið BÚR og ÚA. Þessar útgerðir voru líka reknar með glans eftir 1980 og þótt ekki væru þær farnar að skila beinum hagnaði 1983 var góð "Ebita" og mikil eignamyndun í báðum þessum fyrirmynda fyrirtækjum.
Ég fékk að fylgjast með þessari þróun beint og menn geta staðfest þetta. Á sama tíma fór Ísbjörninn "tæknilega" á hausinn hinu megin við höfnina.
Í Sóknarmarki lifðu menn og dóu að sjálfum sér. Þeir sem ekki kunnu fóru á hausinn á meðan hinir græddu peninga og þurftu engar gengisfellingar. Því minni handstýring því betra fiskveiðistjórntæki.
Ólafur Örn Jónsson, 25.5.2011 kl. 08:09
Sé það ætlun bloggsíðustjóra að koma af stað málefnalegri umræðu um sjávarútvegsmál, þarf sá hinn sami að vera laus við sleggjudóma, alhæfingar og jafnframt að þola öðrum einstaklingum það að vera annarar skoðunar en hann sjálfur.
Komment Jóhannesar Ragnarssonar er þannig síst verra í málefnalegum skilningi, en bloggfærslan sjálf.
Varðandi uppboðsmarkaðinn sem Aðalsteinn nefnir, þá hljóta þær útgerðir sem best eru reknar að eiga mesta möguleika á að leigja kvóta. Og það er alls ekki þær stærstu, síður en svo.
Annars sakna ég þess mjög í allri umræðu um sjávarútvegsmál, að ábyrgð fiskifræðinga er ekkert rædd. Við erum á rangri leið í fiskveiðistjórnun. Við erum að veiða jafn mikið núna eins og gert var fyrir 100 árum og það eftir 30 ár í stífri veiðistjórnun. Fiskimiðin hafa gefið þrefallt meiri afla en nú er veitt og það að jafnaði á 20 ára tímabili. Lífríkið þolir því veiði eins og þá var stunduð, en sú nýtingarstefna sem nú er iðkuð er ekkert annað en niðurskurðarleið. Og á þeirri leið höfum við ekki enn náð botni, sannið til.
siggi (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 08:15
siggi, ég þoli vel að aðrir hafi ólíkar skoðanir á málum og einmitt þess vegna eru menn að skiptast á skoðunum og rökræða hlutina. Svívirðingar og ásakanir um að aðrir séu fífl, hálfvitar, glæpamenn og eitthvað þaðan af verra bætir umræðuna akkúrat ekkert og leiðir enn síður til einhverrar niðurstöðu.
Við Ólafur Örn höfum átt í ágætum skoðanaskiptum um sjávarútvegsmálin, án þess að vera með sleggjudóma hvor um annan, enda þekkjumst við ekki persónulega og höfum ekki ausið hvor annan svívirðingum og svikabrigslum.
Hann hefur mikla reynslu af störfum til sjós og lifað tímana tvenna í þeim efnum og ég virði hans skoðanir á málinu og tel að vel kæmi til greina að snúa til sóknardagakerfis, ef það yrði til að skapa sátt um greinina og tryggt væri að slíkt kerfi skilaði hámarksarði fyrir fyrirtækin, starfsfólkið til sjós og lands og auðvitað þjóðarbúið í heild.
Þér, siggi, get ég verið algerlega sammála um að eitthvað verulega er bogið við að stofnarnir virðist ekki hafa braggast neitt að ráði í 30 ára friðunarkerfi. Á því verður að finna trúverðuga skýringu, en því miður virðast allir fiskifræðingar, innlendir sem erlendir, að einum undanskildum, vera sammála um að núverandi kvótakerfi sé heppilegast til fiskverndunar og eflingar stofnanna, án þess þó að fram hafi komið algerlega trúverðugar skýringar á árangursleysinu.
Aðalatriðið er, að á meðan talið verður að takmarka þurfi aðgang að auðlindinni, verður að finnast leið sem hægt er að ná sátt um og skilar hámarksarði fyrir þjóðarbúið í heild. Það verður örugglega ekki gert með auknum völdum sjávarútvegsráðherra til að hræra í "pottum" eftir geðþótta og hans persónulegu úthlutun og afskiptum af veiðunum á hverjum tíma. Slíkt kerfi býður upp á spillingu og pólitíska fyrirgreiðslu og af slíku höfum við haft nóg í gegn um tíðina og algerlega út í hött að innleiða kerfi, sem býður upp á slíkt.
Varðandi uppboðsmarkaðinn þá verða það að sjálfsögðu stærstu fyrirtækin sem munu bjóða í allan þann kvóta sem þau telja sig geta veitt og þá mun lítið verða eftir handa öðrum. Nema auðvitað að búa eigi til "kvótakerfi" í þeirri leið líka, sem takmarki hvað hver megi bjóða í og þá væri nú til lítils barist fyrir slíku kerfi, eða hvað?
Axel Jóhann Axelsson, 25.5.2011 kl. 11:20
Má ég aðeins segja um uppboðsmarkaðinn Axel.
Talandi um botnfisk.
Ég sé uppboðsmarkaðinn og allan fisk á markað svo að menn megi hámark eiga 2 farma af fiski í einu og uppboð fari fram mánaðarlega. Fari menn fram yfir mánaðrmót með óveiddar aflaheimildir rýrna þær um t.d. 20 %
Með virkan markað og þessa rýrnun tel ég að sett sé aðhald á alla að haga sér af fullri ábyrgð við kaup á aflaheimildum. Ég trúi á styrk frelsisins til að leita arðsömustu leiða í svona fyrirkomulagi.
Allur kvótinn verður að vera boðinn upp til allra byggða samtímis ekki byggða skipting. Menn mega ekki falla í grifju handstýringar.
Ólafur Örn Jónsson, 25.5.2011 kl. 11:56
Sæll Axel.
Fullyrðingar þínar um "frumvarpsbastarð" sem ekki mun einungis skapa mikinn ófrið um málið til framtíðar, heldur stórskaða atvinnugreinina", "félagslegum tilgangi", "afturhvarf til fortíðar", meint "óhagræði" af breitingunum og að bæjar- og ríkisútgerðir hafi verið "misheppnað rekstrarform" eru þá heldur ekki líklegar til að leiða til skynsamlegrar niðurstöðu.
Núverandi kerfi hefur ótal galla, marga þeirra óyfirstíganlega. Kerfið brýtur mannréttindi, stenst ekki samkeppnislög og svo má lengi telja. Um 80% þjóðarinnar er óánægt með þetta fyrirkomulag. En að kerfið vinni bókstaflega gegn tilgangi sínum í uppbyggingu fiskistofnanna, það hlýtur að fá menn til að efast um tilverurétt kerfisins og ráðlegginga fiskifræðinga.
Reyndar er alveg tímabært að menn endurskoði þá sögutúlkun sem haldið hefur verið á lofti, um þrautagöngu útgerða á sjöunda áratugnum. Ekki var um að ræða ofveiði, offjárfesting (of lágt eigið fé) varð á stuttum tíma, olíuverð var í hæstu hæðum og verðmyndun var ekki á markaðsgrundvelli.
Þegar metinn er hámarksarður af nýtingu auðlindarinnar, verður að taka tillit til fórnarkostnaðar ef byggðir eru lagðar í eyði. Það er kostnaður sem ekki má lenda á íbúum. Það er einnig ekki í anda lýðræðis að einn útgerðarmaður geti tekið slíka ákvörðun. Ef það er í lagi að nota orð eins og "geðþótta" og "spillingu" um stjórnmálamenn, má vel nota sömu orð um þá menn sem ákveða líf eða dauða byggðarlaga útfrá eigin hagsmunum.
Varðandi uppboðsleiðina er ekkert sjálfgefið. Ef útfærslan er þannig að útboð sé á öllum kvóta hvers árs og því dreift yfir árið og greitt eftir að afli er veiddur, hafa allir jafna möguleika. Stærstu fyrirtækin eru ekki þau best reknu, þeim hefur verið haldið á lífi í mörg ár með kvótaleigu og einokunarstöðu.
siggi (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 12:28
siggi, rétt varðandi útgerðina á sjöunda áratugnum, þá er ég nógu gamall til að muna eftir togurunum, sem lágu á ytri-höfninni á meðan verið var að "Shanghaia" mannskap af börum borgarinnar og víðar að til að fylla áhafnarkvótann svo hægt væri að fara í túrinn.
Einnig man ég vel eftir togurunum sem lágu bundnir á Viðeyjarsundi og grotnuðu þar niður vegna þess að enginn grundvöllur var til að gera þá út. Bæði faðir minn og bróðir voru sjómenn á þessum tíma og mér er því fullkunnugt um þau kjör sem sjómenn bjuggu við á þessum tíma.
Þeir sem vilja muna líka eftir því að fólksflótti hefur verið stöðugur af landsbyggðinni á suðvesturhornið áratugum saman og hófst löngu áður en fiskveiðistjórnun og kvótakerfi voru fundin upp. Sjálfur bjó ég í blómlegum sjávarútvegsbæ úti á landi og þar var næga vinnu að hafa til sjós og lands, en samt var um stöðuga og öra fækkun íbúa að ræða og nú er sá bær ekki nema svipur hjá sjón miðað við það sem áður var og ef eitthvað er, þá hægði kvótakerfið frekar á brottflutningi íbúa, frekar en að það hafi ýtt undir hann.
Minni okkar allra er hins vegar stopult og þess vegna er auðvelt að telja fólki trú um að allt sem aflaga hefur farið á landsbyggðinni sé kvótakerfinu að kenna, en það er auðvitað argasta þvæla, enda hefur það ekki verið atvinnuleysi, sem hefur hrakið fólkið úr sjávarplássunum, heldur miklu frekar fámennið sjálft og þjónustuleysið á staðnum, til viðbótar við menntunarmöguleika og heilbrigðisþjónustu.
Hvað fiskveiðistjórnuninn viðkemur, þá þarf fyrst og fremst að nást samkomulag um það, hvort yfirleitt eigi að beita friðunaraðgerðum og ef almenn viðurkenning verður fyrir því, þá þarf að finna lausn á skiptingu aflaheimildanna, ekki endilega lausn sem allir verði sáttir við, enda ekki hægt, en lausn sem tryggir hámarkshagkvæmni allra aðila sem að sjávarútvegi og -vinnslu koma og þar með þjóðarinnar allrar.
Niðurstaða fæst ekki í neinu af þessum efnum með gífuryrðum um þá sem starfa í greininni eða þá, sem láta skoðanir sínar í ljós um málið.
Axel Jóhann Axelsson, 25.5.2011 kl. 17:36
Sælir.
Ég sagði víst sjöunda áratuginn en meinti þann áttunda, enda var afkoma útgerða undir ströngum banndögum, skrapdagakerfi og sífelldar svæðalokanir sem settu útgerðirnar í þau vandræði sem leiddi menn útí kvótakerfið. Hinsvegar varðandi útgerð á sjöunda áratugnum, þá voru menn bara að gera út óhagkvæma togara, bátaflotinn var ágætlega rekinn.
En ef við hugleiðum aðeins hugtakið kvóti og hvað það er í raun og veru, þar sem það blasir við að það er ekki hugsað til að vernda og byggja upp fiskistofnana eða amk ekki til að auka veiðina. Þá stendur eftir að kvóti er jafngildi einokunarréttar. Einokunarréttur á neytendamarkaði, á vinnumarkaði og á hráefnismarkaði. Enda er hægt að lesa um það í skýrslum að laun í fiskvinnslu hafa lækkað sem hlutfall af meðallaunum, kílóverð á mörkuðum hefur hækkað og markaðsverð á ferskum fiski einnig. Hinsvegar nýta kvótahafar sér það að taka hráefnið milliliðalaust til sín og fá með þeim hætti niðurgreiðslur á hráefni í boði ríkisins. Samkeppnismismunun af þessu tagi (gagnvart fiskvinnslna án útgerða) er brot á EES-samninginum og getur ekki staðist íslensk samkeppnislög. Því hljóta allir þeir sem aðhyllast frjálsa verslun að styðja þá kröfu að allur afli fari á fiskmarkaði.
Það er ofsalega auðvelt að fullyrða það að kvótakerfið sé ekki orsök fólksflutninga af landsbyggðinni. En með sama hætti má fullyrða að það sé ekkert hættulegt að lenda í snjóflóði, það sé bara hættulegt að lenda í súrefnisskorti og kulda. Allt helst þetta í hendur, þegar atvinnuréttur fólks er seldur í burtu og laun lækka fækkar fólki. Þegar fólki fækkar, leiðir það oft til frekari fólksfækkunar bæði af félagslegum ástæðum og ekki síður af efnahagslegum ástæðum (samdráttur í afmörkuðu hagkerfi). Eftir stendur staður með fallandi markaðsverðmæti fasteigna, samdrátt í hagkerfi og lækkandi launum. Og vegna einokunarréttar kvótahafa á atvinnurétti (mannréttindum) er möguleiki staðarins til að rétta út kútnum ekki til staðar.
En að lokum aðeins um líffræði og Hafró. Það er ótrúleg þvæla sem menn hafa gagnrýnislaust fengið að halda á lofti, að ofveiði hafi verið ástæða lítillar veiði á árunum 1982-84. Staðreyndin er hið gagnstæða, ofverndun. Fyrir því má færa allnokkur rök, meðal annars að vaxtarhraði þorsks hafi fallið á umræddu tímabili. Þá var sókn skipa á því tímabili miðað við td 1970, umtalsvert minni. Hafró tók skakkann pól í hæðina, friðaði of mikið af smáfiski sem olli fæðuskorti og hruni í stofninum. Þetta hafa þeir gert ítrekað síðan, trúlega sex eða sjö sinnum og ætla að gera það líka í sumar. Það var nefnilega einu sinni þannig að það var mikil blessun að lenda í miklu fiskeríi, en þannig er ekki staðan í dag. Sjórinn er fullur af fiski sem ekki má veiða. Útkoman af slíkri stjórnun er fyrirsjáanlegur fellir í stofninum. Væntanlega verður aukning á næsta fiskveiðiári um ca 20 þúsund tonn, en á næstu 3 árum mun stofninn hrynja úr hungri og kvótinn verður skorinn niður líklega í 120 þúsund tonn, jafnvel neðar. Eftiráskýringar Hafró verður aukinn veiðanleiki og ofmat.
siggi (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 21:47
Siggi, varðandi líffræðina og Hafró, þá hefur "friðunin" án þess að stofnarnir stækki verið manni mikið umhugsunarefni mörg undanfarin ár og maður löngu kominn á þá skoðun að eitthvað sé bogið við "vísindin".
T.d. hefur maður verið að hugsa um Grásleppuna, sem eingöngu er veidd á hrygningartíma og ekkert verið nýtt af henni annað en hrognin sjálf. Kvendýrið hefur sem sagt verið drepið miskunnarlaust á hrygningartímanum án þess að tekist hafi að útrýma stofninum. Á sama tíma er flotinn rekinn í land vegna "fæðingarorlofs" þorsksins án þess að sá stofn braggist nokkuð við það.
Það er búið að byggja þá skoðun inn í þjóðarsálina að stofnunum verði eytt, verði ekki farið að aflareglu Hafró, enda virðist óánægja fólks ekki vera vegna fiskveiðiráðgjafarinnar og aflaheimilda hvers árs, heldur fyrst og fremst með kvótaleigu - og sölu. Mest öll umræðan hefur snúist um framsalið og hagnað þeirra sem selt og leigt hafa frá sér kvótana, enda eru það viðskipti sem ættu ekki að koma rekstri útgerða nokkurn skapaðan hlut við. Þeirra hlutverk á að vera að veiða fisk, en ekki braska með óveiddan fisk.
Allt þetta gerir málið svo snúið, að engin niðurstaða um breytingar hefur fengist undanfarna áratugi og lítið útlit fyrir sættir á næstunni.
Axel Jóhann Axelsson, 25.5.2011 kl. 22:18
Sælir.
Ég fer ekki ofan af þeirri skoðun að kerfi sem byggir á röngum vísindum, er eins og hús á sandi. Það stenst ekki dóm reynslunnar og á því að endurskoða.
Það er staðreynd að bolfiskstofnar hafa hvergi í heiminum (á jörinni :) verið byggðir upp með þeirri aðferð sem hér er notuð. Reynslan frá Nýfundnalandi á að kenna okkur það að verri aðferð sé ekki til, við erum að nota sömu aðferð og sömu aflareglu. Reynslan út Barentshafi og frá Færeyjum er hinsvegar þannig að bestum árangri skilar að fara EKKI eftir ráðleggingum fiskifræðinga.
En þetta tel ég vera kjarna málsins. Aðferðir og ráðleggingar Hafró hafa hrakið okkur úr 450 þúsund tonna þorskafla, niður í 160 þúsund tonn og eiga eftir að leiða okkur enn neðar á næstu árum. Ekki verður það til að auka sáttina á kerfinu.
siggi (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 22:51
Sælir.
Smá um þá samkeppnismismunun sem innbyggð er í kerfið. Textinn er fenginn að láni frá aðila sem þekkir vel til í íslenskum sjávarútvegi.
Það er vart við því að búast að almenningur geri sér ljóst hvernig kaupin gerast á eyrinni þegar í sjávarútvegi starfa bæði aðilar sem eiga miklar veiðiheimildir og síðan aðrir sem eiga lítið sem ekki neitt.
Ég hef fengið upplýsingar víða að hvernig einn stór aðili vinnur sem er með nánast ráðandi hlut í tiltekinni fisktegund. Hann veiðir þessa tegund að u.þ.b. 90% á sín skip og greiðir skipum og sjómönnum það sem kalla má ,,þægilegt verð." Stundum sækir hann það sem á vantar á fiskmarkaðinn og munar þá ekkert um að yfirbjóða litla framleiðendur og gera þá verklausa í krafti þess þægilega verðs sem hann greiðir sínum skipum. Ég hef síðan fengið staðfest utan úr Evrópu að þetta sama fyrirtæki selur sínar afurðir undir markaðsverði m.a. til þess að gera sölustarfsemina ,,þægilega og fyrirhafnalitla". því auðvitað sækjast kaupendur eftir að versla við slíkan aðila. Með þessu hefur markaðsverðið um leið tilhneigingu til að leita jafnvægis niður á við, þannig að þjóðfélagslegur skaði verður þá meiri en sala fyrirtækisins.
Ég get ekki séð betur en hér sé um að ræða markaðsmisnotkun í skjóli forréttinda sem njóta ríkisverndar. Þó að þjóðfélagið uppskeri fyrir vikið minni gjaldeyristekjur þá er því haldið að almenningi að til að reka arðbæran sjávarútveg þurfum við að að hafa fá, stór og sterk fyrirtæki. Í raun er þjóðfélagið, án þess að vita það, að stríðala ketti sem geta drepið mýs eftir þörfum.
siggi (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 16:18
Ef einhver minnsti fótur er fyrir svona sögu, á að nafngreina viðkomandi fyrirtæki umsvifalaust og leggja spil á borðið, sem styðja fullyrðinguna.
Síðan ætti að sjálfsögðu að rannsaka málið og sannist að ásakanirnar séu réttar, ætti að sjálfsögðu að refsa viðkomandi fyrirtæki með kvótaskerðingu og sektum fyrir markaðsmisnotkun.
Sögur, þar sem ýmislegt er gefið í skyn án þess að staðreyndir og nöfn séu lögð fram, eru hins vegar ekki marktækar og ber að varast að taka alvarlega.
Axel Jóhann Axelsson, 26.5.2011 kl. 17:15
Sælir.
Staðan er því miður þannig, að refsivöndur stórfyrirtækjanna er það óvæginn að margir kjósa að styggja þau ekki með kærum. Í þessu einstaka dæmi hef ég ekki heimild til þess að gera neitt í málinu. Nákvæmlega hvað það er sem þér misbýður svo í þessu dæmi, væri áhugavert að fá nánari útskýringu á, því að þetta er síður en svo einsdæmi.
Ég veit hinsvegar til þess að ýtrekað hafa verið lagðar fram kærur á sambærileg mál og nákvæmlega ekkert gert í málinu. Það eykur ekki trú almennings á íslensku réttarfari og fær mann svona yfirleitt til að efast um tilgang samkeppnislaganna ef þau eiga ekki við í sumum atvinnugreinum.
En þetta er það umhverfi sem einstaka menn ætla sér að standa vörð um og af skrifum þínum að ráða Axel, ert þú í þeim hópi.
Ég hinsvegar túi því að til séu aðferðir sem tryggji betur jafnræði, mannréttindi og hagsmuni þjóðarinnar. Í stuttu máli má benda á Færeyjar sem góða fyrirmynd.
siggi (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 07:36
Fjögura ára gamalt dæmi um skipulögð lögbrot.
"Látið er viðgangast - (skipulagt aðgerðarleysi?) að í sameiginlegum rekstri - leigi útgerð frá sér aflaheimild í þorski - fyrir nú 230 kr/kg - og hlaupi með peningana beint inn á næsta opinbera fiskmarkað - og yfirbjóði þar þorsk - kaupi hann á 330 kr /kg - og þá er "raunverð" 100 kr/kg..... Hvaða sjálfstæð fiskvinnsla getur keppt við svona leikreglur..... "siggi (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.