24.5.2011 | 09:05
Upphafið að endalokum VG
Flokksráðsfundur VG um helgina virðist ætla að sýna sig að vera upphafið að endalokum VG sem stjórnmálaflokks. Allt púður var úr formanni flokksins og óánægja og samstöðuleysi áberandi meðal fundarfulltrúanna.
Annað sem styður þá kenningu að endalokin séu skammt undan kristallast í þessari setningu í fréttinni af fundinum: "Þá telja VG-félagar sem rætt var við í gær að valdabarátta sé í uppsiglingu innan VG um það hver eigi að taka við af Steingrími J. Sigfússyni, þegar hann hættir sem formaður flokksins. Eru þær Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir taldar vera þeir tveir kandídatar sem helst muni berjast um tignina."
Helsti stuðnings- og baráttumaður fyrir því að Svandís verði næsti formaður er faðir hennar Svavar Gestsson, sem jafnframt er faðir Icesave I og þeirra hörmunga sem leiða átti yfir þjóðina með því að keyra þann samning í gegnum þingið, án þess að þingmenn fengju svo mikið sem að fá að sjá hann eða lesa.
Verði Svavari að þeirri ósk sinni að troða dótturinni í formannsstólinn í VG, þegar að því kjöri kemur, mun flokkurinn springa í loft upp með miklu brauki og bramli og syrgjendur verða fáir við útförina.
Með kosningu Katrínar yrðu lífdagarnir eitthvað talsvert fleiri og andlátið miklu hægara og friðsælla, en eftir sem áður er flokkurinn kominn að fótum fram og ólíklegt að hægt verði að bjarga lífi hans úr þessu.
Talið er að formannsslagur í VG sé hafinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Farið hefur fé betra.
Baldur (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 09:29
Þetta er algjörlega hárrétt greining hjá þér Axel.
Magnús Óskar Ingvarsson, 24.5.2011 kl. 11:14
Sprengigos eða hraungos:D?
Brynjar Þór Guðmundsson, 24.5.2011 kl. 12:29
Öskurfall varð alæavega um helgina..... Seingrímur gat ekkert rifist af neinu viti...
Óskar Guðmundsson, 24.5.2011 kl. 21:54
Þetta eru ekki manneskjur sem VG vill, ef mér skilst rétt þá er þetta elítan í flokknum sem smjattar á gulli og rjóma og er ekki fólkið sem Vinstri grænir telja vænlegt til að sinna þeim málum sem Vinstrið stendur fyrir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.5.2011 kl. 22:35
Það er einmitt þess vegna sem flokkurinn mun líða undir lok, hvor þeirra sem yrði kosin formaður flokksins.
Dauðastríðið yrði bara mislangt eftir því hvor yrði fyrir valinu.
Axel Jóhann Axelsson, 24.5.2011 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.