23.5.2011 | 17:16
20% lífvera þekkt á jörðinni - hvað um alheiminn?
Árlega uppgötvast fjöldi áður óþekktra lífvera á jörðinni, svo sem bakteríur, plöntur, skordýr og jafnvel ný tegundarafbrigði spendýra. Meðal tíu merkustu uppgötvana síðasta árs á þessu sviði eru ný tegund kakkalakka, sjálflýsandi sveppur, ryðétandi baktería, risablóðsuga og antilópa.
Í viðhangandi frétt um málið segir m.a: "Vísindamenn telja að allar þær tegundir sem hafa uppgötvast og verið skráðar frá árinu 1758 séu aðeins um 20% þeirra plantna og dýra sem eru til á jörðu. Það er raunhæft að áætla að enn eigi eftir að skrá, nefna og flokka um 10 milljón tegundir. Fyrr getum við ekki öðlast til fullnustu skilning á margbreytileika lífríkisins.""
Samkvæmt þessu er óralangt þangað til vísindindamönnum tekst að skilja lífið og tilveruna á jörðinni fullkomlega og því verður að telja, að í raun og veru sé ennþá til þess að gera lítil þekking á því sem lifir og hrærist á þessari agnarsmáu plánetu, sem er ekkert nema rykkorn í alheiminum.
Þrátt fyrir þessa takmörkuðu vitneskju um það sem hrærist í eigin ranni, telja ýmsir sig þess umkomna að halda því fram að hvergi í hinum víða alheimi hrærist nokkurt lífsmark af nokkru tagi og að mannskepnan sé fullkomnasta fyrirbæri sem fyrirfinnist, þó þegar þekkt sólkerfi skipti tugum- eða hundruðum þúsunda og þá eingöngu þau talin sem hægt er að greina með fullkomnustu sjónaukum sem hægt hefur verið að smíða og koma á braut um jarðkúluna og hennar allra næsta nágrenni.
Það skyldi þó aldrei vera, að jörðin og það líf sem þar þrífst, þ.m.t. mannskepnan, sé hreint ekki það merkilegasta sem fyrirfinnst í óravíddum geimsins.
80% tegunda heims enn óþekkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bara nokkrir punktar, ég er að búast við að þú sért sammála þeim.
del (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 21:34
Með sömu röksemd og þessari: "Áður en svartir svanir fundust var mjög óheiðalegt fyrir vísindamenn að tala um að til væru svartir svanir" er auðvitað algerlega óvísindalegt að halda því fram að einungis 20% lífvera jarðarinnar séu þekktar og enn sé eftir að finna og skrá 10.000.000 til viðbótar.
Bara sú einfalda staðreynd að líf sé yfirleitt að finna á jörðinni ætti alls ekki að leiða til þess að tilveru lífs á öðrum hnöttum í fjarlægum sólkerfum sé algerlega hafnað.
Sá einfaldi veruleiki að vitað er um tilurð milljarða stjarna í geimnum ætti miklu frekar að leiða til þeirrar ályktunar að líf sé að finna á milljónum hnatta og aðeins sé tímaspursmál hvenær slíkir hnettir finnist af jarðneskum vísindamönnum.
Sá tími gæti mælst í árþúsundum, eða milljónum, endist líf á jörðinni svo lengi, en samt sem áður er þetta allt frekar spurning um tíma, en að engar lífverur hafi þróast á einhvern hátt annarsstaðar en á einu sandkorni í alheiminum.
Axel Jóhann Axelsson, 23.5.2011 kl. 21:56
Við erum ekki ein. Ekki bara það heldur erum við ekki öll 100% "mennsk" í þeirri samkvæmt þeirri þröngu skilgreiningu sem við notum það orð í, og innifelur ekki ættingja okkar annars staðar að, sem eru eldri en við, og höfðu heilmikið með tilurð okkar að gera. Innst inni vita margir hverjir eru ekki alveg "mennskir" og þeir sem það á við skynja það oftast sjálfir.
Truth (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 03:50
Það er víst hægt að skjóta á fjölda óþekkra dýrategunda á jörðinni þar sem við þekkjum hversu margar dýrategundir hverfa og nýjar komi í staðinn á hvern ferkílómetra á ákveðnum svæðum. Við vitum einnig versu margar nýjar dýrategundir eru uppgvötvaðar að meðaltali á hvern ferkílómetra þegar það svæði er rannsakað.
Þetta er hinsvegar skrifað í dagblað en ekki grein í vísindablaði (skrifað af þeim sem gerðu rannsóknavinnuna sjálfa en ekki æsifréttamönnum). Þú verður að gera þér grein fyrir því að allt í fréttum er ákaflega ólíklegt til að vera rétt og aðeins námundun við það sem gerðist í alvöru. Td voru fréttir útí heimi að í Reykjavík var dimmt vegna öskunnar. Þegar búsáhaldabyltingin var voru sýnd myndbrot frá ekki jafn friðsamlegum mótmælum frá hvítarússlandi á Fox.
Þessi fréttagrein segir ekkert um líf á öðrum plánetum og ef þér tekst að lesa það út er það vegna þess að þú hefur óvenju mikinn áhuga á að lesa það útúr þessari grein. Þessi grein er um jölbreyttni lífs á okkar plánetu. Það var ekki að leita að því líkur að vegna þess að líf virðist vera aðalega fundið á jörðinni en ekki útí geim þá sé þar af leiðandi verið að segja að allt líf sé á jörðinni. Ef þú virkilega heldur það ertu að lesa einhverja aðra grein en var í mogganum.
Nú ætla ég að efast um það að það muni nokkurtíman finnast Axel Jóhann Axelsson á jöðrunni, yfirleitt hef ég ekki fundið neinn á jörðinni með því nafni og þar af leiðandi dreg ég þær líkur miðað við fjölda lífvænlega plánneta að það gæti verið einhver Axel Jóhann Axelsson á annari plánetu en jörðinni. Það er kannski bara spurning um tíma hvenær einhverstaðar útí fæðist einhver með því nafni, hvort það taki milljarða ára eða hvað.
del (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 09:38
del, þessi klausa þín er þvílík endaleysa að hún er ekki svaraverð.
Rökleysið og ruglið nær svo algerum hæðum, eða réttara sagt lægðum, í lokamálsgreininni.
Skólakerfisins vegna ætla ég að vona að þú sért ekki með neina prófgráðu til að skreyta þig með. Það væri mikil niðurlæging fyrir menntakerfið í landinu.
Axel Jóhann Axelsson, 24.5.2011 kl. 10:42
Ég er með prófgráðu sem fáir eru með á íslandi, hún byggir á mjög mikilli formlegri og praktískri notkun á rökfræði og vísindalegri rannsóknarvinnu. En þér þyðir það kannski engu skipta heldur frekar að ég vinn við rannsóknir.
Þótt þú áttir þig ekki á því hvað ég meina þýðir það ekki endilega að það sé rökleysa og rugl.
Þú mátt vel segja að þú sért mér ósammála, að áttir ekki á því hvað ég meina, að þetta hafi verið illa skrifað þannig að meiningin komst illa til skila. En þú mátt ekki beyta rökleysunni (logical fallacy) "hjóla í manninn" (Ad hominem).
Ég tel þetta sem málefnalausa árás á mig og bið ég þig um að fjarlægja þitt eigið innlegg samkvæmt þinni eigin reglu.
"Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar".
del (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 17:56
Fólk, sem bullar undir dulnefnum, en vill láta líta út fyrir að það sé hámenntað og hafi reynslu í "mjög mikilli formlegri og praktískri notkun á rökfræði og vísindalegri rannsóknarvinnu" en geta ekki komið frá sér texta sem skilst, getur ekki krafist mikillar virðingar viðmælenda sinna.
Á virkilega að taka eftirfarandi klausu sem afrakstur praktískrar notkunar á rökfræði, eða vísindalegri rannsóknarvinnu?:
"Nú ætla ég að efast um það að það muni nokkurtíman finnast Axel Jóhann Axelsson á jöðrunni, yfirleitt hef ég ekki fundið neinn á jörðinni með því nafni og þar af leiðandi dreg ég þær líkur miðað við fjölda lífvænlega plánneta að það gæti verið einhver Axel Jóhann Axelsson á annari plánetu en jörðinni. Það er kannski bara spurning um tíma hvenær einhverstaðar útí fæðist einhver með því nafni, hvort það taki milljarða ára eða hvað."
Axel Jóhann Axelsson, 24.5.2011 kl. 18:30
Reyndar er ekkert að röksemdarfærslunni hans/hennar del. Eða að minnsta kosti var ekkert í svari 5 og 7 sen fékk mig til að trúa öðru. Ef þú ætlar að grafa undan röksemdarfærslu Axel, þá verður þú að tilgreina hvað það er sem er gallað eða rangt í rökunum, en ekki ráðast að persónunni sem flytur þau. Það hvort að manneskja ber fram rök undir dulnefni eða ekki hefur ekkert með gæði rakanna að gera. Lélegur framburður raka er kannski leiðinlegur aflestrar en fellur alls ekki rökin sem slík. Dómur á menntakerfið er mögulega ávallt nauðsýnlegur en aftur hefur engin áhrif á gæði raka.
En ég ætla að reyna að leiðrétta dáldið í pistlinum þínum. Ég held það sé óþarfi að ná 100% skilning á margbreytileika lífsins. Ég held að 95% ætti að nægja. Það er ekki beinlínulegt samband milli skilnings á lífinu og fjölda uppgötvaðra dýrategunda. Þar eru tölfræðilegar sannanir sem ég nenni ekki að fara í. En þú sérð það ef þú skoðar hundrað staka þýði en velur 20 stök þaðan af handahófi þá færðu nokkuð lýsandi mind af breytileika þýðisins sem er sönn með meira en 20% vissu. Við getum ekki ályktað um að við höfum fundið nákvæmlega 20% allra tegunda, þar er fyrirsögn mbl röng. En við getum sagt með nokkurri vissu (segjum 95%) að fjöldi óþekktra tegunda sé á ákveðnu bili (segjum 1.000.000 - 100.000.000 tegundir). Þessir reikningar eru til (tölurnar hér að framan eru ágiskanir og tengjast útreikningunum ekkert). Ég nenni ekki að leita af þeim. Þú þarft ekki að trúa mér. En það ætti að vera auðvellt fyrir þig að finna þá ef þú villt vera 100% viss um hvort ég hafi rétt fyrir mér eða ekki.
Nú þekkjum við góðan hluta af lífríki jarðar, eða allavega nógu góðan til að geta ályktað með nokkurri vissu um fjölbreytileika þess. Hins vegar þekkjum við 0% af lífríki alheimsins utan jarðar. Það gefur okkur leyfi til að álykta með 0% vissu um það líf á reikistjörnum utan okkar sólkerfis. Sama hver giskar og sama hver ágiskunin er þá verður hún í mesta lagi fræðileg ágiskun sem hefur sama vísindalega vægi og bull út í loftið. Ég gæti kastað pening og látið fiskinn tákna það að líf sé til utan jarðar og skjaldamerkið tákna að ekkert líf sé að finna og það væri jafn réttmæt ályktun og ef að Carl Sagan eða Stephen Howkings myndu segja að líf utan jarðar sem til eða ekki til.
Vonandi var þetta nógu skýrt hjá mér. En í meginatriðum var ég að segja að einföld tölfræði segir okkur að vissan í ályktun mengis eykst með veldismögnun eftir því sem fleiri stök eru þekkt en aðeins á meðan hlutfallslega fá stök eru þekkt (eins og með lífríki jarðar). En ef 0 stök eru þekkt í öðru óháðu mengi þá er vissan til að álykta alltaf 0.
Hins vegar er ekkert sem bannar það að álykta með 0% vissu. Til dæmis segir líkindafræðin að ef líkurnar á að atburður gerist sé > 0% þá hlýtur það að gerast a.m.k. einu sinni í kerfi sem keyrt er nálægt óendanlega mörgum sinnum. Og miðað við stærð og aldur alheimsins sem er ~13,7 G ára gamall og > 13,7 ljósár milli tveggja fjarlægustu punkta hans með > 10^23 stjörnum þá eru töluverðar líkur á að fjöldi reikisstjarna sem innihalda líf séu > 2. Því álykta ég með 0% vissu að fjöldi reikisstjarna með lífi á séu > 2
Rúnar (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 12:24
Axel, ég er enn að bíða eftir að þú komir með einhver rök fyrir máli þínu önnur en "gerfirök" í formi sem ég talaði um áður og á eingöngu heima á þeim stöðum sem standard fyrir rök er haft í jafn miklu hávegi haft og stjórnmálanlegt skoðanafrelsi í Kína
Ég mynni enn aftur að eina sem þú komst með gegn því sem ég sagði voru "persónulegar svívirðingar um menn og málefni" og segist ekki skilja mig.
Því fer ég fram á að þú eyðir þínum póst sem stangast á við þínar eigin reglur um pósta á bloggsíðunni þinni, eða að þú komir með góð rök sem bakka upp það sem þú segir að þú meigir tala um eitthvað (líf á öðrum hnöttum er eitt dæmi) sem þú getur ekki mögulega vitað neitt um.
Þú spurðir "Á virkilega að taka eftirfarandi klausu sem afrakstur praktískrar notkunar á rökfræði, eða vísindalegri rannsóknarvinnu?"
Svarið er að þú getur ekki sagt til um það þar sem ritlist er nám í íslensku og hefur aðeins að mög takmörkuðu leiti með rökfræði eða vísindi að gera.
del (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 06:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.