Í fangelsi strax og mál upplýsast

Harkan í fíkniefnaheiminum virðist fara sívaxandi hér á landi og fantaskapurinn við innheimtumál í þeirri veröld slíkur, að með sama áframhaldi getur hann varla endað nema á einn veg, þ.e. með dauða skuldarans.

Glæpaklíkur sýnast einnig vera að hreiðra um sig í landinu í æ meiri mæli og hrottaskapur innan þeirra og ekki síður á milli slíkra hópa eykst með ári hverju og er það þróun sem lögreglan óttast einna mest um þessar mundir, enda klíkufélagar farnir að gagna um vopnaðir og beita þeim hver á annan og ekki síður við innheimtur fíkniefnaskulda.

Við handrukkun er oft beitt mikilli hörku og virðast glæpamennirnir lítið óttast að verða gripnir fyrir slíkt athæfi, enda er þeim alltaf sleppt að yfirheyrslum loknum, enda játa þeir oftast glæpi sína því þá "telst málið vera upplýst". Síðan líða mánuðir og ár þar til dæmt er í slíkum málum og þar á eftir hefst bið eftir afplánun, sem dregist getur mánuðum saman til viðbótar og jafnvel fallið algerlega niður vegna fyrningar.

Brýnt er að koma upp stóru fangelsi, þannig að svona glæpalýð þurfi ekki að sleppa lausum að yfirheyrslum og játningum loknum, heldur verði hægt að færa hann beint fyrir dómara og þaðan í umsvifalausa afplánun fangelsinsdóma.

Svona hrottalegum glæpum fækkar ekki nema úrræði séu fyrir hendi til að taka hrottana umsvifalaust úr umferð.


mbl.is Börðu mann með járnstöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Biskupsvígsla á Presthúsabraut endar með því að brot er framið!

Kristinn (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 12:29

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Sammála Axel..

hilmar jónsson, 23.5.2011 kl. 12:45

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já mikið er ég sammála þér Axel, það er með ólíkindum að mönnum sé sleppt lausum eftir viðurkenningu á svona verknaði...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.5.2011 kl. 14:22

4 identicon

Breyta Hörpu í Hörku Fangelsi; :Það er þjóðráð. ekki óráð eins og harpan er í dag...

doctore (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 15:08

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ingibjörg, að þeim skuli alltaf vera sleppt eftir játningu er vegna þess að þá telst "málið upplýst" og eins og kerfið er núna, þarf að bíða jafnvel mánuðum saman eftir að málið fari fyrir dóm og þá er oft dæmt vegna margra afbrota í einu, sem safnast hafa upp á viðkomandi glæpamenn á meðan að á biðinni hefur staðið.

Þetta er áreiðanlega ekki svo stór hópur, þ.e. hópur þessara hrotta, sem þyrfti að loka inni strax eftir að mál upplýsast, að líkamsmeiðingunum myndi örugglega snarfækka, ef hægt væri að dæma þá strax eftir að mál upplýsast og afplánun gæti hafist í beinu framhaldi.

Axel Jóhann Axelsson, 23.5.2011 kl. 16:00

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

doctore, það væri mikið óráð að breyta Hörpu í Hörku. Harpa á eftir að vera stolt þjóðarinnar í tónlistar- og byggingarlegu tilliti um langa framtíð.

Harpa er hús sem Íslendingar eiga að vera stoltir af og ekki síður þeirri starfsemi sem þar mun fara fram, öllum til gleði og menningarauka.

Axel Jóhann Axelsson, 23.5.2011 kl. 16:02

7 identicon

Afsakið nafnleysið, er reyndar alveg sammála því að það er ótækt að hafa glæpamenn lausa svo mánuðum skiptir.

Langaði samt bara aðallega að nefna að í þessu máli er um aðeins flóknara mál (tengsl) en skuldir eða rukkanir að ræða, þarna eru auðvitað sekir menn samt sem áður.

Nafnlaus sorrý (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 18:51

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Að sjálfsögðu skiptir ekki máli hver bakgrunnur ofbeldisins er. Hrotta, sem stórslasa fólk, þarf að taka úr umferð strax, enda er alltof oft um sömu ofbeldismennina að ræða margítrekað.

Margir þeirra eru orðnir svo forhertir að þeir játa afbrot sín umsvifalaust í þeirri vissu að þar með sleppa þeir út aftur og margir mánuðir eða jafnvel ár líða, áður en málin eru tekin til dóms og hvað þá að fangelsisafplánun hefjist.

Axel Jóhann Axelsson, 23.5.2011 kl. 19:01

9 identicon

Hópurinn er stærri en fangelsisrýmin. Það er ekki pláss til að hýsa alla hrottana.

Páll (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 01:27

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Páll, einmitt vegna skorts á fangelsisrýmum var nú þessi setning sett inn í upphaflega textann:

"Brýnt er að koma upp stóru fangelsi, þannig að svona glæpalýð þurfi ekki að sleppa lausum að yfirheyrslum og játningum loknum, heldur verði hægt að færa hann beint fyrir dómara og þaðan í umsvifalausa afplánun fangelsisdóma."

Það verður að vera til staðar pláss til að hýsa alla hrottana, ef árangur á að nást í baráttunni gegn ofbeldinu.

Axel Jóhann Axelsson, 24.5.2011 kl. 05:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband