6.5.2011 | 08:38
Hreyfingin vill enga hreyfingu í efnahagslífið
Um leið og kjarasamningar hafa verið frágengnir með það að markmiði, fyrir utan að bæta kjör launþega, að koma fjárfestingum af stað í þjóðfélaginu, auka atvinnu og minnka atvinnuleysi á sem skemmstum tíma, var alveg viðbúið að ýmsir nöldurseggir hæfu upp raust sína með áskorunum um að samningarnir verði felldir í félögunum, þegar þeir kæmu þar til atkvæðagreiðslu.
Hreyfingin reið á vaðið í þessum efnum á opnum fundi í gærkvöldi og sendi frá sér áskorun til launþega um að fella samningana, þar sem "þeir séu stórvarasamir", án þess að frekari skýring fylgi önnur en sú að þeir bæti ekki að fullu það tjón sem almenningur hafi orðið fyrir á undanförnum árum.
Þessi óábyrga ályktun er vafalaust aðeins fyrirboði þess áróðurs sem senn mun hefjast gegn samþykkt þessara kjarasamninga og ekki gerði forysta ASÍ sér það léttara að tala fyrir samningunum með óábyrgri framkomu sinni í aðdraganda 1. Maí og gaspursins þá um baráttuanda og verkföll, sem sýna skyldu illmennunum í SA hvað það þýddi að leika sér í jó-jó í miðjum kjaraviðræðum.
Gaspur og ruglandaháttur ASÍ-forystunnar mun þyngja róðurinn fyrir hana sjálfa í framhaldinu, þegar kemur að kynningu samninganna og meðmælum með samþykkt þeirra.
Launþegar eru hins vegar upp til hópa ábyrgt fólk, sem mun út frá sínum eigin hagsmunum samþykkja kjarasamningana og ekki hlusta á niðurrifsáróðurinn.
Vilja að launþegar felli samningana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í fyrsta lagi þá er ályktunin í nafni fundarins (sem var opinn) en ekki Hreyfinarinnar sjálfrar.
Í öðru lagi þá byggja samningarnir á forsendum sem munu aldrei geta staðist. Að samþykkja þá væri einfaldlega rökvilla.
Sjá hér: SAASÍ semja af sér ermarnar
Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2011 kl. 09:06
Guðmundur, ættu launþegar þá að fella samningana og krefjast minni kauphækkana, til þess að engin hætta væri á að hækkanirnar færu út í verðlagið.
Ýmsir fyrirvarar eru í samningunum um að þetta og hitt þurfi að ganga upp til að þeir haldi og gerist það ekki, falla þeir úr gildi og semja þarf upp á nýtt, miðað við nýjan veruleika.
Spámönnum hefur alltaf gengið illa að spá um framtíðina, en tekst yfirleitt betur upp með fortíðina, en hefðu aðilar vinnumarkaðarins kannski frekar átt að ganga út frá því að gjörsamlega ómögulegt yrði að koma efnahagslífinu til einhvers bata frá því sem nú er og reikna frekar með því að enn myndi syrta í álinn?
Sennilega hefði það verið raunhæfari spá, a.m.k. miðað við að sama ríkisstjórn sæti áfram út mest allan samningstímann.
Axel Jóhann Axelsson, 6.5.2011 kl. 11:44
Ýmsir fyrirvarar eru í samningunum um að þetta og hitt þurfi að ganga upp
Það er nákvæmlega málið, þessir fyrirvarar eru sérhannaðir til þess að það sé útilokað að þeir gangi upp, og eru þess vegna einfaldlega rökvilla. Ef þú heldur að þetta séu fínir samningar, vinsamlegast útskýrðu þá hvernig er hægt að mæla kaupmátt með launavísitölu, sem er álíka gáfulegt og að mæla þyngd í metrum.
Meðal annars er gerð krafa um 2,5% verðbólgu, sem þýðir samsvarandi hækkun allra verðtryggða húsnæðislána. Ef Alþýðusambandinu væri alvara með að bæta kjör íslenskra heimila hefði verið gerð ófrávíkjanleg krafa um verðhjöðnun í stað verðbólgu, til að stemma stigu við frekari hækkun húsnæðislána. Það er gjörsamlega tilgangslaust að semja um launahækkanir ef megnið af þeim á að fara til bankanna og restin aftur til atvinnurekenda vegna hækkandi verðlags.
Að sjálfsögðu eiga launþegar að fella alla samninga sem fela í sér eignaupptöku og kaupmáttarskerðingu. Annað væri móðgun við heilbrigða skynsemi.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2011 kl. 14:32
Ekki er ég búinn að liggja mikið yfir þessum kjarasamningum, en geri mér grein fyrir því að staðan er erfið í þjóðarbúskapnum og allt þarf að gera til að koma efnahagslífinu upp úr kyrrstöðunni. Takist það með þessum samningum, þá er betur af stað farið en heima setið.
Verðhjöðnun er eitthvað það versta sem nokkurt þjóðfélag lendir í, því henni fylgir ekki bara stöðnun, heldur aukið atvinnuleysi og gjaldþrot fyrirtækja, launalækkanir og enn meiri kreppa.
Aukist kaupmáttur meira en sem nemur 2,5% hækkun verðbólgu, þá léttist greiðslubyrði lána og samkvæmt útskýringum hagfræðinga ætti kaupmáttur lægstu launa að aukast um allt að 15-20% á samningstímanum og þannig myndi greiðslubyrði láglaunastéttanna vegna húsnæðislána minnka mikið og yrði það að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni.
Kaupmáttaraukning þýðir léttari greiðslubyrði og því dugar ekki alltaf að einblína á vísitöluhækkunina. Það vantar greinilega að auka skilning fólks á þeirri staðreynd.
Axel Jóhann Axelsson, 6.5.2011 kl. 14:43
Besta kjarabót fólks og fyrirtækja er að endurstilla lán miðað við 1 janúar 2008. Þetta hefði átt að vera ein aðalkrafa ASI og SA. Þessi samtök eiga beita sér fyrir niðurfærslu lána fólks og fyrirtækja. Þegar það er búið er kominn grundvöllur fyrir að ræða um aukinn kaupmátt launa í formi launahækkana.
Eggert Guðmundsson, 6.5.2011 kl. 15:57
Eggert þetta er alveg hárrétt hjá þér, forystumenn ASI og SA verða að víkja og fá aðra hæfari menn eða konur í staðin...
Guðmundur Friðrik Matthíasson, 6.5.2011 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.