5.5.2011 | 18:46
Ástarpungar og faðmlög
Leikritinu dramatíska um kjarasamninga er að ljúka í Karphúsinu og í leikslok fallast aðalleikararnir í faðma, kyssa hver annan á allar kinnar og setjast að lokum að veisluborði, þar sem boðið er upp á rjómavöfflur og ástarpunga.
Leikararnir frá ASÍ léku á afar ósannfærandi hátt síðustu dagana fyrir 1. Maí og þann merka dag, leikþáttinn um hörku sína og aumingjahátt SA og hvernig illmennin í þeim samtökum ætluðu sér að svindla áfram á almúganum, eins og jafnan áður, en ASÍ skyldi sko sýna þeim i tvo heimana með harkalegustu verkföllum sem nokkurn tíma hefðu yfir þessa þjóð dunið.
Strax eftir 1. Maí og án þess að nokkurt hlé yrði gert, eins og þó er venja í leikhúsum, breyttist söguþráður verksins og varð að sannkölluðum gleði- og ástarleik, þar sem leikarar lágu í svo þéttum faðmlögum að siðprúðir áhorfendur gátu ekki annað en gripið fyrir augun, vegna ótta um að siðferði þeirra yrði ofboðið með fleðulátunum.
Nú er tjaldið fallið og það eina sem eftir er að gera, a.m.k. af hálfu ASÍ, er að funda með launþegum og sannfæra þá um að allt sem sagt hafi verið í fyrri hluta leikritsins hafi verið eintómt grín, en lokakaflinn hafi hins vegar falið í sér stórkostlega lýsingu á hetjudáðum og hugrekki fulltrúa lýðsins, sem brotið hafi mótstöðu illvirkjanna algerlega á bak aftur.
Fyrir áhorfendur var þetta leikrit leiðileg, fyrirsjáanleg og margendurtekin tugga og algerlega ótrúverðug, þar að auki.
Vöfflur og ástarpungar á borð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það gleimdist að semja fyrir Aldraða og öryrkja. það hefur ekkert staðist sem foringi AS'I hefur sagt. það er rétt hjá þér AXEL eitt stórt leikrit,svipa og fer fram í þingsölum.
Vilhjálmur Stefánsson, 5.5.2011 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.