Lítið afrek eftir langan tíma

Osama Bin Laden, eftirlýstasti glæpahundur sögunnar er loksins allur eftir að bandarískri sérsveit tókst að komast að greni hans og skjóta hann og þrjá félaga hans eftir, að því er virðist nokkuð langan bardaga við fámennt lið á staðnum.

Það er varla hægt að kalla þetta mikið afrek, þar sem allar leyniþjónustur veraldar hafa leitað að Osama í nærri tíu ár í þeim tilgangi að koma honum fyrir kattarnef, en ekki tekist ætlunarverkið fyrr en nú.

Frekar hlýtur að mega ætla að þetta sýni hversu lélegar þessar leyniþjónustustofnanir eru, því tíminn, fyrirhöfnin og fjármunirnir sem farið hafa í leitina að þessum manni er stjarnfræðilegur. Að svona glæpamaður skuli geta gegnið laus í svo langan tíma er eiginlega ótrúlegt, miðað við það kapp sem lagt hefur verið á að ná honum, lifandi eða dauðum.

Mossad, leyniþjónusta Ísraels, er sú stofnun sem liðtækust virðist vera í svona eltingaleik við óvini, en henni var algerlega haldið utan við þetta mál, enda hefði það skapað mikinn glundroða meðal araba ef Ísraelar hefðu orðið til þess að drepa þennan Saudi-arabíska glæpahund.

Þó fagna megi að Osama Bin Laden sé allur, er engin ástæða til að fagna "afrekinu" og hvað þá að ætla að hryðjuverkastríðinu sé lokið.

Vesturlönd eiga sjálfsagt eftir að finna fyrir grimmilegum hefndaraðgerðum.


mbl.is Osama bin Laden allur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála, það er með ólíkindum að það þurfi þessi tæpu tíu ár og það eitt segir okkur hvað þetta er langt frá því að geta verið satt!

Sigurður Haraldsson, 2.5.2011 kl. 08:10

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta er bara pólitískt leikrit sem var startað af hvítflibba-mafíu Bandaríkjanna. Það er allavega mín skynjun á þessu stríðsleikriti.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.5.2011 kl. 09:32

3 identicon

Hva, var hann ekki bara nýkominn aftur til Pakistan. Örugglega búin að vera á 5 stjörnu hóteli í Bandaríkjunum síðustu 9,5 ár. Þar hefðu kanarnir aldrei getað fundið hann :)

Eða þetta verður eins og með "Efnavopna Ali", hershöfðingja Saddams Husseins, það var haldinn blaðamannafundur og sýndar myndir af líkinu. Urðu kanarnir svo örlítið hissa þremur mánuðum seinna þegar þeir sprengdu upp hús í Írak, og fundur líkið af Ali "aftur".

Larus (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband