30.4.2011 | 11:11
Verkföll til að dýpka og herða kreppuna?
Varla verður því trúað, að forystumenn innan ASÍ taki sjálfir alvarlega eigin hótanir um verkföll þann 25. maí n.k., svo glóru- og ábyrgðarlausar sem þær eru.
Verkföll hafa aldrei skilað raunverulegum kjarabótum, þar sem með þeim hafa alltaf verið knúnar fram óraunhæfar launahækkanir, sem engin innistæða hefur verið fyrir og einungis leitt til aukinnar verðbólgu og lakari kjara, þegar frá hefur liðið.
Að boða til verkfalla við þær aðstæður sem nú eru í þjóðfélaginu, þar sem hátt í 15.000 manns eru atvinnulaus og þúsundir hafa flutt úr landi til að leita sér lífsbjargar, ásamt því að allur fjöldinn, sem þó hefur einhverja vinnu ennþá, hefur þurft að taka á sig launalækkanir og vinnutímaskerðingu, er svo algerlega óraunhæft að ekkert bendir til að slíkt sé lagt til af neinni alvöru eða meiningu.
ASÍforkólfarnir hljóta að gera sér grein fyrir þessu sjálfir og ættu því að spara stóryrðin, því eftir því sem þau verða stærri um sig verður erfiðara að þurfa að éta þau ofan í sig aftur.
Fyrr í morgun var skrifað á þessa bloggsíðu um þetta ábyrgðarleysi og til að vera ekki að endurtaka það allt, er þeim sem það nenna geta kíkt á pistilinn HÉRNA
Hóta allsherjarverkfalli 25. maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af skrifum þínum dreg ég þá ályktun að þér sé slétt sama um verkalýðsbaráttuna (vonandi er sú ályktun mín röng) - undanfarna áratugi hafa atvinnurekendur skarað eld að sinni köku og hafa komið ár sinni vel fyrir borð á vetvangi stjórnsýslu landins, þetta lið með dyggri aðstoð stjórnvalda hefur með skipulögðum hætti grafið undan réttindabaráttu hins almenna launþega - að sjálfsögðu geri ég mér fulla grein fyrir alvarleika þess að beita verkfallsvopninu og tel að því eigi ekki að beita nema í ýtrustu neyð - engu að síður er ég á því að sú stund sé mjög nærri.........
Eitt enn - fyrsti mai er ekki frídagur verkamanna - hann er baráttudagur verkamanna....
Eyþór Örn Óskarsson, 30.4.2011 kl. 14:12
Eyþór, ég er launþegi og hef verið það nánast alla mína hudstíð og þekki því mæta vel á eigin skinni hverju verkföll hafa skilað mér í "bættri" lífsafkomu.
Þegar samið var um mestar kauphækkanirnar hér á árum áður, eftir harðvítug verkföll, leið ekki langur tími þangað til þær voru horfnar aftur vegna verðbólgunnar, sem þær ollu og stundum voru slíkar hækkanir jafnvel teknar aftur með bráðabirgðalögum, sem reyndar er hætt að beita nú orðið.
Víst eru verkföll vopn, sem réttlætanlegt gæti verið að beita, en að ætla að gera það núna, án þess að reyna einu sinni til þrautar að ná samningum, væri algert ábyrgðarleysi, enda trúi ég ekki að mönnum sé alvara með þessum hótunum.
Axel Jóhann Axelsson, 30.4.2011 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.