Endalaus ósannindi um ESBaðlögunina

Fulltrúum ríkisstjórnarinnar virðist algerlega fyrirmunað að segja satt orð um aðlögun Íslands að ESB, sem reyndar er algerlega andstætt samþykkt Alþingir um viðræður við sambandið um hugsanlega aðild.

Össur Skarphéðinsson er orðinn að athlægi vegna stöðugra ósanninda sinna um þennan gang mála og nú gerir Árni Þór Sigurðsson sig beran að ósannsögli af stærri gerðinni, þegar hann reynir að láta líta út fyrir að sátt og samlyndi hafi ríkt á fundi þingmannanefndarinnar sem hefur með aðlögunina að gera og fundar reglulega um málið. 

Gert var ráð fyrir að nefndin sendi frá sér yfirlýsingu um aðlögun landsins að ESB eftir þennan fund, eins og eftir fyrsta fund nefndarinnar, en gífurlegt ósamkomulag var um innihald og texta þeirrar tillögu að ályktun, sem lögð var fyrir fundinn og samin var í Brussel og send fundinum til afgreiðslu.

Árni Þór reynir með venjulegum ósannindavaðli stjórnarliða að gera lítið úr því báli, sem tillagan olli á fundinum og segir m.a. í viðtali við mbl.is:  "Það var ekki alveg einhugur í hópi Evrópuþingmannanna um þær. Síðan var það þannig hjá okkur að það voru mismunandi skoðanir á því hvort menn ættu að vera að álykta og hversu mikið þannig að það varð niðurstaða okkar formannanna, mín og Gallagher, að leggja það ekki til." 

Árni segir aðeins að ekki hafi verið "alveg einhugur í hópi Evrópuþingmannanna", en þegir yfir því að ýmsir íslenskir þingmenn hafi verið algerlega öskureiðir yfir þeirri tillögu að ályktun sem lögð var fyrir þá til samþykktar.  Vegna þessarar óánægju Íslendinganna drógu formennirnir tillöguna til baka og þorðu ekki að láta reyna á atkvæðagreiðslu um hana.

Það verður að teljast með ólíkindum, ef fulltrúar ríkisstjórnarinnar halda að þeir geti prettað þjóðina inn í Evrópusambandið með hálfsannleik, hreinum lygum og svikum.

Þjóðin er löngu búin að sjá í gegnum blekkingarvefinn.


mbl.is Ákveðið að hætta við að álykta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ósannindavaðallinn í Árna Þór staðfestist í annarri frétt af fundinum, en þá frétt má sjá HÉRNA

Axel Jóhann Axelsson, 27.4.2011 kl. 22:40

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Málið var einfaldlega að þarna voru þeir staðnir að verki í leynimakkinu þar sem varamenn voru vitni í stað nefndarmanna, sem voru fjarverandi. Þetta er búið að vera að plotta í þögn fram að þessu og í ljós kemur að allt, og þá meina ég allt, sem þessi ríkisstjórn hefur verið að gera hefur verið liður í aðlögun að sambandinu áður en menn hafa svo mikið sem sest niður að ræða aðildina. Það er bara unnið eftir ordrum frá Brussel. Helferðarstjórnin hefur sannarlega reynst réttnefni.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2011 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband