27.4.2011 | 15:30
Neyðarlögin björguðu þjóðfélaginu frá algeru hruni
Héraðsdómur kvað í dag upp þann úrskurð að neyðarlögin frá árinu 2008 stæðust íslensku stjórnarskrána, samninginn um evrópska efnahagssvæðið og mannréttindaákvæði Evrópusambandsins. Þetta er gríðarlega góður og merkilegur dómur, sem vonandi og nánast örugglega verður staðfestur af Hæstarétti.
Í dóminum segir m.a: "...Þá verður og að telja, með hliðsjón af þeim aðstæðum sem uppi voru við umrædda lagasetningu, að sóknaraðilar hafi ekki sýnt fram á að aðgerðir þessar hafi gengið lengra en brýna nauðsyn bar til í því skyni að ná því markmiði að forða þjóðinni frá efnahagslegu hruni og tryggja þar með hag hins almenna borgara."
Dómurinn er staðfesting á því, hve gott verk ríkisstjórn Geirs H. Haarde vann á síðustu dögunum fyrir hrun við gríðarlega erfiðar aðstæður.
Það þjóðþrifaverk hafa núverandi stjórnarflokkar þakkað með því að stefna Geir, einum ráðherra síðustu ríkisstjórnar, fyrir Landsdóm.
Þjóðin er reyndar hneyksluð á þeirri svínslegu aðgerð, enda í mikilli þakkarskuld við þá sem björguðu þjóðfélaginu frá algeru efnahagslegu hruni á haustdögum 2008.
Lögmætt markmið neyðarlaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar voru neyðarlögin undirbúin í Seðlabanka ?
Guðmundur Kristinn Þórðarson, 27.4.2011 kl. 16:19
Geir Haarde fer í sögubækurnar fyrir að hafa unnið kraftaverk í hruninu og núverandi ríkisstjórn fer í sögubækurnar fyrir stærsta klúður stjórnmálasögunnar!
Björn (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 16:20
Axel, þessi dómsorð eru fjarstæða sem ekki verður endurtekin í Hæstarétti. Ástæðan er sú, að Neyðarlögin fjalla um tvo algerlega óskylda þætti. Þessir þættir eru:
Ef við hefðum samþykkt Icesave-III-lögin hefði þessu verið öðru vísi háttað. Þá hefðum við verið búin að kaupa forgangskröfur Breta og Hollendinga. Við ættum þá allt undir að forgangskröfurnar fengju sem mest. Þessu er ekki lengur svo háttað og hagsmunir Íslands hafa snúist við.
Mér er sagt að Seðlabankinn og lífeyrissjóðir á Íslandi séu almennir kröfuhafar í þrotabúið. Ef þetta er rétt, þá þjónar það okkar hagsmunum að forgangur sá falli niður sem Neyðarlöginn veita. Þar sem Icesave-draugnum hefur verið bægt frá, eru það okkar hagsmunir að fella niður forganginn og það ætti Alþingi að gera hið snarasta.
Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 16:28
Eigum við ekki að sjá hvernig Hæstiréttur dæmir í þessu máli áður en við fögnum sigri.
Enginn ætlast til þess að þessi eini dómari sem dæmdi þetta mál í héraðsdómi myndi ógilda sérstök neyðarlög Alþingis. Það hefði skapað svo mikla réttaróvissu meðan beðið yrði niðurstöðu Hæstaréttar að það hefði verið óbærilegt.
Mál af þessari stærðargráðu og þessa eðlis er Hæstaréttar að dæma. Hæstiréttur er fjölskipaður dómur sem getur tekið slíkar ákvarðanir.
Við verðum að bíða og sjá hvað Hæstiréttur gerir. Snýr hann úrskurði héraðsdóms eins og hann gerði með gengislánin? Það var líka mál sem héraðsdómur gat í raun ekki dæmt í.
Páll (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 16:34
Guðmundur Kristinn Þórðarson, 27.4.2011 kl. 16:19 Hvar voru neyðarlögin undirbúin í Seðlabanka ?
Ekki spyrja okkur, spyrðu Google. (Allar þessar upplýsingar er að finna í metsölubók ársins í fyrra.)
Björn (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 16:20 Geir Haarde fer í sögubækurnar fyrir að hafa unnið kraftaverk
Drög að neyðarlögunum voru skifuð í viðskiptaráðuneyti Björgvins G. Sigurðssonar sumarið 2008, og fullkláruð undir mikilli pressu dagana 4.-6. október 2008.
Geir Haarde hvað?
Björn (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 16:20 núverandi ríkisstjórn fer í sögubækurnar fyrir stærsta klúður stjórnmálasögunnar
Líklega já. Ég á hrunið allt á PDF svo það má segja að "sögubækurnar" hafi þegar verið ritaðar hvað þetta varðar.
Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 16:28 Mér er sagt að Seðlabankinn og lífeyrissjóðir á Íslandi séu almennir kröfuhafar í þrotabúið
Ef það er rétt þá má segja að við séum þegar að borga þeim IceSave að hluta ef við gefum þetta eftir. Plús auðvitað 300 milljarðana fyrir nýja Landsbankann.
Að þeir skuli hafa leyft sér að heimta meira en það er fyrst og fremst gríðarleg frekja.
Páll (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 16:34 Eigum við ekki að sjá hvernig Hæstiréttur dæmir í þessu máli áður en við fögnum sigri.
Gerum það. Þetta á eftir að fara til hæstaréttar, og eflaust verður gerð krafa um ráðgefandi álit EFTA dómstólsins áður en dómur fellur.
Þó að þetta sé í rétta átt þá er langt frá því að öll kurl séu komin til grafar. Þess vegna er líka algjörlega ótímabært að útdeila heiðursmerkjum til fallinna leiðtoga.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.4.2011 kl. 16:53
Það verður að teljast merkilegt, ef neyðarlögin hafa verið samin í ráðuneyti Björgvins, þar sem hann hefur alltaf haldið því fram að sér hafi verið algerlega haldið utan við alla þátttöku í fundum vegna stöðu bankanna og yfirvofandi falls þeirra.
Kannski hefur hann bara verið skyggn og þess vegna undirbúið neyðarlögin án þess að hafa hugmynd um að þess væri þörf.
Axel Jóhann Axelsson, 27.4.2011 kl. 18:12
Ég hlustaði á viðtal við Ragnar Önundarson á INN þar sem hann lísti því þegar honum var boðið að taka þátt í aðgerðaráætlun um væntanlegt hrun banknna í Seðlabankanum
Guðmundur Kristinn Þórðarson, 27.4.2011 kl. 18:15
Lesið rannsóknarskýrsluna - þar kemur þetta allt fram um undirbúning neyðarlaga. Við þann lestur bregður fljótt skugga á alla hetjuljóma.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 27.4.2011 kl. 20:57
Neyðarlögin voru samin af Neyðarnefndinni (fjármálaráðuneyti, viðskiptaráðuneyti, FME og Seðlabankinn) og Ragnar Önundarson hefur sagt að hann hafi starfað í henni og átt stærstan þátt í gerð Neyðarlaganna.
Í hópi almennra kröfuhafa í þrotabú Landsbankans eru:
Skiki ehf.
Blomstri ehf.
Íslenska útflutningsmiðstöðin hf.
Rakel Óttarsdóttir
Óttar Yngvason
Ekki sé ég Seðlabankann eða lífeyrissjóði, en þeir gætu hafa fallið frá aðild að réttarhöldunum.
Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 21:05
Róið ykkur strákar og fáið ykkur! Lengi lifi lýðræðið!
Lengi lifi bjórinn!
Rúnar (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.