Suðurnesin í kuldanum - en ennþá von á herminjasafni

Í vetur var haldinn ríkisstjórnarfundur á Suðurnesjum með mikilli viðhöfn og þar lagðar fram göfugar áætlanir um atvinnuuppbyggingu á svæðinu, þar á meðal flutning Landhelgisgæslunnar og stofnun herminjasafns á Keflavíkurflugvelli.

Eins og við var að búast af þessari ríkisstjórn hefur ekkert orðið úr neinum framkvæmdum þar suður frá og atvinnuleysi á svæðinu aukist frá því að "atvinnuuppbyggingaráætlunin" var kynnt.

Nú hefur ríkisstjórnin endanlega slegið af allar hugmyndir um flutning gæslunnar á Suðurnes vegna kostnaðar, en undarlegt er að kostnaðaráætlunin skuli ekki hafa verið gerð áður en ríkisstjórnin hélt í grobbferð sína, sem greinilega var farin í þeim eina tilgangi að blekkja Suðurnesjamenn, en atvinnuleysi þar er það mesta á landinu, eða um 15%.

Miklar vonir hljóta að vera við það bundnar suður með sjó, að ríkisstjórnin standi við loforðið um stofnun herminjasafnsins, enda mun það a.m.k. skapa eitt til tvö störf og þar með mun ríkisstjórnin sjálfsagt telja sig hafa gert stórvirki í atvinnusköpun, ekki bara á Suðurnesjum heldur á landsvísu.

Takist að koma á herminjasafni verður það mesta átak í atvinnumálum, sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir á öllum sínum ferli og mun hún þá vafalaust telja sig hafa unnið þrekvirki á því sviði.


mbl.is Landhelgisgæslan ekki flutt í bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Fín grein hjá þér Axel, já það er til furðu að ekki skuli hafa verið gerð kostnaðaráætlunin áður en flaggað var þessu hugmyndum í andlit okkar Suðurnesjamanna.

Friðrik Friðriksson, 27.4.2011 kl. 13:24

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Mér að skaðlausu mættu störfin við þetta hermynjasafn verða 10.   Ráðherranir 10 í Jóhönnustjórninni gætu ráðið sig sjálfa þarna í öll störf.  Það væri þá hægt að manna gamla fangelsið við Lækjartorg fólki sem hefur einhverja burði til þess að draga þjóðina upp úr forinni.

 En ég get svo sem alveg fallist á það, að það væri skepnuskapur við Suðurnesjamenn að senda þennan ófögnuð þangað til langframa.

Kristinn Karl Brynjarsson, 27.4.2011 kl. 13:32

3 Smámynd: Jón Svavarsson

Mikið rétt hjá ykkur piltar, en ég skil ekki heldur hvað verið var að flagga Landhelgisgæslunni, þar er hvert sæti skipað þrautþjálfuðu fólki og engin sæti laus, var þá ríkisstjórnin að gefa það í skyn að það ætti að ráða nýtt fólk í þessar stöður eða hvað, ég hef aldrei skilið þessar hugmyndir. Hinsvegar með nýsköpun eins og hermynjasafn það er mun betra, þá þarf að ráða fólk til að byggja það upp og svo til að reka það áfram, það er SKÖPUN !

Keflavíkurflugvöll væri hægt að gera að betri viðkomustað fyrir flugumferð sem daglega flýgur yfir landið, til að fá þau til að millilenda og kaupa eldneyti og versla í Flugstöðinni og jafnvel bjóða uppá alskyns "Stop over" möguleika, heils í Bláa Lóninu ofl, möguleikarnir eru margir, en það þarf að bjóða uppá skapleg lendingargjöld svo það sé aðlaðandi fyrir flugfélög að koma við í Keflavík því slík millilending gefur þeim líka möguleika á að selja meira í vélarnar og fara aðeins léttari í loftið á upphafsstað ! :-)

Jón Svavarsson, 27.4.2011 kl. 14:18

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Skattar og önnur gjöld á Keflavíkurflugvelli eru komin út úr öllu korti og væntanlega ekki aðlaðandi fyrir flugfélög til millilendingar og hvað þá hvati til að selja farmiða hingað til lands.

Á flugmiða frá Icelandair til London, sem bókaður var á netinu með góðum fyrirvara, var heildarverðið rúmlega 18.000 krónur. Þar af var fargjaldið sem Icelandair fékk tæpar 8.000 kr., en skattar til ríkisins rúmar 10.000 krónur.

Á þessu sést vel hvað skattabrjálæði ríkisstjórnarinnar er komið á alvarlegt stig.

Svo blaðrar þetta lið um að efla ferðaþjónustuna.

Axel Jóhann Axelsson, 27.4.2011 kl. 14:35

5 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Þessi ríkisstjórn ætti að heita SÝNDARMENNSKUSTJÓRNIN. Svona fundahöld ríkisstjórnarinnar með hástemmdum loforðum, sem svo eru öll svikin, fyrst á Suðurnesjum, síðan á Vestfjörðum, og vafalaust eiga þau eftir að taka aðra landshluta líka, eru ekkert nema sýndarmennska. Fundur er haldinn, svo er sér barið á brjóst: Sko hvað við erum dugleg! en ekki er staðið við eitt einasta aukatekið orð.

Magnús Óskar Ingvarsson, 27.4.2011 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband