Er Ögmundur sérstakur yfirsaksóknari?

Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra, flutti þjóðinni þau furðulegu skilaboð úr ræðustóli Alþingis, að hann væri sjálfur verkstjóri þeirra sakamálarannsókna sem nú fara fram hjá embætti Sérstaks saksóknara.

Fram að þessu hefur verið talið að ríkisvaldið væri þrískipt, þ.e. í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald og hvert þessara valdsviða hefði ekki stjórn eða yfirráð yfir hinum, heldur störfuðu algerlega sjálfstætt.Í einræðisríkjum skipa stjórnvöld dómstólunum hins vegar oft fyrir verkum, en slíkt hefur ekki tíðkast í lýðræðisríkjum, fyrr en þá núna að ný skipan þessara mála er tekin upp á Íslandi.

Lokasetning fréttarinnar er einnig afar athyglisverð, en hún hljóðar svona: "Ögmundur sagði, að ýmsar brotalamir væru á rannsókninni, sem menn vildu laga. „En við lögum þær ekki með aðkomu Sjálfstæðisflokksins. Við höfum fengið nóg af slíku."

Þetta er grafalvarleg yfirlýsing frá Innanríkisráðherra á tvennan hátt, sem Ögmundur kemst ekki hjá að skýra betur og hljóta fjölmiðlamenn að ganga eftir þeim skýringum strax á morgun.  Í fyrsta lagi verður hann að útskýra í hverju brotalamir rannsóknanna eru fólgnar og í öðru lagi að hvaða leiti ráðuneyti hans kemur að þessum rannsóknum, eða stjórnar þeim, eins og hann gefur í skin.

Það verður að upplýsa strax hvort Ögmundur Jónasson sé virkilega orðinn Sérstakur yfirsaksóknari. 


mbl.is Stendur vörð um rannsóknina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég leyfi mér að fullyrða það, að aldrei í lýðveldissögunni og jafnvel í þeim hluta heimsins er kenna sig vill við lýðræðislega stjórnarhætti, hefur ráðherra dómsmála talað með öðrum eins hætti.  Það er engu líkara en að hann vilji eyðinleggja allar þær rannsóknir sem að nú eru í gangi.

Kristinn Karl Brynjarsson, 13.4.2011 kl. 19:32

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Við hverju er að búast frá manni sem hefur gjammað í stjórnarandstöðu frá því hann hóf stjórnmálaþáttöku, án þess nokkurn tímann að benda á lausnir. Þegar hann svo komst í feitt, þ.e. stjórn, hefur hann hlaupið út og suður undan merkjum. Nú vill hann gera sig breiðan á kostnað annarra, svona, ja hvað skal segja? Líklega í einhverju hræðslukasti um að honum verði sparkað aftur í stjórnarandstöðu, þar sem hann getur byrjað að gjamma upp á nýtt. 

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.4.2011 kl. 19:43

3 identicon

Hann fetar bara dyggilega í fótspor Putins sem í réttarhöldunum yfir Chodorkovskij lýsti thví yfir ad hann vaeri sekur nokkrum dögum ádur en dómurinn var kvedinn upp!

Samkvaemt upplýsingum frá dómarum í málinu hringdi Putin í hana og skipadi svo fyrir ad Chodorkovskij skyldi daemdur til langrar fangelsisvistar. Aetli fordaemid sé ekki sótt á thessar slódir hjá Ögmundi. Mér fannst hann nú vera kominn ansi naerri " ministerstyre" (heitir thad rádherravald) thegar hann fór ad segja Útlendingastofnun fyrir um daginn.
Thad er nú enn eitt hneykslid ad setja ólöglaerdan mann som yfirmann dómsmála í landinu. Eru einhver fordaemi fyrir thví annars stadar í lýdraedisrikjum? Ég er efins um thad.

S.H. (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 20:00

4 identicon

Viljum við láta Sjallana rannsaka afbrot Sjallana? Auðvitað ekki. Stundum laumast að manni sú hugsun, að stór hluti þjóðarinnar sé ekki aðeins spilltur, heldur einnig heimskur. Nema að hvoru tveggja sé.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 21:09

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Haukur, ne, ei  í báðum tilvikum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.4.2011 kl. 21:14

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haukur, spurningin er algerlega út í hött og í raun algerlega fáránleg. Stjórnmálamenn rannsaka ekki sakamál. Þess vegna er yfirlýsing Ögmundar alveg stórundarleg og hann hlýtur að verða krafinn nánari skýringa á henni.

Það er einkennileg fullyrðing að halda því fram að meirihluti þjóðarinnar se´bæði spilltur og heimskur. Sá sem heldur svona fram virðist hins vegar falla algerlega í þann flokk, a.m.k. hvað varðar seinni hluta fullyrðingarinnar.

Axel Jóhann Axelsson, 13.4.2011 kl. 21:49

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

En einhver undarlegatsi málflutningur manns sem ég hef heyrt í langan tíma, var málfl. Péturs Blöndal í lok kosninganna á þingi, núna rétt í þessu. Mann setur bara hljóðan, ég vona að þingið samanstandi ekki af leyniruglurum af þessu tagi í miklum mæli.

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.4.2011 kl. 22:07

8 identicon

Halló, Axel Jóhann. Stjórnmálamenn rannsaka ekki sakamál. Ertu alveg viss? En hvað verður þegar stjórnmálamenn hafa komið sínum klíkubræðrum fyrir í eftirlitinu og einnig í dómarasætum? Ertu fæddur í gær? Fólkið sem hefur kosið afglapann Dabba aftur og aftur er annað hvort "naive" (látum heimskuna eiga sig) eða gerir það vegna eiginhagsmuna (látum spillinguna eiga sig). Got it?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 22:17

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Heldur þú ekki ef að áhrif Sjálfstæðisflokksins og DO á Hæstarétt væru þó ekki nema helmingurinn af því sem að þú vilt halda fram, að Jóni Ásgeiri hefði ekki verið hent í fangelsi og lyklinum týnt?

Kristinn Karl Brynjarsson, 13.4.2011 kl. 23:03

10 identicon

Kristinn Karl. Jón Ásgeir var búinn að bera mútur í fleiri Sjalla en Samspillingarmenn.

Jón Ásgeir og kall faðir hans voru alltaf Sjallar, það vita sko allir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 23:08

11 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Leggðu saman Haukur, Nei við 300 millum í London, Borgarnesræðu Ingibjargar og yfirlýsingu Össurar um að tengsl Samfylkingarinnar við Baug, hafi ráðið afstöðu flokksins gegn Fjölmiðlafrumvarpinu

Kristinn Karl Brynjarsson, 13.4.2011 kl. 23:18

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haukur, þú varst búinn að sýna vel þinn "hugarheim" strax í færslu nr. 4. Þó þú hafir ekki mikla trú á vitsmunum annarra, þá eru allar líkur á að "gáfur" þínar hafi ekki farið fram hjá neinum, svo alger óþarfi er af þér að margítreka þá afhjúpun.

Axel Jóhann Axelsson, 14.4.2011 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband