11.4.2011 | 13:55
Ítrekaðar árásir Íslands á varnarlaust Bretland
Bresku dagblöðin bregðast misjafnlega við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um þrælalögin, sum segja að Bretar eigi að skammast sín og önnur eru harðorð í garð Íslendinga fyrir að standa á rétti sínum.
Fyndnast er þó þetta, sem mbl.is tekur upp úr leiðarasíðu Daily Mirror: "Þar segir, að nærri 40 ár séu liðin frá þorskastríðunum en Ísland hafi ekkert breyst. Þeir hafi þá farið og rænt fiskimiðum Breta á Norður-Atlantshafi, siglt á breska togara og skorið ítrekað á net þeirra.
Nú eru þeir með sama yfirganginn í garð Breta vegna peninga, sem töpuðust þegar bankakerfið þeirra hrundi og tvívegis neitað í þjóðaratkvæðagreiðslu að endurgreiða féð. Ráðherrarnir okkar verða að sýna samskonar staðfestu og leggja áherslu á, að við viljum fá peningana okkar til baka... með vöxtum."
Það á ekki af smáríkinu Bretlandi að ganga, að þurfa á nokkurra áratuga fresti að verjast árásum og yfirgangi annars eins risaveldis og Ísland er.
Daily Mirror vonast greinilega eftir samúð umheimsins með lítilmagnanum.
Misjöfn viðbrögð breskra blaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:41 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óborganlegt
Eva Sól (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 14:10
Við höfum nú ekki miklar áhyggjur af þessu, er það? Daily Mirror er óttalegt ruslblað: að uppistöðu til kjaftasögur og slúður um "fræga fólkið" og lesendur þess mestmegnis bjórþambandi lágstéttarfólk sem hefur engan áhuga á fjármálum eða alþjóðstjórnmálum.
Telegraph - sem tekur upp hanskann fyrir Íslendinga - höfðar meira inn á millistéttina og vandaðri fréttaskýringar.
Ég missi engan svefn þó gula pressan í Bretlandi rövli eitthvað ... þeir verða búnir að missa áhugann á morgun.
Birgir (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 14:15
Maður er eiginlega farinn að vorkenna aumingja bretunum (með litlu b af ásettu ráði) fyrir að vera alltaf minni máttar í viðureign við stórveldið Ísland.
corvus corax, 11.4.2011 kl. 15:03
Já, nýlenduríkið Bretland sér ekki beint bjálkann í eigin auga..
Jón Flón (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 15:50
Ég tek þetta umsvifalaust sem hrós og er upp með mér.
Þórður Bragason, 11.4.2011 kl. 17:09
Eigum við ekki að fara að safna peningum fyrir þessar elskur af því þeir eru slíkum órétti beittir af stórveldinu Ísland.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2011 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.