Hvað vita Hollendingar, sem við vitum ekki?

Sylvester Eijffinger, prófessor í hagfræði við Tilburg-háskóla og einn ráðgjafa Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands í Icesave-deilunni, segir að eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna muni Íslendingar ekki með nokkru móti fá inngöngu í ESB og ef það er rétt, þá verður slík niðurstaða að teljast mikill bónus til viðbótar öðrum ávinningi þjóðarinnar af höfnun þrælasamningsins.

Annað er þó enn athyglisverðara við það sem maðurinn sagði, en í fréttinni kemur m.a. eftirfarandi fram hjá þessum ágæta manni: "Spurður um það sjónarmið að þrotabú Landsbankans eigi að duga til að bæta Hollendingum og Bretum tjón vegna tapaðra innistæðna á Icesave-reikningnum svarar Eijffinger að þeir hinir sömu lifi í „blekkingu“".

Áður hefur komið fram, að Bretar og Hollengingar hafi hafnar 47 milljarða króna eingreiðslu, sem boðin var til að ljúka Icesavemálinu í eitt skipti fyrir öll, en þeir hafi hafnað slíkum málalokum vegna þess að með því væru ÞEIR að taka allt of mikla áhættu, enda reiknuðu þeir með miklu hærri upphæð frá ríkissjóði, bæði vegna höfuðstóls og ekki síður vegna vaxta á næstu árum og jafnvel áratugum.

Skilanefnd landsbankans hefur haldið því fram, að innheimtuhlutföll útistandandi krafna búsins fari síbatnandi og allar líkur séu til að nægilega góðar heimtur verði til að greiða forgangskröfur Breta og Hollendinga algerlega að fullu.

Hvað vita Bretar og Hollendingar um innheimturnar, sem við fáum ekki að vita?

Í hvaða "blekkingum" lifir skilanefnd Landsbankans? 

 


mbl.is Hóta að standa í vegi aðildar að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Eitt er víst að þeir vita að íslensk stjórnvöld ljúga af þjóð sinni til að reina að bjarga auðmanginu það er á hreinu.

Eitt vita þeir að nú geta þeir ekki logið af hollenskum og breskum almenningi lengur um að íslendingar eigi að borga þetta og verða að viðurkenna valdníðslu sína gagnvart íslendingum að íslenskur almenningur lætur ekki valdníðinga troða sér um tær.      ÞANNIG LÍT ÉG Á ÞETTA

Jón Sveinsson, 11.4.2011 kl. 09:28

2 identicon

Ég er búinn að skemmta mér konunglega yfir frétt þessari, - hún bjargaði alveg deginum.

Fyrir það fyrsta eru Hollendingar að styðja að að NEIið mitt hafi verið rétt. Þeir reiknuðu sem sagt með því að þetta yrði mikill peningaskellur á okkur.

En það besta er að hóta því að standa í vegi fyrir ESB aðild, svona í hefndarskyni. Frábærar fréttir, og styðja það að það átti að láta okkur éta þetta með ormi og öngli til þess að spilla ekki fyrir gloríunni. 

En eins og staðan er, þá er þessi hótun eins skelfileg eins og að hóta manni góðum kvöldverði, hahahahaha.

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 11:20

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég svo hjartanlega sammála Jóni Loga. Alveg frábærar fréttir Ég ljóma allur á þessum mánudagsmorgni.

Og ekki er þetta jákvætt fyrir blessaða ríkistjórnina. Hvernig ætla þau að taka á málum eftir  svona frétt? 

En þetta var svo sem vitað þó þau hafi kannski ekki hugsað um það þegar að þau voru með yfirlýsingar sínar út í þjóðfélagið eftir Icesave kosningarnar.

En eins og staðan er, þá er þessi hótun eins skelfileg eins og að hóta manni góðum kvöldverði, hahahahaha. 

Já! Og ríkistjórnin borgar eða er það ekki?

Guðni Karl Harðarson, 11.4.2011 kl. 12:41

4 identicon

Jón, þú gerir þér grein fyrir að aðild að evropusambandini er klárlega megin þorra landsmanna í hag, vextir lækka myntin verður stöðug og verðlag lækkar, þeir einu sem ekki græða á því eru útgerðarmenn og bændur, þó held ég að bændur byggi sina skoðun á misskilingi, bændur í finnlandi græddu á inngöngu og slikt hið sama gerist hér, það eru spillingar og sérhasmunar öflin sem berjast gegn evrópusambandin til þess að geta plokkað peningana áfram af lansmönnum með okri og spillingu einsog samráð sem aldrei myndi líðast í esb.

joi (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 12:46

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jói, spilling er óvíða meiri en í styrkjakerfi ESB.  Að öðru leyti má umræða um ESBaðild bíða betri tíma, enda alveg óvíst að hún komist nokkurn tíma á dagskrá.

Axel Jóhann Axelsson, 11.4.2011 kl. 13:02

6 identicon

Nei "joi", minn skilningur er annar en þinn. Tökum nú nokkra liði:

Vextir? Þetta er hlutur sem er ákveðinn annars vegar og fylgir markaði hins vegar, og esb gerir það ekki fyrir okkur. Hér var rekin okurvaxtastefna, en þetta er nú á réttri leið.

Myntin? Hún hættir ekki að sveiflast, - evra sveiflast líka, og sveifla milli hennar og dollara er ekki langt því og milli hennar og krónu síðasta árið. Fyrir 20 mánuðum eða svo var evran 180 kr. Minni í dag. Þess utan sveiflast krónan í takt við okkar kerfi. Svo erum við ekkert á leið til þess að "fá" evru, en gætum tekið hana upp einhliða án aðildar eins og nokkrir HAFA gert....ef við vildum.

Verðlag? Sumt lækkar, sumt hækkar. Sumt verðlag í esb er hærra en hér, sumt er svipað. Mjólkin er ódýrari hjá okkur :D

Útgerðarmenn? Þeir verða víst að súpa það að færa minni afla að landi og inn í íslenskan útflutning þegar kollegar þeirra byrja að skrapa hér upp fisk eftir Brusslenskar ákvarðanir um úthlutun á veiðirétti. Enda þarf þjóðin algerlega á minni útflutningi að halda, þar sem hann er byrði á þjóðinni, haha. Reyndar ansi góð tímasetning hjá esb að minna okkur á það að fara að taka sjávarútveginn inn í AÐLÖGUNINA núna s.l. föstudag.

Bændur í Finnlandi? Hundóánægðir. Búinn að lesa fullt af viðtölum við bændur og bændasamtakamenn, og það var ekkert jákvætt í því. Skil ekkert í því...

Spillingin? Séríslensk uppfinning og tíðkast hvergi annars staðar. Betra að treysta á Berlusconi, Sharkozy, og þýsku blokkina, Brown & Darling og Hollendingana :D

En úpps. Þeir ætla ekki að hleypa okkur inn. Reyndar Spánverjar ekki heldur, þar sem að þeim blæddi eftir 200 mílna útfærsluna, og lýstu því yfir að þeir myndu aldrei hleypa Íslendingum inn nema að fá hér skýlaus veiðiréttindi.

Þannig...ekkert vandamál. Ekkert esb

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 13:10

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

ESBumsókn í miðri Icesavedeilu, burtséð frá kostum og göllum aðildar, er pólitískt klúður og stórslys í boði Samfylkingarinnar.  Auk þess eru kröfur ESB, fyrir utan lausn Icesavedeilunnar, þess eðlis að þjóðin hefur lítið þangað að sækja.

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.4.2011 kl. 14:30

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Algerlega sammála þessu, Kristinn Karl. eins og svo oft áður.

Axel Jóhann Axelsson, 11.4.2011 kl. 14:42

9 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Axel,

Þetta verður bara að koma í ljós.  Síðast þegar ég heyrði þá var innheimta skilanefndarinnar einhversstaðrar um 500 milljarðar.  Eitthvað um 200 milljarðar voru fluttir í Englandsbanka eftir að bretar tóku Landsbankann yfir.  Ef ég man rétt þá er talið að endurheimtur í Landsbankanum verði um 1100 milljarðar.  Ég er orðinn svo sósaður í tölum að ég hreinlega man ekki hvað ESB viðmiðunin fyrir Icesave er, minnir að það hafi verið um 650 milljarðar, sel það þó ekki dýrar en ég keypti það.  Ég held ekki að slitastjórnin lifi í blekkingum, en það verður bara að koma í ljós.  Það er mikið loft í þessum erlendu ráðherrum, en nú fer þetta mál bara rétta boðleið eins og það átti að fara í upphafi:)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 11.4.2011 kl. 15:07

10 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þess ber þó að geta að Icesavedeiluna átti að leysa hratt og örugglega með Svavarssamningunum sem Steingrímur skrifaði undir í óþökk hluta eigin þingflokks, þann 5. júní.  Samfylkingin fagnaði hins vegar hinum óséðu samningum, með því að samþykkja þá í þingflokki sínum.

Síðan kom á daginn, eftir að menn höfðu barist fyrir því í einhverjar vikur, að fá að sjá samninginn, að sá samningur sparkaði Versalasamningnum úr efsta sæti, yfir verstu samninga allra tíma.  Indriði H. Þorláksson gerði svo tilraun til þess að slá Svavarssamningnum við, eftir að UK og NL höfðu hafnað fyrirvörum Alþingis við Svavarssamninginn. 

Það er því engin tilviljun að ESBumsóknin var samþykkt þinginu, tæplega einum og hálfum mánuði, eftir að Icesavedeilan átti að vera úr sögunni.

Kristinn Karl Brynjarsson, 11.4.2011 kl. 15:11

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það sem maður vonar núna heitast, er að Hollendingar standi við þá hótun sína að hafna inngöngu Íslands í ESB og helst að þeir krefjist stöðvunar aðlögunarferilsins, fyrst íslensk stjórnvöld sjá ekki sóma sinn í að gera það sjálf.

Axel Jóhann Axelsson, 11.4.2011 kl. 15:15

12 identicon

It's going to court....At last !!!     

Fair Play (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 18:07

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

As it should have !!!

Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2011 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband