10.4.2011 | 12:31
Steingrímur byrjaður að draga úr dómsdagsspánum
Ein helsta röksemd Steingríms J., ríkisstjórnarinnar og annarra talsmanna samþykktar þrælalaganna var sú, að stór hætta væri á því að Moody's myndi lækka lánshæfismat Íslands og þar með yrði nánast lokað fyrir aðgang ríkisins að erlendum fjármálamörkuðum.
Nú, á fyrsta degi eftir kosningar, þar sem þjóðin hafnaði með afgerandi hætti að selja sig í skattaáþján vegna brota óheiðarlegra fjármógúla, dregur Steingrímur J. í land með fyrri fullyrðingar en staðfestir það sem NEIsinnar héldu fram allan tímann, þ.e. að Moody's og lánshæfiseinkunnir þess hefðu ekki mikil áhrif á næstunni.
Samkvæmt fréttinni sagði Steingrímur t.d. þetta, á blaðamannafundi í morgun: "Íslenska ríkið mun ekki eiga í neinum erfiðleikum með að greiða skuldir sínar. Gjaldeyrisforðinn nægir fullkomlega fyrir afborgunum á næstu árum."
Það er auðvitað hárrétt afstaða hjá Steingrími J., að hætta nú bölmóðinum og hrakspánum um framtíðina og fara að segja þjóðinni sannleikann um þau baráttutæki sem þjóðin hefur yfir að ráða í glímunni við endurreisn efnahagslífsins, byrja að tala kjark í þjóðina og máli hennar gagnvart innlendum og erlendum yfirgangsöflum.
Þjóðaratkvæðagreiðslan er að baki og þar með ætti að leggja til hliðar allar umræður um Icesave, enda mun það mál einfaldlega hafa sinn eðlilega gang, hvort sem það fer fyrir dómstóla eða ekki og Bretar og Hollendingar munu fá nánast allt sitt úr búi Landsbankans vegna Neyðarlanganna.
Framtíð lands og þjóðar er björt, en það mun þurfa að hafa fyrir hlutunum, eins og jafnan áður.
Ísland getur greitt skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er góður dagur með nýtt upphaf, jafnvel veðurguðirnir minna á sig með hressilegum meðbyr.
Bergljót Gunnarsdóttir, 10.4.2011 kl. 14:19
Þetta er allt ágæt, en það vantar hugsanlega kúbein til að rífa Jóku og Grím upp úr stólunnum.
Hrólfur Þ Hraundal, 10.4.2011 kl. 17:09
Það blæs svo hressilega að þau gætu næstum fokið og þarf þá ekki kúbein til. Skyldi vera laust pláss í Buskanum?
Bergljót Gunnarsdóttir, 10.4.2011 kl. 20:08
Annars, svona grínlaust, vona ég að allir taki hödum saman, í friði og spekt, við að leya öll aðkallandi vandamál.
Bergljót Gunnarsdóttir, 10.4.2011 kl. 20:11
Það er rétt, Bergljót, að núna þegar þessar kosningar eru að baki og úrslitin liggja fyrir, er bráðnauðsynlegt að hætta karpinu um málið og snúa bökum saman við úrlausn þeirra vandamála sem við er að glíma í þjóðlífinu, gömul og þeim sem úrslitin valda, ef þau verða þá nokkur önnur en þau, sem við hefðu blasað hvort sem var.
Axel Jóhann Axelsson, 10.4.2011 kl. 20:26
Það verður samt að segjast eins og er, að maður fyllist ekki bjartsýni þegar Jóhanna tekur sig til og talar um samstöðu og því síður þegar hún talar um að verja málstað Íslands.
Það er í rauninni súrealískt að sömu stjórnvöld og hafa í samþykkt löglausar kröfur og verið jafnoft gerð afturreka með þær, ætli nú að grípa til varna fyrir íslensku þjóðina, fyrir dómstólum og hafna þessum sömu kröfum.
Kristinn Karl Brynjarsson, 10.4.2011 kl. 22:45
Satt er það, Kristinn Karl, að Jóhanna og Steingrímur J. verða ekki trúverðugir baráttujaxlar fyrir íslenskum hagsmunum í þessu máli í framhaldi af frammistöðu sinni fram að þessu.
Súrrealískt er nákvæmlega rétta lýsingarorðið.
Axel Jóhann Axelsson, 10.4.2011 kl. 23:14
Strákar, bökin saman!
Bergljót Gunnarsdóttir, 10.4.2011 kl. 23:57
Það hefur yfirleitt ekki staðið á stjórnarandstöðunni að koma að hinum ýmsu málum sem að þurft hefur að taka á hér í þjóðfélaginu. Hins vegar, hefur það oftar en ekki farið svo, að aðkoma stjórnarandstöðunnar, er öðru fremur hugsuð til þess að bæta upp sundurlyndið í ríkisstjórninni, frekar en að koma með einhverjar tillögur sem gætu virkað.
Sagan er ekki beint hliðholl líkunum á því að stór orð Jóhönnu og Steingríms um samvinnu og samstöðu, séu einhvers virði.
Kristinn Karl Brynjarsson, 11.4.2011 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.