7.4.2011 | 12:59
Harður, en góður dómur
Baldur Guðlaugsson, fyrrv. ráðuneytisstjóri, hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi fyrir innherjasvik með sölu hlutabréfa sinna í Landsbankanum, skömmu fyrir fall hans, enda taldi dómarinn að Baldur hefði búið yfir upplýsingum sem almenningi voru huldar um stöðu bankans og að hluthöfum hans yrði ekki bjargað, þegar og ef bankinn færi á hausinn.
Baldur er í raun smápeð í þeirri ótrúlegu fjármálaskák sem tefld var í aðdraganda bankahrunsins og sú upphæð sem hans "viðskipti" snerist um, séu algerir smáaurar miðað við fjármálagerninga aðalleikara þeirrar refskákar allrar. Því verður þessi dómur að teljast nokkuð harður, en þó góður og sanngjarn og gefur vísbendingu um að ekki verði tekið neinum vettlingatökum á þeim sem stærri og meiri brot frömdu á árunum fyrir bankahrun.
Vegna þess hve hægt hefur gengið í rannsóknum meintra sakamála, tengdum banka- og útrásargengjunum, hefur almenningur haft á tilfinningunni að réttvísin myndi ekki ná fram að ganga gagnvart þessum kónum, en dómurinn í dag mun auka bjartsýni á að réttlætið muni ná fram að lokum.
Dómurinn í dag, sem vonandi verður staðfestur í Hæstarétti, gefur tóninn um langa fangavist þeirra sem dæmdir verða að lokum fyrir "bankaránin innanfrá" og þá munu ýmsir sem hátt hafa hreykt sér fram að þessu, þurfa að beygja hné og höfuð í skömm sinni, án þess þó að viðurkenna nokkurn tíma sekt sína.
Niðurstaðan er sem sagt sú, að dómurinn er vísbending um að þeir sem komu þjóðinni á kaldan klaka muni að lokum fá makleg málagjöld.
Baldur í 2 ára fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Harður dómur????
Iss, hann tekur þetta út í fríum og svona, heggur kannski út styttur eins og annar glæpahundur sem við könnumst við úr stjórnsýslunni.
Hlægilegur dómur; Maðurinn er í ábyrgðarstarfi, nýtir sér innherjauppl...
Ég myndi segja svona 10 ár + að allar hans eigur verði gerðar upptækar
doctore (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 13:12
Sleppur út eftir eitt ár!
En vonandi verða aðrir dómar ekki vægari en 6 ár, allt gert upptækt og svo himinháar sektir í ofanálag!
Björn (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 13:26
Vittu til Axi....náhirðin á eftir að sýkna hann...ég vil bara að öll eimreiðin verði sótt til saka.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 13:56
Góð færsla Axel,það er vonandi að það náist í hina sem raunverulega urðu valdir af að bankar og fyrirtæki voru rænd innan frá og þeirra refsing verði í samræmi við þennan dóm.
Ragnar Gunnlaugsson, 7.4.2011 kl. 14:17
Hæstiréttur leysir vandann. Annað hvort sýkna þeir hann, sem er kannski óvíst að þau þori, ellegar það sem líklegra er að rétturinn vísi málinu frá vegna einhverra formgalla. Þau eru snillingar í að finna svoleiðis örður ef þau þurfa að frelsa einhvern briddsfélagann.
Bókabéus (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 14:26
Já ég er sammála nokkuð harðurdómur miðað við upphæðir. Höfum við pláss til að hýsa restina sem er ódæmd í öll þau ár sem þeir koma til með að fá. Og annað sem mig langar að segja. Frekar finnst mér það rýrt í roðinu að "sérstakur" skuli aðeins vera búinn að finna einn opinberan starfsmann sem hefur ekki spilað samv. leikreglum, hvenær ætlum við að veita fyrrverandi stórmennunum á fjármálasviðinu frítt húsnæði með útsýni yfir fjörðinn. Gs.
Guðlaugur (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 14:36
Ég er á þeirri skoðun og sennilega verður Baldur, og kannski Geir Haarde, þeir einu sem verða dæmdir vegna bankahrunsins.
Þið megið trúa því gott fólk, að aðalútrásarsukkarnir, þe. Jón Ásgeir og félgar, Kaupþingssukkararnir, Landsbankaforkólfarnir, þeir sem tæmdu Íslandsbanka og fleiri, verða aldrei dæmdir. ALDREI.
Þessir aðilar munu sleppa frá skuldum sínum og skyldum og lifa góða lífi erlendis í mörg á þeim peningum sem þeir sviku út úr þjóðinni.
Á meðan þurfum við hin, almenningur í landinu, að lepja dauðann úr skel hér heima og borga skuldir þeirra í formi hærri skatta í niðurskurðarsamfélagi og lakari lífskjörum.
Svo er það spurning hvort að það eigi ekki að lögsækja þá Össur Skarp og Árna Þór Sigurðsson, en þeir seldu stofnfjárbréf sín í SPRON rétt áður en að almenningur var plataður til að kaupa hluti í SPRON.
En það verður ekki gert í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það þarf stjórnarskipti svo að þessir þingmenn verða dregnir fyrir dóm.
Páll Fr. Kristinsson (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 14:54
Baldur mun sleppa mjög létt út úr þessu. Hæstiréttur mun sjá um það.
Allir vita hvernig Hæstiréttur er skipaður.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 16:37
Það er í sjálfu sér mjög þungur dómur, tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi og eignaupptaka upp á yfir hundraðognítíumilljónir króna, að viðbættum málskostnaði, sem var eitthvað á fimmtu milljón.
Svo byrjar auðvitað söngurinn um að Hæstiréttur muni auðvitað sýkna manninn, vegna þess að dómarar við réttinn séu svo spilltir og að þar sitji einhverjir mestu glæpamenn landsins, sem ekki geri annað en að sýkna vini sína, ættingja og spilafélga. Meira endemis rugl sér maður ekki eða heyrir, enda aldrei bent á dæmi, sem sanna fullyrðingarnar.
Almenningur fagnar og dásamar Hæstarétt, þegar hann dæmir í samræmi við niðurstöður dómstóls götunnar, eins og t.d. varðandi "erlendu lánin", en um leið og upp er kveðinn dómur sem ekki fellur að dómstóli götunnar, þá hefjast árásiranr á réttinn umsvifalaust.
Bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur eiga eingöngu að dæma eftir lagatexta, en ekki neinum tilfinningum eða eigin skoðunum á mönnum og málefnum og gera það að sjálfsögðu í öllum tilfellum.
Stundum koma upp mál, þar sem Hæstiréttur snýr við dómum frá Héraðsdómi, en þá verður að taka tillit til þess að Hæstiréttur er fjölskipaður dómur, en í Héraðsdómi dæmir yfirleitt aðeins einn dómari og því geta komið upp mismunandi sjónarmið um lagatúlkanir.
Í Hæstarétti sitja fremstu lögspekingar landsins, með mikla reynslu að baki, bæði af almennum lögfræðistörfum og dómarastörfum og dómum Hæstaréttar verður ekki áfrýjað. Fólk getur haft sínar skoðanir á niðurstöðum dómstóla, en þetta sama fólk hefur oft og tíðum ekkert lært í lögfræði og hefur því engar forsendur til að rakka dómstólana niður, þó sjálfsagt sé að ræða og bollaleggja um niðurstður.
Slíkar umræður um dóma þurfa að vera fordóma- og ofstopalausar og í raun og veru er það ábyrgaðrhluti að kynda undir vantrausti á réttarfarinu í landinu og er ekki til neins annars en að kynda undir upplausn og lögleysu í landinu.
Axel Jóhann Axelsson, 7.4.2011 kl. 17:47
Dómurinn yfir Baldri er góð vísbending um að fleiri úr hrunstjóraliðinu muni fá verðskuldaða dóma.
Hann er síst of þungur og vonandi fá fleiri úr Eimreiðarhópnum að sitja bak við lás og slá.
Verst er þó ef leiðtogi þeirra, sem nú situr í Hádegismóum, sleppur við refsingu fyrir illgjörðir sínar.
Sverrir Kr. Bjarnason (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 18:04
Það þarf oft ekki mikið til að lægstu hvatir manna brjótist fram og margir hafa ekki einu sinni vit á að bæla þær innra með sér, eins og sést glöggt af nokkrum innleggjum hér að ofan, ekki síst þessu nr. 10
Axel Jóhann Axelsson, 7.4.2011 kl. 18:14
Ég er alls ekki sammála þér, Axel, um að þetta sé harður dómur. Ég tel hann vera mjög í vægari kantinum þegar refsiramminn fyrir svona brot er 6 ár. Á það ber einnig að líta að Baldur var í opinberu trúnaðarstarfi þegar brotið var framið og á það að metast til refsiþyngingar. Að þessu virtu hefði mér þótt rétt að dæma hann til 4 ára vistar í fangelsi með von um að sleppa út eftir svona tvö og hálft ár.
Magnús Óskar Ingvarsson, 7.4.2011 kl. 19:29
Axel, ég vísa til númer 11, þar sem þú talar um „lægstu hvatir“ og bendir á færslu nr. 10. Allt í lagi með það, en hvar í lághvataskalanum staðsetur þú þær hvatir Baldurs, sem fengu hann til þeirrar sviksamlegu háttsemi, sem hann nú hefur verið dæmdur frekar vægt fyrir?
Magnús Óskar Ingvarsson, 7.4.2011 kl. 19:34
Magnús, mér finnst þetta harður dómur, en þó réttlátur og góður, miðað við að þetta brot er "smámál" miðað við þau mál sem tengjast hinum raunverulegu banka- og útrásargengjum, en þar er um tugi og hundruð milljarða króna að tefla og því miður býður refsiramminn líklega ekki upp á ævilangt fangelsi og því er auðvitað ekki hægt að dæma mann eins og Baldur, sem ekki tók beinan þátt í "bankaránunum" til allra þyngstu refsinganna.
Hámarksrefsingarramminn verður þó líklega og vonandi notaður, þegar þar að kemur og við á.
Axel Jóhann Axelsson, 7.4.2011 kl. 19:37
Magnús aftur, innlegg þitt nr. 13 small hér inn á meðan að ég var að svara nr. 12.
Ég staðset hvatir Baldurs til að fremja sína sviksamlegu háttsemi á svipuðum stað og dómarinn gerði.
Axel Jóhann Axelsson, 7.4.2011 kl. 19:40
Sammála þér Axel um Hæstarétt. Það er sorglegt hvernig fólk í ábyrgðarstöðum reynir að gera hann tortryggilegan og segja að hann sé pólitískur. Eru menn búnir að gleyma því þegar Baugsmenn voru dæmdir nánast saklausir og Hannes Hólmsteinn fyrir ritstuld.
Þorsteinn Sverrisson, 7.4.2011 kl. 20:40
Ég vorkenni honum ekki neitt. Við sem tókum upp veskin og borguðum hlutabréfin okkar, töpuðum öllu okkar, vegna þess að það var logið að okkur um stöðu bankanna. Ég vil nú leifa mér að trúa því, að okkar æðsti dómstóll taki rétt á málunum þangað annað kemur í ljós!
Eyjólfur G Svavarsson, 7.4.2011 kl. 21:43
Eyjólfur, ekki er ég að vorkenna honum, enda er hann að fá málagjöld í samræmi við gjörðir sínar.
Axel Jóhann Axelsson, 7.4.2011 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.