"Bæjarins bestu" að öðlast heimsfrægð

Minnsti veitingastaður landsins og einn sá elsti er um það bil að öðlast heimsfrægð, en Victoria Haschka, matar- og ferðapistlahöfundur, fer fögrum orðum um þennan íslenska þjóðarrétt og mekka hans, pylsuvagninn við hafnarbakkann í Reykjavík.

Áður höfðu "Bæjarins bestu" öðlast sínar 15 mínútur af frægð í heimspressunni, þegar Bill Clinton þáði þar veitingar í heimsókn sinni hingað til lands um árið, en að vísu þurfti hann að fara í hjartaþræðingu skömmu síðar, en engar sannanir hafa fundist fyrir því að SSpylsan hafi átt þar nokkra sök.

Þessi ágæti pylsuvagn er búinn að þjóna Reykvíkingum í áratugi og pylsurnar þar hafa eitthvert alveg sérstakt "leynibragð", sem engum öðrum tekst að jafna og því á staðurinn sinn trausta viðskiptahóp, eins og biðröðin sem þar er alla jafna sýnir glöggt.

Vonandi mun þetta frábæra pylsuveitingahús fá að standa óhreyft á sínum stað í marga áratugi ennþá og veita gleði, birtu og yl inn í hjörtu bæjarbúa. 

Hátíðlegri en þetta getur umsögn um veitingastað varla orðið. 

Takk fyrir mig.


mbl.is Íslenska pylsan slær í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Svo sannarlega mætti þetta frábæra pylsuveitingahús standa óhreift. Vonum að fullt af útlendingum lesi greinina og röðin í vagninn lengist enn verulega!

Það er ýmislegt sem við íslendingar eigum sem við getum verið stoltir af. Tökum tildæmis Hestinn okkar.

Guðni Karl Harðarson, 5.4.2011 kl. 09:09

2 identicon

Umfjöllunin á matarvef Huffington Post er mjög skemmtileg. En hún er sönn og rétt lýsing á matarmenningu að vísu ekki allri! Margar þjóðir eru þekktar fyrir mikla fjölbreyttni í pylsugerð. nefna má þjóðverja Gleymum því ekki að skyndibitinn er mikilvægur í ferðaþjónustu.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 09:36

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sammála þér Hrafn ég las greinina alla og hafði gaman af

Guðni Karl Harðarson, 5.4.2011 kl. 09:44

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er auðvitað rétt, að margar þjóðir eiga ríka hefð fyrir alls kyns pylsum og því er skemmtilegt að þessi einfaldi íslenski pylsuréttur skuli fá svona jákvæða umfjöllun frá erlendum matgæðingi, þó við Íslendingar höfum kunnað að meta "Bæjarins bestu" áratugum saman.  Reyndar er pylsuvagninn afar vinsætt á meðal erlendra ferðamanna, eftir því sem manni hefur sýnst, þegar maður kemur þarna við.

"Bæjarins bestu" freista manns oft, þegar maður á leið framhjá, þó hungur sverfi ekkert að.  Þá fær maður sér bara eina, ánægjunnar vegna.

Axel Jóhann Axelsson, 5.4.2011 kl. 09:56

5 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

ég er alveg sammála þeim sem skrifa hér á undan, að Bæjarins Bestu hafa um langa hríð borið höfuð og herðar yfir pylsuvagnamenningu okkar íslendinga, en kanski má segja "að hverjum finnist sinn fugl fagur" og þó ég njóti þess að fá mér eina og jafnvel tvær ef ég er hvort eð er að stússast í miðbæ Reykjavíkur - þá get ég alveg setið á mér ef ég er á heimleið - við höfum nefnilega einn frábærann pylsuvagn við brúarsporðinn á Selfossi............

Eyþór Örn Óskarsson, 5.4.2011 kl. 11:22

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Pylsuvagninn,Bæjarins bestu er heilagur. Ég hef verslað þar síðan ég var 9 ára svo það eru orðin 61 ár. alltaf með bestu pylsurnar!

Eyjólfur G Svavarsson, 5.4.2011 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband