Opinn og gagnsær Jón Bjarnason

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, er jafn óútreiknanlegur og veðrið þegar hann svarar spurningum fréttamanna um störf sín.

Vilji hann ekki svara spurningum, talar hann um veðrið, öskuna á suðurlandi eða svarar bara einhverju algerlega út úr kú, sem tengist umræðuefninu hverju sinni ekki neitt.

Fréttin á mbl.is endar svo á þessum orðum:  "Aðspurður hvort hann teldi að frumvarpið liti dagsins ljós á yfirstandandi þingi svaraði Jón engu og gekk á brott."

Væntanlega er þetta háttarlag ráðherrans í fullu samræmi við það mottó ríkisstjórnarinnar að öll mál skuli "vera uppi á borðum" og "opin og gagnsæ".


mbl.is Svarar engu um frumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Kannski er betra að þegja en að ,,ljúga"? Þó svo að þögnin í þessu tilfelli, þýði væntanlega að langur vegur sé frá því að um þetta mál sé samstaða í ríkisstjorninni. 

Það er nú ekki hægt að fullyrða að öll svör ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, séu sannleikanum samkvæm.  Þannig að kannski ættu þeir allir að þagna. (Fara frá)

Kristinn Karl Brynjarsson, 1.4.2011 kl. 14:20

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Undir þetta má taka heilshugar.  Sennilega er langbest að ráðherrarnir þegi sem mest, þangað til þeir yfirgefa stólana.

Þögn þeirra myndi minnka væntingar um að þeir væru um það bil að gera eitthvað "í næstu viku".

Axel Jóhann Axelsson, 1.4.2011 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband