Icesaveþrældómur til að niðurgreiða vexti?

Fulltrúar ýmissa atvinnufyritækja hafa myndað áróðurshóp til að berjast fyrir samþykkt þrælasamningsins um Icesave þann 9. apríl n.k. Helsta röksemd þessa hóps er sú, að með því verði hægt að kaupa aðgang að ódýrara lánsfé frá erlendum lánastofnunum.

Það verður að teljast mikil bíræfni að ætlast til þess að íslenskir skattgreiðendur selji sjálfa sig í þrældóm til að greiða erlendar skuldir óreiðumanna, til þess að íslensk fyrirtæki geti tryggt sér eitthvað ódýrari lán í útlöndum en ella væri. Með því væru íslenskir skattaþrælar að niðurgreiða vaxtakostnað fyrirtækja, sem síðan halda því fram að lægri vaxtakostnaður verði nýttur til að greiða þrælunum örlítið hærri laun.

Icesavemálið er í rauninni ekkert flókið, heldur þvert á móti sáraeinfalt. Engin lög eða reglur, hvorki í Evrópu eða hér á landi gera ráð fyrir ríkisábyrgð á slíkum reikningum og því algerlega út í hött að samþykkja slíkt núna. Þar að auki er þetta prinsippmál sem hafa mun verða víðtæk fyrirmynd um alla Evrópu, þegar bankar fara að falla þar eins og útlit er nú fyrir að verði innan skamms.

Skatta Íslendinga á ekki að nota til að niðurgreiða vexti fyrirtækja, sem segja slíkan þrældóm grundvöll launahækkana á næstu árum.

Þá er betra að halda haus, vera á lágu laununum eitthvað áfram og fyrirtækin greiði þá vexti sem þeim stendur til boða, án þrælasölunnar.


mbl.is Fjörugar umræður um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hafa verkalýðsforingar leyfi til að hvetja landsmenn að segja já við Icesave? Hefður það verið sammþykkt á félagsfundum? Eða er nóg fyrir þá að hafa þessa einkaskoðun?

Sigurður I B Guðmundsson, 24.3.2011 kl. 22:23

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Esa hefur gefið í skyn, að samþykkt samningsins, þýði ekkert endilega að málið verði látið niður falla.  Vegna þess að áminningarbréfinu hefur ekki verið svarað, þá er íslenskum stjórnvöldum, nær ómögulegt að andmæla því, verði sagt já 9. apríl.

Icesavesamningurinn, bætir ekki meint samningsbrot að fullu.  Ofur-innistæðueigendurnir hafa ekki fengið allt sitt.  Ríkisábyrgð, án andmæla við ESA er í raun ,,játning" á meintu samningsbroti. 

 Það gæti því alveg eins,  verið von á lögmönnum þessara ofur-innistæðueigenda, hingað upp eftir á næstu mánuðum. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.3.2011 kl. 22:34

3 identicon

Góður punktur Kristinn Karl.Sannast hið fornkveðna.Sókn er besta vörnin.En þetta hlýtur að vera gömul frétt.Var að fara inn á þessa síðu og talan  er 3045.Skora á alla "Áhættufíkla"(þar er ég að tala um þá sem ekki eru algjörir aumingjar)að segja NEI og aftur NEI og skrá sig á síðuna.Við munum ALDREI borga.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband