Jafnréttisráðherra brýtur jafnréttislög

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, gengdi lengi embætti félagsmálaráðherra og hafði þá jafnréttismálin á sinni könnu og við uppstokkun ráðuneyta lét hún flytja þann málaflokk yfir til sín í Forsætisráðuneytið, vegna þess að hún þóttist manna hæfust til að sinna honum svo vel færi.

Ekki hefur þó tekist betur upp hjá henni en svo, að Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að ráðning hennar á skrifstofustjóra hjá Skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í Forsætisráðuneytingu, hafi verið lögbrot þar sem kona hafi verið hæfari til starfsins, vegna meiri menntunar og reynslu.

Þetta er að sjálfsögðu gífurlegur áfellisdómur yfir Jóhönnu Sigurðardóttur, en segja má að ekki sjái á svörtu, því þessum arma Forsætisráðherra virðist algerlega fyrirmunað að gera nokkurn hlut rétt í starfi sínu.

"Minn tími mun koma" sagði Jóhanna um árið og þjóðin býður óþreyjufull eftir því að sá tími líði hjá, svo hægt verði að hefja nýtt og betra tímabil í íslenskum stjórnmálum.


mbl.is Jafnréttislög brotin við ráðningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Já ég er þér hjartanlega sammála.

Jón Sveinsson, 23.3.2011 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband