Icesave og hagvöxturinn

Hagvöxtur hefur verið mun minni en ríkisstjórnin hafði spáð og reyndar gumað sig af þangað til hagtölur birtust um annað og það sem meira er, er að nú þegar er farið að draga úr hagvaxtaspám fyrir þetta ár, eða úr 3,2% í 1,9%.

Í vikunni sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að hvert prósent í hagvexti skilaði þjóðarbúinu 15 milljarða tekjum og það sem uppá vantar í hagvexti, miðað við spár og fyrirætlanir, skiptir því tugum milljarða króna. Tekjutapinu vegna baráttu ríkisstjórnarinnar gegn atvinnuuppbyggingu þarf síðan að mæta annaðhvort með enn meiri niðurskurði ríkisútgjalda en þegar er orðið, eða með miklum skattahækkunum ofan á skattahækkanabrjálæðið sem þegar hefur bitnað á þjóðinni.

Ofan á allt þetta krefjast Jóhanna og Steingrímur þess, að þjóðin gangist undir viðbótarskattaþrældóm fyrir Breta og Hollendinga vegna krafna sem almenningi eru óviðkomandi, fyrir upphæð sem enginn veit hvort verður 60 milljarðar króna eða 240 milljarðar.

Jafnvel þó miðað sé við lægstu upphæðina, jafngildir hún 4% töpuðum hagvexti, sem aftur þýðir enn meiri niðurskurð ríkisútgjalda og skattpíningu. Aldrei er minnst á það einu orði í áróðrinum fyrir samþykkt þrælalagannna hvaðan eigi að taka peningana til að greiða þessa ólögmætu kröfu, þvert á móti er því vandlega haldið utan umræðunnar hvílíkar álögur hér er um að ræða fyrir væntanlega skattaþræla hér á landi.

Verði skattaþrældómurinn samþykktur þann 9. apríl, þarf að reiða fyrstu greiðslu af hendi strax um miðjan apríl og nemur hún um 26,1 milljarði króna. Það vantar algerlega að útskýra hvernig í ósköpunum mönnum dettur í hug að bæta þessu ofan á allt það sem ríkissjóður þarf raunverulega að standa skil á.

Varla verða þeir teknir undan kodda fjármálaráðherrans, enda blankheitin á ríkissjóði svo mikil um þessar mundir að líklega er ekki einu sinni neinn koddi fyrir hendi lengur.


mbl.is Viðkvæm staða ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ekki gleyma að: 26 milljarðar=TuttuguogsexÞÚSUNDMILLJÓNIR.

Sigurður I B Guðmundsson, 19.3.2011 kl. 09:28

2 identicon

Ég segi eins og Gnarr - Ég skil þetta ekki - er ekki þrotabú Landsbankans með eignir, sem eru að verðgildi hátt upp í Icesaveþjófnaðinn? Af hverju eru þær ekki seldar? Af hverju er ekkert gert, bara þruglað og ruglað á þessu volaða Alþingi? Þarf ekki skuldin að vera einhver FÖST tala, til þess að hægt sé að samþykkja greiðslurnar? Ég segi eins og Gnarr - Ég skil þetta ekki.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 11:29

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 

Engu við að bæta hér Axel ! skýrt og skorinort, ekki síst þetta með "koddann" hans Steingríms  það eru nefnilega ótrúlega margir sem halda að ríkissjóður sé eitthvað annað en sameign allrar þjóðarinnar, eitthvað sem lifir sínu eigin lífi og geti tekið á sig allskyns skuldbindingar án þess það komi niður þegnum landsins.

En hafandi sagt það þá er eimitt þessi hugsunargangur  því miður ríkjandi hjá allt of mörgum pólítíkusum einnig, að um leið og þeir eru komnir í embætti, kosnir af almenningi til að vinna fyrir samfélagið, þá líta þeir á "koddann" og það sem undir honum kann að vera sem verkfæri til að uppfylla sína eigin votu drauma um völd og frægð, svo fylgja þeir "heittrúuðu" í blindni án þess einu sinni að spyrja "hversvegna"?? enda hjálpar ekkert að spyrja, svarið er sem oftast "afþvíbara" eða eitthvað álíka rökfast.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 19.3.2011 kl. 12:23

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Vaxtakostnaður islenska ríkisins vegna Icesave, er óafturkræfur nema þrotabú Landsbankans nái auk þess að greiða forgangskröfur vegna Icesave, að greiða flest allar þær kröfur sem á þrotabúið eru nú þegar. Kröfur vegna vaxtagreiðslna eru alla jafna afgreiddar með þeim síðustu í uppgjöri þrotabúa.  

Það eina sem að breytt gæti því væri ný lagasetning.  En menn þurfa ekki fjörugt ímyndunnarafl, til þess að gera sér grein fyrir því, hvaða afleiðingar slík lagasetning gæti haft.  Ég efast um að nokkur kröfuhafi tæki því þegjandi og hljóðalaust, væri farið í breytingar á uppgjörsreglum þrotabúsins í miðju uppgjöri þess.  

Afleiðingar þess væru, málaferli á málaferli ofan og tafir á tafir ofan á greiðslur úr þrotabúinu og stighækkandi vaxtagreiðslur íslenska ríkisins vegna tafanna.

Kristinn Karl Brynjarsson, 19.3.2011 kl. 12:46

5 identicon

Góður pistill. Mér finns svolítið gleymast að í vikunni sem er að líða féll Nikkei vísitalan um 11% sem hafði þau áhrif að verðmæti eignasafns Landsbankans rýrnaði um 4-6% eða sem samsvarar 60.milljörðum. Ég sá ekki samninganefndina koma saman í beinni útsendingu og tilkynna þjóðinni hvað hefði gerst bara á einni nóttu. Og það eru fleiri nætur eftir með okkar stöðuga gengi sem ég veit að þið allir sem eruð á netinu og blogginu, hefur aldrei getað verið stöðugt í langan tíma. Þessi samningur er stórhættulegur og fjandsamlegur þjóðinni. Þetta er lagalega rangt. Þetta er siðferðislega rangt. Við látum ekki kúga okkur til þessa ógjörnings. Nei þýðir Nei.

Kveðja

Sigurður Hjaltested (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband