Hroki hjá Samtökum verslunar og þjónustu

Þegar samtök atvinnurekenda og reyndar önnur samtök halda þing sín er venjan að formaður viðkomandi samtaka ræði þau málefni sem að hans félagsskap snýr og ræðir jafnvel þjóðmálin í víðu samhengi og sendir skilaboð til ríkisstjórnar hvers tíma um þau atriði sem betur mættu fara frá sjónarhóli þeirra samtaka sem þinga í það og það skiptið.

Samkvæmt viðhangandi frétt virðist Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, ekki hafa haft margt að segja um hagsmunamál sinna eigin samtaka, heldur hafa varið ræðu sinni á fundi samtakanna aðallega til að úthúða bændum og þeirra afstöðu til sinnar eigin atvinnugreinar og ekki sparað til þess stóru orðin.

Að því loknu virðist hún hafa talið sig hafa vald til að endurskipuleggja stjórnmálaflokkana í landinu, ásamt því að skipa nýja ríkisstjórn, en m.a. kemur þetta fram í fréttinni: "Hún sagði einnig að breyta þurfi um í ríkisstjórnni og ríkisstjórnarflokkarnir þurfi að stokka upp í forystusveitinni. Hún sagðist sjá þá kosti helsta, að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn myndi nýja ríkisstjórn eða að Sjálfstæðisflokkur gangi til liðs við núverandi stjórnarflokka.Þá sagði hún, að forgangsverkefni þjóðarinnar nú sé að tryggja að þjóðin segi já í atkvæðagreiðslu um Icesave 9. apríl."

Ekki er fullljóst hvort formannsembættið í Samtökum verslunar og þjónustu hefur stigið Margréti svo til höfuðs að hún telji sig þess umkomna að stjórna öllu landinu og miðunum með, eða hvort þetta sé bara hroki og yfirgangssemi, ásamt afskiptasemi af því sem kemur hennar samtökum ekkert við. 

 


mbl.is Skjaldborg um kerfi sem allir tapa á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margrét verður bara að átta sig á því að það er mikilvægara að halda uppi eigin landbúnaði, stunda sjóinn, framleiða ál o.s.f hennar verslunar og þjónustustörf flokkast undir svona hliðar störf sem fylgja bara með. Svo hvað er þessi kerling að rífa sig

valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 20:41

2 identicon

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Fjármálaeftirlitið sendi frá sér 2009.

"Í kvöldfréttatíma Sjónvarpsins hinn 8. september 2009 var talað við Margréti Kristmannsdóttur, formann Samtaka verslunar og þjónustu, sem sagði að Fjármálaeftirlitið hefði EKKERT að athuga við setu fyrrverandi stjórnarmanns í Kaupþingi í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Fjármálaeftirlitið vill gera athugasemd við þessi orð. Skipun stjórnarmannsins er til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu og hefur eftirlitið því ekki lokið athugun sinni á því hvort viðkomandi stjórnarmaður er hæfur til að sitja í stjórn lífeyrissjóðsins þar sem einungis eru rúmar tvær vikur síðan fullnægjandi gögn um stjórnarmanninn bárust eftirlitinu".

MBL fréttir 24. 09. 2009.

"Brynja Halldórsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi banka, hefur sagt sig úr stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna af ótilgreindum ástæðum.

Viðbúið er að Lífeyrissjóður verslunarmanna tapi háum fjárhæðum á falli Kaupþings og tengdum fyrirtækjum. Af þeirri ástæðu vöknuðu spurningar um hæfi Brynju til setu í stjórn lífeyrissjóðsins. Samtök verslunar og þjónustu skipuðu Brynju í stjórn lífeyrissjóðsins og sagði formaður samtakanna í fréttum RÚV hinn 8. september sl. að Fjármálaeftirlitið hefði ekkert við skipan Brynju að athuga.

Samkvæmt upplýsingum frá FME er hæfi Brynju enn til athugunar hjá stofnuninni og í hefðbundnu ferli, en stofnunin úrskurðar um hæfi stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum.

Brynja Halldórsdóttir staðfesti við Morgunblaðið í gær að hún væri ekki lengur í stjórn lífeyrissjóðsins en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti".

Margrét Kristmannsdóttir var 7. maður á lista Samfylkingar í Reykjavíkur suður. Fyrrverandi varaformaður VR.

Finnst nokkrum það skrítið að þessi manneskja vilji að þjóðin borgi fyrir Icesafe?

Ekki mér. NEI við Icesafe.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 21:57

3 identicon

hvað heldur þú að FME geri, ég hef persónulega reynslu af því að hafa leitað til FME talsvert eftir hrun með miklar upplýsingar, og ég get sagt það að þessum ösnum þar er engan vegin treystandi.,

valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband