14.3.2011 | 19:31
Skilanefndirnar í rannsókn strax
Nú upplýsist að skila- og slitastjórnarmenn Glitnis hafi að meðaltali fengið greiddar um 70 milljónir króna hver um sig vegna starfa sinna við bankann á árinu 2010 og eru þetta upphæðir sem eru algerlega út úr öllu korti. Jafnvel þó þeir hefðu allir haft þessar tekjur samkvæmt útseldri vinnu með virðisaukaskatti, þá hefði nettóupphæð hvers og eins verið um 55 milljónir króna.
Skilanefndirnar eru skipaðar af Fjámálaeftirlitinu og hljóta því að starfa á ábyrgð þess og undir eftirliti þaðan, ásamt því að FME hlýtur að hafa samið um greiðslur fyrir þessi störf og hljóti því einnig að hafa eftirlit með nefndunum, þar með töldu að yfirfara vinnutímaskýrslur og samþykkja þær. FME verður að svara fyrir sína hlið á þessu máli og einnig verður Viðskiptaráðherra að gera hreint fyrir sínum dyrum vegna þeirrar ábyrgðar sem hann ber á Fjármálaeftirlitinu.
Á þessu bloggi hefur á annað ár verið skrifað um nauðsyn þess að rannsókn fari fram á öllum störfum skilanefnda gömlu bankanna, ásamt því að óháðir rannsóknaraðilar skoði allar gerðir nýju bankanna eftir hrun og með því verði tryggt að allir njóti jafnræðis við afgreiðslu mála hjá þeim og vildarvinum ekki mismunað á kostnað annarra.
Skilanefndirnar virðast hafa hagað sér nákvæmlega eins og bankabófarnir gerðu fyrir hrun og eitthvað verður að reikna með að opinberir aðilar hafi lært af því sem gerðist í gömlu bönkunum fyrir hrun.
Reyndar er ekki nóg að læra af reynslunni. Það þarf að nýta lærdóminn.
Með 21 milljón í árslaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála. Rannsókn strax...og þó fyrr hefði verið. Hreinræktað sjálftökulið í sinni öfgafyllstu frjálshyggjumynd.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.3.2011 kl. 19:58
ég veit ekki hvern andskotann þarf að gera svo að FME treysti sér til að minnast á Basel 2 regluverkið,ég hef töluvert verið að kynna það og það er evrópskt og þessar hallærisskilanefndir eins og til dæmis hjá Glitni ættu að fatta það að svona mál eins og gagnvart jón ásgeir og co er ekki hægt að kæra í USA það eru sennilega liðnir svona 10 mánuðir síðan ég vélstjóri út á sjó benti þessu pakki í skilanefnd glitnis á það.
valgeir e ásbjörnsson (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 20:36
Laun skilanefndamanna detta inn í umræðuna af og til, en ekkert breytist, nema þá kannski til verri vegar í hvert skipti.
Fyrst þegar launamálin komu upp, þá varð forsætisráðherra ,,forviða" og sagði í Kastljósviðtali að hún sæti jafn agndofa yfir fréttum innan úr föllnu bönkunum líkt aðrir landsmenn. En bætti svo síðar við, að það væri nú kannski huggun harmi gegn að kröfuhafar bankanna greiddu þessi ofurlaun.
Síðan þá hafa launamál skilanefnda af og til komið í umræðuna, en þá aðallega skilanefndar Glitnis og þá oftar en ekki, þegar einnig eru í umræðunni, mál tengd þeim aðilum er áttu og stjórnuðu Glitni síðustu mánuðina fyrir hrun. Svo einkennileg sem að sú tilviljun kann að vera, þá á höfuðpaurinn í því gengi eitt stk fjölmiðlaveldi.
Svo má líka alveg gera ráð fyrir því að kjör skilanefndarmanna í öðrum skilanefndum, séu ekkert lakari en þeirra í Glitnisnefndinni. Þá er það nú engin huggun harmi gegn að kröfuhafar gamla Landsbankans borgi kostnað við skilanefnd bankans, þar sem íslenska ríkið er langstærsti kröfuhafinn.
Eins og kemur fram í bloggfærslunni, þá var það stjórn FME sem skipaði í allar þessar skilanefndir í umboði stjórnvalda. Þegar ráðið var í þessar skilanefndir, má alveg slá því föstu að launakjör skilanefndarmanna, eða form þeirra hafi verið ákveðið, af þeim sem réð mannskapinn í skilanefndirnar, FME. Á þeim tíma var það alveg ljóst að þetta yrði ekkert áhlaupaverkerfni sem að tæki fáa mánuði, heldur einhver ár. Eins er varla hægt að líta á starf í skilanefnd sem hlutastarf, miðað við hversu margir tímar í útseldri vinnu eru skrifaðir á þessa vinnu. Það er því spurning hvort að menn hefðu ekki frekar átt að huga að því, að ráða í skilanefndina launþega, en ekki verktaka.
Svo má nú alveg hugleiða það hvort að almennt hafi verið athugað hvort að skilanefndarmenn, hafi hæfi til setu í nefndunum. Ég nefni hér dæmi að neðan, reyndar úr annarri skilanefnd, en það er ekkert sem segir mér að þetta geti ekki verðið svona annars staðar líka.
Knútur Þórhallsson, endurskoðandi, starfaði hjá Kaupþingi og situr í skilanefnd bankans nú. Hann var endurskoðandi Exista og vann að samruna Kaupþings og Búnaðarbankans á sínum tíma. Hann er einn helsti eigandi Deloitte endurskoðunarfyrirtækisins á Íslandi, hefur setið í stjórn þess. Knútur var endurskoðandi Ólafs Ólafssonar og Bakkavararbræðra. Gott að hafa góða að!
Kristinn Karl Brynjarsson, 14.3.2011 kl. 21:17
Núna segist ríkisstjórnin ekkert hafa með bankana að gera og ekki geta skipt sér nokkurn hlut af starfsemi þeirra, þar sem þetta séu EINABANKAR þ.e. hlutafélög með sjálfstæðar stjórnir.
Ein af þeim ávirðingum sem þingmenn notuðu til að réttlæta að stefna Geir H. Haarde fyrir Landsdóm var sú, að hann og ríkisstjórn hans hafi ekki séð um að bankarnir minnkuðu efnahagsreikninga sína og að hafa ekki beitt sér nægilega í því skini að útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi væri ekki breytt í dótturfélög, þannig að Icesavereikningarnir myndu falla undir innistæðutryggingasjóði þeirra, en ekki þann íslenska.
Ef ætlast var til að fyrri ríkisstjórn gæti skipað einkabönkum fyrir verkum, hlýtur núverandi ríkisstjórn að geta haft einhver afskipti af uppgjörum þessara banka og skilanefndum þeirra, sem skipaðar eru af FME, sem aftur er ábyrgt gagnvart Viðskiptaráðherra.
En við hverju er svo sem að búast af viðskiptaráðherra sem mætir í viðtöl við erlenda fjölmiðla og lýsir því yfir að gjaldmiðill þjóðar sinnar sé handónýtur og gefa með því erlendum fjárfestum skýr skilaboð um að halda sig eins fjarri íslensku efnahafslífi og kostur er.
Telji ríkisstjórnin sig ekki hafa heimildir til afskipta af uppgjöri gömlu bankanna og störfum þeirra nýju eftir hrun, þá getur hún a.m.k. skipað rannsóknarnefnd til að fara í saumana á gerðum þessara aðila undanfarin tvö og hálft ár og koma gerðum þeirra þannig fyrir almenningssjónir.
Axel Jóhann Axelsson, 14.3.2011 kl. 21:46
það er samt alveg ótrúlegt að öll þessi endurskoðunarfyrirtæki skoði ekki áhættustýringar bankanna vegna þess að skíturinn er en að grassera þar ef að það er ekki tekið á áhættustýringunum og horft framan í gallaða uppbyggingu stóru bankanna nú í dag þá tel ég líklegt að icesave eigi eftir að verða mjög þungur baggi á komandi kynslóðum sirka 400-500 milljarðar.
valgeir e ásbjörnsson (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 21:52
Það eru nokkurs konar ,,félög" sem heyra undir FME sem hafa umsjón með og halda utan um rekstur skilanefndanna, skrifa upp á reikninga og þess háttar og greiða þá út úr þrotabúum bankanna. Þó að segja megi að kostnaðurinn falli á kröfuhafana, þá hafa þeir í sjálfu sér minnst með hann að gera.
Þessum félögum er einnig ætlað að vera einhvers konar ,,veggur" milli kröfuhafa bankanna og skilanefndanna og koma í veg fyrir óæskileg afskipti kröfuhafanna af skilanefndunum.
Kristinn Karl Brynjarsson, 14.3.2011 kl. 22:00
Góðan dag ég hef bent á að bankakerfið er rekið með tveim yfirstjórnum og það fé sem í þær fara nema hundruðum milljóna á ári sem auðvitað koma ekki af trjánum heldur úr vasa okkar skattborgarana!
Sigurður Haraldsson, 15.3.2011 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.