Umskurður kvenna er hroðaleg misþyrming

Mannréttindasamtökin Tostan, sem berjast gegn umskurði kvenna, hafa sent frá sér yfirlýsingu um að nú hafi náðst samþykki 4.771 þorps í Afríku um að banna slíka misþyrmingu á ungum stúlkum, en samtökin settu sér það takmark árið 1997 að ná 5.000 þorpum í lið með sér. 

Þessi hroðalega meðferð á stúlkum hefur verið mjög útbreidd í mörgum ríkjum Afríku og víðar, en hún felst í því að skera burt sníp ungra stúlkna og sauma síðan saman ytri brúnir kynfæranna og loka þeim þannig að aðeins verði eftir smá gat fyrir þvaglát.  Bæði er aðgerðin sjálf hroðaleg misþyrming og getur haft í för með sér miklar sýkingar sem jafnvel leiða til dauða, enda áhöldin oft ekki annað en glerbrot og óhreinar nálar. 

Þetta ótrúlega athæfi er afsprengi aldagamals karlaveldis, enda hugsað í þeirra "þágu", því þegar stúlkurnar eru síðan giftar, oft einhverjum gamlingja eða öðrum af hagkvæmnisástæðum, er ytri börmun kynfæranna sprett upp og með þessu er tryggt að stúlkan sé hrein mey við brúðkaupið.  Með aðgerðinni voru möguleikar stúlkunnar til þess að nóta kynlífs nánast eyðilagðir, en karlaveldið hefur ekki áhyggjur af slíku, enda fær hann væntanlega það sem hann sækist eftir sjálfum sér til fullnægingar og ánægju.

Þessi "siður" hefur fengið allt of litla athygli og of lítið gert til að berjast gegn honum, en svona rótgróin "menningarfyrirbæri" verða ekki upprætt nema með fræðlu til ættbálkahöfðingjanna og meiri menntun almennings, ekki síst kvenna.

Þó Tostansamtökin nái vonandi fljótlega 5.000 þorpa markmiði sínu, er það ekki nema áfangi á langri leið, því svo útbreitt er þetta og ekki einu sinni bannað í lögum allra ríkja Afríku.


mbl.is Skrefi nær útrýmingu umskurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða íslendingur fann upp þetta fína orð "umskurður" yfir þennan voðaverknað ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 14:19

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Á dönsku heitir þetta omskæring, svo ég held að þú verðir að kenna þeim um þetta orð.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 14.3.2011 kl. 14:53

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hvað svo sem það er kallað, er þetta mál sem aðrar þjóðir þyrftu virkilega að gera átak í mótmæla. Þetta er mannréttindabrot af verstu gráðu og mættu samtök eins og Amnesty fara þar fremstir.

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.3.2011 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband