Icesave í kosningasjóð

Nú er komið í ljós að Icesavepeningarnir fóru ekki allir í einkaneyslu, lúxusíbúðir, skíðaskála og skemmtisnekkjur Jóns Ásgeirs, Tschenguiz-fjölskyldunnar, Ólafs í Samskipum,Hannesar Smárasonar, Pálma í Iceland Express og hvað þeir heita nú allir banka- og útrásar"garparnir" sem fengu lánin út á þessar innistæður.

Hluti fór í kosningasjóði í Bretlandi og samþykki íslenskir skattgreiðendur að taka á sig ábyrgð og greiðslu fjárkúgunarkröfu Breta og Hollendinga geta þeir a.m.k. huggað sig við að hafa tekið þátt í að koma Verkamannaflokknum í Bretlandi frá völdum, eftir að hann beitti hryðjuverkalögum í tilraun sinni til að hjálpa útrásargengjunum við að rústa íslensku efnahagslífi.

Vegir Icesave liggja víða og eru líklega órannsakanlegir eins og fleiri vegir.


mbl.is Gjafmildir Kaupþingskúnnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Edge-reikningarnir voru hjá Kaupþingi, Icesave er afkvæmi Landsbankans. Tvö afstyrmi en ekki sömu feður...

Matthías (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 00:12

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þessi gengi voru meira og minna samtvinnuð, bæði í gegnum bankana og "fyrirtækjarekstur".

Axel Jóhann Axelsson, 12.3.2011 kl. 00:59

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nákvæmlega Axel.

Sigurður Haraldsson, 12.3.2011 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband