Ofsköttunaræðið í hnotskurn

Steingrími J. hefur gengið afar illa að skilja hvar þolmörk neytenda og skattgreiðenda liggja og heldur að hægt sé að auka tekjur ríkissjóðs út í það óendanlega með ofsköttunaræðinu sem einkennt hefur allan hans fjármálaráðherraferil.

Allir skattar hafa verið hækkaðir í drep og nýjir skattar lagðir á eins og hugmyndaflug ráðherrans og félaga hans hefur dugað til, en tekjur ríkissjóðs aukast að sjálfsögðu ekki í takti við skattabrjálæðið, því þegar fólki ofbýður dregur það úr neyslu á ofsköttunarvörum og reynir að færa alla vinnu sem mögulegt er yfir í svarta hagkerfið.

Skattahækkanirnar á áfengi síðast liðin tvö ár eru alveg dæmigerð fyrir það sem gerist þegar skattheimtan gengur algerlega úr hófi fram og eru orð Emils B. Karlssonar, forstöðumanns Rannsóknaseturs verslunarinnar, lýsandi og tákræn fyrir skattahækkanabrjálæði Steingríms J: „Þannig að þó við höfum varið 29,5% fleiri krónum til áfengiskaupa í janúar 2011 en í janúar 2008 höfum við fengið 16,7% minna magn fyrir peninginn.“

Skattabrjálæðið dregur úr allri neyslu í þjóðfélaginu og hægir þar með á hagkerfinu og líklega er þá tilganginum náð, enda ekki annað séð en að framlenging kreppunnar og dýpkun hennar sé sú stefna sem ríkisstjórnin ætlar að láta minnast sín fyrir. 


mbl.is Velta í áfengissölu minnkaði um 16,7% á þremur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona er góða útópíu vinstri ríkið Ísland í dag, þar sem pólitístk réttþennkjandi menn vilja stýra neyslunni þinni, enn hann Vinur minn Steini J er ekkert að segja okkur hinum frá því að hann fær sér bara heimabrugg á kvöldin á meðan hann hlær að okkur hinum vitleysingunum

Rex (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 11:10

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Eitt að stóru vandamálunum er að megnið af fólkinu í stjórnsýslunni hefur aldrei unnið á hinum frjálsa markaði og heldur að ef verð og þjónusta sé hækkuð þá kemur  sjálfkrafa meir í kassann.

Sigurður I B Guðmundsson, 11.3.2011 kl. 17:15

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hvað ber þá að gera?

Ríkissjóður skuldar víst þrefaldar árstekjur sínar, að því er opinberlega viðurkennt, og engan veginn öll kurl komin til grafar með það. Síðan eru áreiðanlega flest sveitarfélög líka tæknilega gjaldþrota. Þannig að það þarf augljóslega að auka tekjur og helst líka að lækka gjöld. Hið fyrrnefnda er mjög nærtækt og tiltölulega auðvelt fyrir hið opinbera en öðru máli gildir með það síðarnefnda - risavaxnar atvinnuleysis felugeymslur hins opinbera. Atvinnuleysi upp á 15-20% væri algjört disaster. Hvað ber að gera?

Baldur Fjölnisson, 11.3.2011 kl. 18:20

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það sem þarf að gera er að fjölga störfum í verðmætaskapandi greinum. Atvinnuleysið er í raun á bilinu 15-20%, þar sem þúsundir manna hafa flutt úr landi og mikill fjöldi farið í nám, þannig að hvorugur hópurinn mælist í atvinnuleysistölunum frá Vinnumálastofnun.

Meiri vinna og meiri verðmætasköpun er það eina sem kemur þjóðinni út úr kreppunni. Skattabrjálæðið lengir kreppuna og dýpkar hana og það virðiðst ríkisstjórninni vera algerlega fyrirmunað að skilja.

Axel Jóhann Axelsson, 11.3.2011 kl. 18:39

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jamm Axel, sjálfur myndi ég leyfa mönnum að róa til fiskjar á smábátum án takmarkana til sölu á innanlandsmarkaði og lækka stórlega orkuverð til innlendra matvælaframleiðenda uppi á landi og keyra þannig niður matvælaverð og verðbólgu og fjölga störfum.  En þetta myndi náttúrlega hafa alvarleg áhrif á stórkostlega innflutningsstarfsemi hérna og risabatterí í kringum það.

Fjármálamafían setti ekki bara landið á hausinn, hún eyðilagði líka launakerfi landsins og þannig erum við enn að fást við skaðleg áhrif þessarrar mafíu á ýmsum sviðum. Gjaldþrota fyrirtæki í ríkisumsjón eru enn með forstjóra á furðulaunum og grófar fjársvikamafíur leika enn lausum hala í þeim hluta skólakerfisins sem náðist að afhenda þessum mafíum áður en draslið rúllaði á hausinn 2008. Það er ekki auðvelt að snúa öllum þessum ruglanda til baka.

Baldur Fjölnisson, 11.3.2011 kl. 19:11

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er auðvitað ekkert auðvelt að snúa þessu við, en lágmarkskrafa sem hægt er að gera, er að ríkisstjórnardruslan sýni þó ekki væri nema örlítinn vilja, vit og getu til að gera sitt til að möguleikar skapist til nýrrar atvinnuuppbyggingar.

Axel Jóhann Axelsson, 11.3.2011 kl. 19:29

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Axel, hemurinn er gjörsamlega að drukkna í tækniframförum, ódýru vinnuafli og offramleiðslugetu. Þessi þróun hefur verið sífellt meira að herða á sér síðustu þetta 30-40 árin eða svo. Menn hafa síðan einhvern veginn flotið sofandi að feigðarósi yfir þetta tímabil og innlendur iðnaður geispað golunni og við tekið skuldaiðnaður til að geta tekið við fjallgörðum af ódýru drasli frá Asíu á raðgreiðslum. Þetta var alltaf einskonar catch-22, þessi flóðbylgja eyðilagði innlandan iðnað vesturlanda, sem gerði ómögulegt að hækka laun þar til að taka við henni, sem aftur ýtti undir skuldapappíraiðnaðinn til að koma þessum fjallgörðum út. Og auðvitað er þessi risavaxna bylgja enn rísandi. Ég er nokkuð viss um að ef þið hugleiðið þessi einföldu efnahagslegu atriði þá munið þið skilja miklu betur þann heilaþvott frá hagsmunaaðilum þessa ástands sem þið hafið verið undir síðustu áratugina.

Baldur Fjölnisson, 11.3.2011 kl. 19:54

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þess vegna eiga Íslendingar að einbeita sér að framleiðslu á öðru en þessu "drasli" sem framleitt er í láglaunalöndum. Við þurfum að einbeita okkur að meiri matvælaframleiðslu, enda fer matvælaverð sífellt hækkandi, orkufrekum iðnaði, ferðamennsku, hugbúnaðargerð og fleiru sem skapað geta þjóðinni tekjur í erlendum gjaldeyri.

Ef við eigum að lifa sæmilegu lífi hérna á klakanum í framtíðinni þýðir ekki að halda sig við sjálfsþurftarbúskapinn sem VG ætlar þjóðinni. Þó gæti það skapað nokkur störf við saumaskap á sauðskinnsskóm.

Axel Jóhann Axelsson, 11.3.2011 kl. 20:10

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sammála Axel, en við þurftum að taka upp þá stefnu fyrir 30 árum. Núna er afar erfitt að vinna gegn þessarri rísandi bylgju tækniframfara, endalauss framboðs á ódýru vinnuafli og offramleiðslugetu sem ég nefndi. Jafnframt þurfum við að díla við gjaldþrota ríkissjóð og sveitarfélög. Það sem þú ert að leggja til er vafalaust gott til langs tíma litið en núna þarf að bregðast strax harkalega við þeirri krísu sem við blasir. Þessi bylgja af endalausu ódýru vinnuafli og offramleiðslugetu að austan og tækniframförum sem ég er að tala um er enn rísandi. Eftir sitjum við með þriðjung þjóðarinnar í skólum og starfandi við þá og risavaxnar atvinnuleysis felugeymslur þar og raunverulega veit hvaða atvinnugreinar verða ráðandi eftir 5-10 ár. Sem fyrr síðustu áratugina er það algjör afneitun sem ræður ferðinni.

Baldur Fjölnisson, 11.3.2011 kl. 20:35

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Afsakið, raunverulega veit enginn hvaða atvinnugreinar osfrv.

Baldur Fjölnisson, 11.3.2011 kl. 20:39

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það sem þú vilt síst af öllu hafa við völd við þessar aðstæður er löngu útrunnar pólitiskar múmíur og einhverjar pólitískar risaeðlur sem hafa hjakkað á kostnað skattgreiðena áratugum saman án nokkurs sjáanlegs árangurs. En samt sitjum við uppi með það. Hvers vegna skyldi það vera? Umræða óskast.

Baldur Fjölnisson, 11.3.2011 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband