7.3.2011 | 15:47
Þörf og tímabær vegagerð
Það er fagnaðarefni að nú sé farið að ræða aftur af alvöru um Sundabraut, sem er líklega einhver hagkvæmasta vegagerð sem mögulegt væri að ráðast í um þessar mundir og eins og Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, bendir á gefur möguleika á veggjaldi, enda annar valkostur um akstursleið í boði fyrir þá sem ekki vilja greiða vegatollinn.
Hugmyndir Ögmundar Jónassonar um vegatolla á alla vegi út úr Reykjavík er svo arfavitlaus að hún tekur engu tali, enda ekki um aðrar leiðir að ræða fyrir þá sem vilja sleppa við gjaldið, en slíkt er alger grunnforsenda ef ætlunin er að skattleggja einhvern veg sérstaklega.
Í því árferði sem nú er ætti að ráðast í margar smærri framkvæmdir í vegagerð en ekki skipta því litla framkvæmdafé sem fyrir hendi er á einn eða tvo staði, eins og hugmyndir hafa verið uppi um hjá ráðherranum, en nánast allt vegafé næstu ára virðist eiga að fara í Suðurlandsveg og enn stærri upphæð í Vaðlaheiðargöng, sem ekki munu geta staðið undir sér þó gjald verði lagt á umferð um þau.
Sérstakt félag um Sundabraut hefur hins vegar alla burði til að standa undir rekstri brautarinnar, enda yrði þetta umferðarmesti vegur landsins.
Aukinn áhugi á Sundabraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekkert að því að fjármagna einstakar vegaframkvæmdir með veggjöldum, ef um aðra raunhæfa leið er að ræða. Í þessu tilviki er svo, og því ekkert að því að leifa byggingu þessa vegar, ef einhver hefur áhuga á því að fjármagna hann. Sjálfur á nokkuð oft leið um Mosfellsbæ til Reykjavíkur. Ef annar vegur er í boði er einfallt reiknisdæmi sem mun ráða hvora leiðina ég vel. Svo einfalt er það. Því verða þeir sem vilja leggja til fjármagn í þetta verkefni að átta sig á að það verður að vera ódýrara, eða í það minnsta ekki dýrara að velja þessa nýju leið, til að þeir fái fólk til að fara hana.
Gunnar Heiðarsson, 7.3.2011 kl. 16:14
Gunnar, alveg er ég sammála þér þarna. Að sjálfsögðu mætti ekki vera dýrara að fara Sundabraut en hringinn gegnum Mosfellsbæ. Helst þyrfti ferðin um Sundabrautina að verða bæði ódýrari og auðvitað fljótlegri. Annars myndi enginn velja að borga vegatollinn.
Þegar Hvalfjarðargöngin voru opnuð var vegurinn fyrir Hvalfjörð lagfærður þar sem reiknað var með að ákveðinn hluti umferðarinnar færi þar um, en reyndin hefur orðið sú að nú keyrir enginn fyrir fjörðinn nema bara til að njóta útsýnisins, einstaka sinnum.
Axel Jóhann Axelsson, 7.3.2011 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.