6.3.2011 | 15:04
Ólögvarin krafa fyrir EFTA-dómstólinn?
Allir lögspekingar þjóðarinnar virðast vera sammála um að krafa Breta og Hollendinga á hendur íslenskum skattgreiðendum sé ólögvarin og þarf í sjálfu sér ekki annað en að lesa tilskipun ESB og íslesku lögin um tryggingarsjóði til að sannfærast um að svo sé.
Fulltrúar framkvæmdastjórnar ESB hafa einnig staðfest opinberlega að tilskipun ESB geri ekki ráð fyrir ríkisábyrgðum á tryggingasjóðum innistæðueigenda og fjárfesta, enda væri slík ábyrgð samkeppnisbrot og mismunun milli ríkja á evrópska efnahagssvæðinu.
Með þetta í huga er ótrúlegt að hlutst á ráðherra, þingmenn og fleiri ræða um svokallaða "dómstólaleið" eins og málið sé nánast tapað fyrirfram, þó vanalega sé því bætt við að aldrei sé hægt að segja fyrir með fullri vissu hvernig dómsniðurstaða verði í málinu.
Þó löggjöfum sé afar gjarnt að setja svo óljós og gölluð lög, að enginn geti verið í vissu um hvernig eigi að túlka þau nema Hæstaréttardómarar, þá er ekki að sjá að neinn vafi sé í þessu máli, enda væri þá ekki verið að neyða Alþingi til að samþykkja ríkisábyrgð núna, hafi verið gert ráð fyrir henni frá upphafi.
Alþingi og ríkisstjórn hafa látið undan þvingunum Breta og Hollendinga og samþykkt fyrir sitt leyti óútfylltan víxil með ríkisábyrgð vegna Icesave.
Nú er málið á valdi kjósenda. Þeir ráða því sjálfir hvort þeir láta reyna á "dómstólaleiðina", sem reyndar er nokkuð víst að verði aldrei farin verði lögin um Icesave III felld úr gildi í þjóðaratkvæðagreislunni 9. apríl.
Íslenskir dómstólar hafa lokaorð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:16 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 1146412
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má líka alveg velta því upp hvernig Bretar og Hollendingar eiga að geta reist einhverjar skaðabótakröfur, áður en greiðslum úr þrotabúi Landsbankans er lokið. Neyðarlögin gera jú ráð fyrir því að Icesavekröfurnar hafi forgang í búið.
Meint samningsbrot hverfur ekki þó íslenskir skattgreiðendur ábyrgist kröfurnar. Sé innistæðueigendum mismunað á grundvelli þjóðernis, þá hlýtur kröfuhöfum í búið að vera líka mismunað. Sá kröfuhafi sem að fær forgang samkvæmt neyðarlögunum er jú íslenskur (Tryggingarsjóður innistæðueigenda og fjárfesta).
Kristinn Karl Brynjarsson, 6.3.2011 kl. 15:39
Hér er um misskilning að ræða. ESA undirbýr að kæra Íslendinga fyrir Efta-dómstólnum fyrir brot á EES samningi. Nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni þýðir að kæran mun verða lögð fram. Ef úrskurður Efta-dómstólsins verður Íslandi í óhag er það augljóslega vopn í höndum þeirra sem hugsanlega myndu heyja skaðabótamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ef til málaferla kemur þarf Héraðsdómur að leita til Efta-dómstólsins varðandi sklyrði fyrir greiðslu skaðabóta. Hæstiréttur er endanlegur dómstóll málsins.(Kæra ESA snýr bæði að neyðarlögunum og tryggingarsjóði innistæðueigenda,,.)
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 16:51
Hrafn, af hverju dettur engum í hug að niðurstaða EFTA-dómstólsins veði Íslendingum í hag, fyrst flestir eða allir segja að krafan sé ólögvarin?
Axel Jóhann Axelsson, 6.3.2011 kl. 17:18
Það var líka óhggnalegt að hlusta á ráðneytisstjóra Fjármálaráðuneytis og samninganefndarmann lýsa Icesavesamningunum , sem samningum um vexti, vegna þess fjárhagslega tjóns sem þeir urðu fyrir þegar þeir ákváðu upp á sitt einsdæmi að greiða þessr innistæður út, til þess að forða eigin bönkum og eflaust líka evrópskum frá áhlaupi. Þrotabúið stæði líklega undir kröfunum og því væri þetta bara samningur um vexti.
Annað hvort var maðurinn vísvitandi að ljúga, eða þá að hann hefur ekki verið meðvitaður um hvað var að gerast á þessum samningafundum. Aðaatriði samningana hlýtur að vera að það er islensk ríkisábyrgð á kröfunum úr þrotabúinu. Standi þrotabúið ekki undir kröfunum, annað hvort vegna þess að heimtur verði minni, eða þá að neyðarlögunum verði hnekkt fyrir dómi, þá lendir sá kostnaður íslenskum skattgreiðendum. Sá kostnaður getur orðið allt að 1200 milljarðar, eftir því hvað gerist, hvort heimturnar verði ónógar eða þá að neyðarlögunum verði hnekkt.
Bretar og Hollendingar höfnuðu því að fá vextina greidda eða nærri þá upphæð, fyrirfram ásamt heimtum úr búinu, eins og reyndar hefur verið gert ráðfyrir frá setningu neyðarlaganna, gegn því að falla frá íslenskri ríkisábyrgð á kröfurnar úr þrotabúinu. Sú staðreynd ein nægir til þess að skilja það að ríkisábyrgðin er það sem skiptir máli í þessum samningi og tilvist hennar ætti að nægja öllu sæmilega þenkjandi og betur þenkjandi fólki, til þess að mæta á kjörstað þann 9. apríl nk. og segja hátt og snjallt nei við Icesave.
Kristinn Karl Brynjarsson, 6.3.2011 kl. 22:27
Ekki heyrði ég þetta frá ráðuneytisstjóranum, en hafi hann sagt þetta þá hefur það verið gegn betri vitund, því allir vita að samningurinn snýst um vexti og RÍKISÁBYRGÐ Á HÖFUÐSTÓLINN.
Bretar og Hollendingar neituðu eingreiðslu að upphæð 47 milljarða króna gegn því að falla frá kröfunni um ríkisábyrgðina. Því boði neituðu þeir vegna þess að með því væru ÞEIR að taka of mikla áhættu. Þeir héldu fast við sína kröfu um ríkisábyrgð og að áhættan væri öll sett á íslenska skattgreiðendur.
Þetta segir allt um hug Breta og Hollendinga til áhættunnar og líkindanna á því að upphæðin sem þeir muni fá út úr ríkisábyrgðinni verði miklum mun meiri en þessir 47 milljarðar.
Axel Jóhann Axelsson, 6.3.2011 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.