28.2.2011 | 23:34
Skattahækkanir vegna Icesave III
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, minnir á í viðtali við mbl.is að daginn eftir samþykkt Icesave III þurfi að hækka skatta um 26,1 milljarð króna vegna þeirrar greiðslu sem ríkið þyrfti að inna af hendi strax á þessu ári í vaxtagreiðlsu venga ólögvörðu kröfunnar, sem með samþykktinni á lögunum yrði að lögvarinni skuld íslenskra skattgreiðenda.
Hræðsluáróðurinn núna gengur út á að allt of mikil áhætta sé við það að fara "dómstólaleiðina" með málið, þrátt fyrir að ALLIR viðurkenni núna að aldrei hafi verið gert ráð fyrir ríkisábyrgð á tryggingasjóðum innistæðueigenda, hvorki samkvæmt tilskipunum ESB né íslenskum lögum. Þetta hafa meira að segja háttsettir embættismenn Framkvæmdastjórnar ESB staðfest, ásamt öllum lögspekingum íslenskum og erlendum sem um málið hafa fjallað.
Því er algerlega óskiljanlegt hvað á að vera svona hræðilegt við "dómstólaleiðina", þar sem vægast sagt litlar líkur eru á því að hugsanleg dómsniðurstaða gæti orðið Íslendingum óhagstæð og þar að auki myndi dómur EFTAdómstólsins alls ekki vera aðfararhæfur hér á landi. Færi allt á versta veg og mál yrði rekið fyrir íslenskum dómstólum og tapast þar, er ótrúlegt að Bretum og Hollendingum yrðu dæmdir hærri vextir af kröfunni en þeir hafa samþykkt nú þegar.
Það er lágmarkskrafa að þeir sem tala fyrir samþykkt laganna í þjóðaratkvæðagreiðlsunni útskýri í hverju þeir telja þessa miklu áhættu felast og ekki síður verða þeir að segja skýrt og skorinort hvaða skatta á að hækka og hvaða nýja skatta þarf að finna upp til að greiða þessa kröfu, sem aldrei hefur verið á ábyrgð skattgreiðenda og jafnframt af hverju ætti að samþykkja ríkisábyrgð á hana núna, fyrst aldrei var gert ráð fyrir slíku áður.
Einnig verður að útskýra hvers vegna ætti að setja slíkt fordæmi, þar sem meirihluti íslenska bankakerfisins er nú í eigu útlendinga. Vilja þeir sem ætla að samþykkja Icesave III taka á sig ábyrgð á þessum bönkum til ófyrirséðrar framtíðar?
Öllu þessu verða þeir sem fjárkúgunina vilja samþykkja að svara undanbragðalaust.
Icesave þýðir hærri skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll það er eitthvað mikið að hjá okkur því að almenningur er að gefast upp fyrir elítunni sem hér stjórnar og er enn á fullu með stjórnvöld og dómstóla á bak við sig!
Sigurður Haraldsson, 1.3.2011 kl. 01:05
Það má líka ekki gleyma því að Bretar og Hollendingar, höfnuðu 47 milljarða eingreiðslu strax, gegn því að ríkisábyrgðinni á heimtur úr þrotabúi Landsbankans yrði sleppt.
Nú er það svo að íslenskir skattgreiðendur eru mataðir með þeim upplýsingum að heimtur úr búinu muni duga fyrir þessum kröfum. Hafa íslenskir skattgreiðendur, einhverja ástæðu til að treysta því, fyrst viðsemjendur okkar gera það ekki?
Verði neyðarlögunum hnekkt, þá gætu fallið 1200 milljarðar á ríkissjóð (íslenska skattgreiðendur), verði ríkisábyrgðin samþykkt.
Á meðan minnsti vafi leikur á því að neyðarlögin haldi, þá hlýtur ríkisábyrgðin að vera stór áhættuþáttur þegar lánshæfismat ríkissjóð er reiknað. Auk þess sem að áhættan vegna ríkisábyrgðarinnar, hlýtur að hafa meiri áhrif á gengisþróun en menn vilja meina.
Kristinn Karl Brynjarsson, 1.3.2011 kl. 10:10
Eftir því sem Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður, sagði í útvarpsviðtalai, höfnuðu Bretar og Hollendingar boðinu um eingreiðslu upp á 47 milljarða, vegna þess að hefðu þeir tekið þannig uppgjöri, HEFÐI ÖLL ÁHÆTTAN AF MÁLINU FÆRST YFIR Á ÞÁ OG HANA VORU ÞEIR EKKI TILBÚNIR AÐ TAKA Á SIG, HELDUR VILDU AÐ HÚN HVÍLDI ÁFRAFM Á ÍSLENDINGUM.
Svo er því haldið blákalt fram, að áhættan sé nánast engin og allt eins líklegt að greiðslan verði aldrei hærri en 16 milljarðar, þ.e. ef allt fer á besta veg með innheimtur þrotabús Landsbankans.
Bretar og Hollendingar töldu áhættuna svo mikla, að þeir voru ekki tilbúnir að leysam málið í eitt skipti fyrir öll með þessum 47 milljörðum vegna áhættunnar.
Svo halda íslensk stjórnvöld áfram að ljúga í sína eigin þjóð um málið og hika ekki við að selja hana í skattaþrældóm til útlendinga og það meira að segja með áhættu af óútfylltum víxli.
Axel Jóhann Axelsson, 1.3.2011 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.