Jón Gnarr til skammar eins og venjulega

Ekki þurfti að spyrja að því að um leið og Jón Gnarr stígur á erlenda grundu, þá þurfa Reykvíkingar að byrja að skammast sín fyrir að hann skuli gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík.

Ekki bætir Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi og samstarfsmaður Jóns, um betur, heldur bætir í skömmina með óviðeigandi ummælum um stjórnmálin í gistilandi þeirra félaga um þessar mundir, Írland.

Samkvæmt fréttinni hrutu eftirfarandi molar úr munni þeirra félaga: "Írar ganga nú til þingkosninga og segir Einar Örn í samtali við blaðið að ef marka megi auglýsingaspjöldin vegna kosninganna sé lítil sköpun í stjórnmálunum á Írlandi.Athygli vekur að Jón tekur upp hanskann fyrir ríkisstjórn VG og Samfylkingar með þeim orðum að hún hafi ekki fengið þá viðurkenningu sem hún eigi skilið fyrir viðleitni sína til að rétta þjóðarskútuna af eftir fjármálahrunið."

Fram að þessu hefur það ekki þótt viðeigandi og alls ekki fyndið að vera með opinberar yfirlýsingar um stjórnmálaflokka og kosningabaráttu þeirra í opinberum heimsóknum erlendra fulltrúa og í anda smekkleysunnar bætir svo Jón Gnarr við lélegum brandara um ríkisstjórn Samfylkingar og VG, sem vonlaust er að reikna með að erlendir aðilar skilji.

Einu er algerlega hægt að treysta í sambandi við Jón Gnarr og félaga.  Hvar sem þeir koma eru þeir sjálfum sér og Reykvíkingum til háborinnar skammar. 


mbl.is Jón Gnarr í Dublin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Var ekki búið að setja borgarstjórann í farbann eftir síðustu uppákomu erlendis ? :)

Jón Óskarsson, 26.2.2011 kl. 21:13

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Því miður fyrir umheiminn var það ekki gert. Það eina góða við þessi ferðalög er að Reykvíkingar fá örlitla hvíld frá vitleysunni á meðan útlendingarnir þurfa að sitja undir henni.

Axel Jóhann Axelsson, 26.2.2011 kl. 21:56

3 identicon

 Á meðan við tökum á okkur auknar álögur er Jón Gnarr   að sóa ruslapeningunum okkar og mæla götunar í Dublin. Mér skilst að hann hafi verið rétt búinn að ganga eitthvað um fimmtán metra af  göflunum er hann hrasaði á banana hýði sem hafði ekki ratað í ruslatunnuna vegna þess að hún  var 15,5 metra frá...........................

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 23:28

4 identicon

Það er fátt aumara en maður sem er kosinn til að gera byltingu, en við smá skjall og smjaður verður hann strax þægur og spakur, og tilbúinn að svíkja flesta kjósendur sínar. Jón Gnarr er farinn að haga sér eins og týpískur bananalýðveldisleiðtogi í þriðja heiminum, sem ætlaði að gera gott, en þá komu ríku kallarnir frá gömlu nýlendu-mafíunni og Bandaríkjunum líka og gáfu honum smá peningu, sögðu hann væri stórmenni og frábær og gáfu honum dýrar gjafir og hlustuðu á hann tímunum saman...og hann sveik þjóð sína fyrir þessa nýju "vini" sína, en slíkir svikarar eru orsök flests sem illa fer í þriðja heiminum. Mér þykir leiðinlegra að segja þetta en nokkurn hér grunar, því Jón var mín persónulega hetja og leiðarljós, leiðtogi og vonarstjarna. Ég er illa svikinn :( Ég mun aldrei vera það fífl meir að kjósa annað en margreiddan mann. Það er greinilega ekki nóg að reiða sig á innsæi sitt í mínu tilfelli. Sorgleg og ljót orð og ég vona að Jón sanni ég hafi rangt fyrir mér, en ég verð að viðurkenna að síðasti vonarneistinn í brjósti mínu er að slokkna að það gerist nokkurn tíman, því því miður Axel, eins og ég kunni betur við Jón en þína líka nokkurn tíman, en ég held bara þú hafir rétt fyrir þér.

Jón Jónsson - Sorgmæddi Æ-arinn (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 04:29

5 identicon

leiðrétting: marg-reyndan mann ekki margreiddan. Reyndar huggnast mér hárgreiðsla Jóns undanfarið illa. Þvílík yfirborðsmennska og táningastælar! :(

Jón Jónsson - Sorgmæddi Æ-arinn (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 04:30

6 identicon

Það má bæta við að hina merkilega og háttstandandi þjóð býst væntanlega við því að heyra eitthvað merkilegra, frumlegra, dýpra og bitastæðara frá þessum "sérstaka" manni, en venjulega Heimdellinga/Samfylkingar lofræðu um ríkjandi valdhafa. Þetta eru svik Jón. Þú hefur svikið flesta þína kjósendur um það sem mestu skiptir og þú verður bara að lifa með því. Ég sé ekki þér sé viðbjargandi núna frekar en flestum sem farið hafa þína leið. Ég skal samt biðja Guð að hjálpa þér að breytast ekki í algjöran aumingja. Meir get ég ekki gert fyrir þig. Þú ert ekki maðurinn sem ég kaus, heldur búinn að láta vonda kallinn svæfa þig. Dreymi þig vel. Okkur hin dreymir ekki vel á meðan! :(

HELVÍTIS FUCKING FUCK! (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 04:37

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Axel Jóhann, það þurfti einhvern til að segja þetta. þetta skrípi er engum til sóma og síst sjálfum sér enda eru ónýtir bannar óætir.  Hitt afbrigðið þekki ég ekki en grunar að sá örn sé lítt fleigur.    

Hrólfur Þ Hraundal, 27.2.2011 kl. 09:19

8 identicon

    Sæll Axel

    Edgar Cayce sagði:" Það er svo mikið af góðu í hinum verstu okkar og svo mikið af vondu Í hinum bestu okkar að það sæmir engu okkar að fordæma aðra"  - þetta er gott að hafa í huga þegar við skrifum um aðra og þó við séum ekki sammála þeim eða framkomu þeirra að þá eru þetta manneskjur alveg eins og við, ekki fullkomin en með mikið af góðu í sér.

          Kveðja   Heiðar Ragnarsson

Heiðar Ragnarsson (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 11:26

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Velti því fyrir mér hvað sé að hjá þeim sem lýsa Jóni Gnarr á þennan ómerkilega hátt eins og gert er hér án þess að færa fyrir því nokkur rök af viti? Ekki vildi ég hafa slíka menn við völd sem tjá sig á þennan hátt! Þvílík illska út í mann sem ekki hefur gert neinum neitt illt annað en að setjast í borgarstjóra-stólinn! Öfund fólks er ekkert skárri en græðgin, og öfundin leynir sér ekki í þessum skrifum.

 Jón Gnarr er sem betur fer öðruvísi þenkjandi en allt þetta gamla og spillta lið sem setið hefur í þeim stól "fyrir flokkana sína" á undanförnum árum. Sem kepptust við að veðsetja þjóðarsálina og landið allt, í blindri "frelsis" græðgi. Og hagnast sjálfir á öllum ósköpunum!!!

 Gangi Jóni Gnarr sem best og gott að hann notar ekki sömu vinnubrögð og gömlu hrunverja-flokkaklíkurnar.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.2.2011 kl. 14:55

10 identicon

Af hverju er Jón Gnarr, fyndni maðurinn sem fór í kosningabaráttu í þeim tilgangi að berjast gegn núverandi fjórflokki og leiðinlegri pólitík, að styðja núverandi ríkisstjórn gömlu flokkanna?  Hann sagðist ætla að breyta pólitíkinni og koma með nýjar og breyttar áherslur.   Það hefur hann ekki gert og eflaust finnst mörgum sem kusu Besta þeir sviknir.  Er þetta kannski misheppnað grín hjá honum?

Skúli (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 18:09

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Anna, það er merkilegt að sjá fólk reyna að verja "sína menn" með því að hneykslast á því að gagnrýnd séu störf þeirra og gerðir, býsnast yfir því að það sé verið að tala illa um þá og skrifa svo sjálft setningu, eins og þessa, um aðra: " Öfund fólks er ekkert skárri en græðgin, og öfundin leynir sér ekki í þessum skrifum."

Viltu ekki vera svo væn, að útskýra hvaða græðgi stjórnar mínum skrifum og ekki síður út í hvern öfundin er mest að þínu mati?

Axel Jóhann Axelsson, 27.2.2011 kl. 19:00

12 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"segir Einar Örn í samtali við blaðið að ef marka megi auglýsingaspjöldin vegna kosninganna sé lítil sköpun í stjórnmálunum á Írlandi"

Hvernig vogar hann sér?! Við svona grófum og dónalegum ummælum ætti hreinlega að liggja dauðarefsing ef ekki þaðan af verra! Að maðurinn skuli ekki hafa boðist til að húðstrýkja sjálfan sig eftir þessa hræðilegu móðgun...

Óttaleg viðkvæmni er þetta fyrir hönd plakatahönnuða írskra stjórnmálaflokka.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 27.2.2011 kl. 21:52

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það hefur aldrei þótt nein sérstök kurteysi að tala niður til gestgjafa sinna.

Svona yfirlýsing frá Einari Erni gefur til kynna að hann sé að hreykja sér og sínum flokki á kostnað gestgjafa sinna og það hefur aldrei þótt stórmannlegt.

Axel Jóhann Axelsson, 27.2.2011 kl. 22:06

14 identicon

JÓN GNARR,ER EKKI BORGARSTJÓRIN HANN ER BARA FÍGÚRAN SEM FÆR AÐ BERA ÞANN TITIL. RÉTTI BORGARSTJÓRINN ER DAGUR B EGGERTSSON. BESTI FLOKKURIN ER VALDALAUS Í BORGINNI  SAMFYLKINGIN MEÐ DAG FREMSTAN Í FLOKKI STJÓRNAR BORGINNI. BESTA FLOKKNUM ER FJARSTÝRT AF RAMMSPILLTRI SAMFYLKINGU.

Númi (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 22:15

15 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hvað þið nennið að andskotast út í blessaðan manninn. Þetta er verra en einelti í barnaskólum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.2.2011 kl. 22:43

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvað kallast þá skrif og umtal um alvörustjórnmálamenn?

Axel Jóhann Axelsson, 27.2.2011 kl. 23:33

17 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Eru þeir til á Íslandi í dag, fyrir utan þennan eina?

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.2.2011 kl. 23:57

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bergljót, ekki er þetta nú fallega sagt um mörg hundruð manns sem starfar í stjórnmálum á Alþingi, sveitastjórnum og innan stjórnmálaflokkanna.

Sumt af þessu fólki gæti tekið svona ummæli eins og hverju öðru einelti í barnaskólum. Einhverjir gætu jafnvel hafa orðið fyrir einelti í skóla og því viðkvæmara en ella þegar svona er fjallað um störf þess og hugsjónir.

Annars þýðir ekkert fyrir fólk að fara í stjórnmál og reikna svo með því að ekki verði um það rætt og störf þess gagnrýnd. Barnalegir kjánar geta ekki einu sinni reiknað með að verða borgarstjórar án þess að athugasemdir séu gerðar við framkomu þeirra og störf.

Axel Jóhann Axelsson, 28.2.2011 kl. 00:28

19 identicon

Að hugsa sér að vera tilbúinn að selja sál sína Davíð B. Eggertssyni? Er hægt að ganga lengra í meðalmennskunni en það. Listamaður sem breytist í wanna-be Ingibjörgu Sólrúnu? Fáránlegt...Munurinn á Jóni og bananalýðveldis gaurunum er kannski bara verðið. Þeir díluðu þó við Bandaríkin en ekki Samfylkingarplebba. Ódýrt verð að selja pólítíska og listræna sál fyrir til að fá smá klapp á bakið frá Samfylkingunni !

Æ æ æ (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 03:45

20 identicon

@Anna Sigríður. Það er engin öfund sem veldur þessu tali. Heldur djúp og sár vonbrigði. Ég öfunda manninn ekki. Hann er orðinn allt sem ég vona og bið ég verði aldrei, svikari við sína eigin samvisku og sjálfan sig, ofurseldur smáborgurum og plebbum, orðinn þeirra hlýðinn þræll og hættur við allar hugsjónir sínar, drauma og vonir.

Maður sem kaus óvart Samfylkinguna :( (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 03:48

21 identicon

Nafnið mitt er komið til út af þeirri háðung minni og fíflagangi að trúa og vona og gleðjast...og vakna svo upp við þann vonda draum að ég kaus ekkert nýtt og sniðugt, bara Samfylkinguna í nýju gerfi. Ég hefði borgað mörg hundruð þúsund, og milljónir ef ég ætti þær, fyrir að fá að kjósa hana EKKI, og mér finnst eins og ég hafi verið blekktur út í að selja atkvæði mitt öðrum en ætlunin var. Það mætti kalla eins konar valdarán að taka atkvæðið frá góða fólkinu, hugrakka fólkinu, uppreisnarmönnunum og listamönnunum...og færa þau öll miðjumoðs meðalmennsku pakkinu í Samfylkingunni! Au bara! Og já, helvítis fucking fuck!

Maður sem kaus óvart Samfylkinguna :( (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 03:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband