Icesavedeilan er ekkert flókin

Icesave deilan snýst um tiltölulega einfalt atriði og það er hvort ríkisábyrgð skuli vera á tryggingasjóðum innistæðueigenda og fjárfesta, eða ekki. Þar sem tilskipanir ESB gera ekki ráð fyrir slíkum ríkisábyrgðum eru Bretar og Hollendingar, með tilstilli ESB, að neyða Íslendinga til að setja sérstök lög um að íslenskir skattgreiðendur skuli bera ábyrgð á Icesave í Bretlandi og Hollandi og sjá allir að slík lagasetning væri hreinn óþarfi, væri einhver slík ábyrgð nú þegar fyrir hendi.

Nú orðið viðurkenna allir, þar á meðal embættismenn framkvæmdastjórnar ESB, að hvergi sé stafkrók að finna um skyldur íslenskra skattþegna til að greiða eitt eða neitt í þessu sambandi og að sú krafa sé eingöngu byggð á yfirgangi og hótunum valdamikilla þjóða í garð smáþjóðar. Samt sem áður láta þeir, sem ætla að kikna undan þessum þvingunum eins og um einhverja réttaróvissu sé að ræða og hætta geti verið á að dómur í málinu verði miklu meira íþyngjandi og dýrari fyrir Íslendinga en sá samningur sem nú liggur fyrir í þriðju tilraun.

Fari allt á versta veg fyrir dómi, getur dómurinn aldrei orðið verri en samningurin, því það eina sem EFTAdómstóllinn gæti hugsanlega gert, er að staðfesta ruglið í ESA um að tilskipun ESB hafi ekki verið réttilega tekin upp í íslensk lög, en lögspekingar hafa þegar hafnað þeirri kenningu alfarið.

Enginn hefur dregið í efa að breskir og hollenskir innistæðueigendur Icesve eigi rétt á að fá lágmarksbætur úr hinum íslenska Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta, enda snýst Icesavemálið ekkert um það atriði, heldur eingöngu er með honum verið að viðurkenna þá kröfu Breta, Hollendinga og ESB að íslenska ríkið skuli ábyrgjast þá greislu og sú íslenska ríkisábyrgð sé umfram og ekki í samræmi við tilskipanir ESB.

Þessi samningur hefur verið knúinn í gegn með hótunum og ofbeldi og nægir að vísa í ummæli hollensks þingmanns frá í gær, að lán frá AGS hafi verið veitt með því skilyrði að íslenska ríkið gengi að afarkostunum í Icesavemálinu.

Slíkt ofbeldi eitt og sér kallar á að Ísleningar snúist til varnar og hrindi þessum fjárkúgunum af höndum sér.


mbl.is Býst ekki við bótamáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Það er einfaldlega rangt hjá þér að þetta geti aldrei verið verra en samningurinn (það er núverandi). Stóra málið er á hvaða vöxtum við erum að fá þá peninga sem upp á munar að láni og hvenær vaxtargreiðslur hefjast. Það er ekkert fallback að ef við töpum málinu, þá getum við dustað rykið af samningnum. Menn geta svo metið líkurnar á því að málið vinnist og hvaða aðrar afleiðingar hljótast af því að fara í mál.

TómasHa, 22.2.2011 kl. 09:18

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ef við berum enga ábyrgð þá getum við nagað okkur í handabökin yfir að Landsbankinn skuli ekki hafa farið í miklu stærri ICESAVE útrás. Þannig hefði kannski verið hægt að bjarga bankanum frá falli en ef ekki þá félli ekkert á íslenskan alenning - bara útlendinga. Glitnir og Kaupþing hefði þá líka getað gert svipað strandhögg og haft fé af útlendingum - án ábyrgðar okkar.

Við segjum því bara eins og aðrir: „Ekki mér að kenna - ég ber enga ábyrgð“

Emil Hannes Valgeirsson, 22.2.2011 kl. 09:28

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Við þurfum að taka lán til að greiða vextina og það lán verður ekki á lágum vöxtum, þannig að samþykkt á greiðslu núna með peningum sem ekki eru til verður ekki ódýrt.

Málaferlin sjálf fyrir t.d. EFTAdómstólnum munu ekki snúast um neitt annað en hvort ríkisábyrgð hafi átt að vera á tryggingasjóðunum og ekki þarf annað en að lesa tilskipun ESB til að sjá að svo var ekki, þannig að líkurnar á að tapa málinu hljóta að vera litlar.

Jafnvel þó ríkisábyrgðarmál tapist fyrir EFTAdómstólnum, þá er hans niðurstaða aðeins ráðgefandi en ekki bindandi og færi svo að málið tapaðist þar, yrðu Bretar og Hollendingar að fara fyrir íslenska dómstóla með nýtt vaxtakröfumál og því skyldi dómstólinn dæma þeim hærri vexti en þeir voru sjálfir búnir að samþykkja áður?

Axel Jóhann Axelsson, 22.2.2011 kl. 09:31

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Emil, þjóðin á að bera þá ábyrgð sem henni ber og ekkert umfram það.  Eins og ég hef margbent á, þá þyrfti varla að vera að samþykkja sérstök lög á Íslandi um ríkisábyrgð á þessum reikningum í Bretlandi og Hollandi, ef allan tímann hefðu verið í gildi lög, reglugerðir eða tilskipanir frá ESB um að ríkisábyrgð skyldi vera á innistæðum.

Það þýðir ekkert að reka baráttuna fyrir samþykkt laganna í þjóðaratkvæðagreiðslu með einhverjum innantómum slagorðum.  Það verður að koma með einhver rök sem halda fyrir því að íslenskir skattgreiðendur taki þetta á sig.  Það dugar ekkert að segja eins og krakkarnir:  "Af því bara".

Rökin verða að vera haldbetri en það og því hlýtur ríkisstjórnin að leggja ÖLL gögn á borðið svo kjósendur geti gert upp hug sinn á sömu forsendum og Alþingismennirnir gerðu.

Það er lágmarkskrafa að þjóðin fái að kynna sér málið frá öllum hliðum svo hún geti lagt "ískalt mat" á hagsmunina af því að samþykkja, eða hafna.

Axel Jóhann Axelsson, 22.2.2011 kl. 09:38

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Axel. Samkvæmt þínum skilningi þá var ICESAVE bara snilld sem við berum enga ábyrgð á eins og ég bendi á hér að ofan.

Emil Hannes Valgeirsson, 22.2.2011 kl. 09:46

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Emil, hvar hef ég gefið í skyn að Icesave hafi bara verið snilld?  Ég kannast ekki við þá fullyrðingu, en ég hef haldið því fram að íslenskir skattgreiðendur bæru enga ábyrgð á þessum reikningum og er þar algerlega sammála fulltrúum framkvæmdastjórnar ESB og öðrum, sem sagt hafa það sama.

Emil, er ekki nokkur einasta leið að halda umræðunni á sæmilega skynsamlegu plani og vera ekki með tilraunir til að gera mönnum upp skoðanir á eins bjálfalegan hátt og þú ert að reyna hér að ofan?

Axel Jóhann Axelsson, 22.2.2011 kl. 09:58

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þú verður að afsaka bjálfaskapinn í mér, en ICESAVE þótti snilld á sínum tíma enda auðveld leið til að fjármagna Landsbankann með erlendu fé. Í dag tala fæstir um að ICESAVE hafi verið snilld, en hlýtur þó að vera það ef við berum enga ábyrgð. Ég skal annars ekki trufla meira þessa skynsamlegu umræðu sem þú ert að reyna koma á.

Emil Hannes Valgeirsson, 22.2.2011 kl. 10:17

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Landsbankamenn fengu verðlaun Útflutningsráðs (minnir að það hafi verið frá því a.m.k.) árið 2008 fyrir markaðsnilld ársins.  Eins og þú segir, þá eru fáir, ef nokkrir, sem telja þessa reikninga til snilldarverka núna og því er mér óskiljanlegt hvernig þér dettur í hug að halda því fram að ég hafi verið að halda því fram.

Þarna var um einkabanka að ræða, sem skattgreiðendur komu ekki nálægt rekrsri á og báru því ekki og bera ekki ennþá nokkra ábyrgð á honum. 

Það eina sem ég fer fram á af hendi þeirra sem vilja samþykkja lögin, er að þeir rökstyðji þá ákvörðun sína í stað þess að vera með hártoganir og útúrsnúninga.  Þér er algerlega frjálst að taka þátt í þessari skynsamlegu umræðu með rökum fyrir þinni ákvörðun í málinu.

Axel Jóhann Axelsson, 22.2.2011 kl. 10:25

9 identicon

Hvað með ólöglega mismunun á innistæðueigendum á milli landa?  Skiptir það engu máli í þessu sambandi?

ASE (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 10:27

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Afspyrnugóð og hnitmiðuð grein hjá þér Axel.

Mig langar að bæta við að íslensk stjórnvöld reyndu það sem þau gátu til að axla siðferðislega ábyrgð á ICEsave þegar þau veittu innlánum forgang á aðrar kröfur.  Mig grunar að partur af áróðursherferðinni gegn neyðarlögunum sé ættaður úr ranni þeirra sem hafa hagsmuni af því að þeim sé hnekkt.

Og þessi forgangur útskýri hörð viðbrögð breskra stjórnvalda þegar þau reyndu að knésetja stjórnvöld haustið 2008.

En þessi forgangur, þýðir ekki aðeins að lágmarkstryggingin sé greidd, heldur líka rúmlega það.  Og aðilar sem áttu ekki rétt á lágmarkstryggingu samkvæmt breskum lögum, þeir fá líka greitt.

Allt tal um ábyrgðarleysi er því bull.

En skattgreiðendur þjóða geta aldrei ábyrgst fjármálamarkaði annarra þjóða, það hefur aldrei gerst í heiminum áður, og mun aldrei gerast.

Eðli málsins vegna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.2.2011 kl. 10:34

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lárus Blöndal og fleiri lögspekingar hafa mótmælt því í lærðum skrifum að um minmunun hefði verið að ræða.  Ef deila kemur upp um það mál, þá verður hún ekki leyst með úrskurði ESA um ríkisábyrgð á Icesavereikningunum, því þar er einungis verið að tala um lágmarkstryggingu sem Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta ber að greiða og enginn ágreiningur ríkir um.

Axel Jóhann Axelsson, 22.2.2011 kl. 10:35

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ómar, ekki var í raun um ríkisábyrgð að ræða þegar innistæður föllnu bankanna voru fluttar yfir í nýju bankana.  Það var engin ríkisábyrg samþykkt á Alþingi vegna þeirrar yfirfærslu.  Hins vegar stofnaði ríkið nýju bankana og lagði þeim til nýtt hlutafé og það er bara allt annar handleggur.

Útistandandi kröfur voru fluttar í nýju bankana á móti innistæðunum, þannig að eignir og skuldir voru jafnháar, þ.e. útlán bankanna voru nákvæmlega jafnverðmæt og innistæðurnar, þó erfitt hafi verið að leggja mat á kröfurnar þá var það grundvöllurinn fyrir yfirfærslunni og ennþá er jafnvel ekki búið að meta kröfurnar endanlega, en það breytir ekki þeirri staðreynd að ríkissjóður lagði ekki fram eina krónu vegna innistæðna í íslenskum bönkum.

Hlutafé nýju bankanna er allt annað en ríkisábyrgð á innistæðum.

Axel Jóhann Axelsson, 22.2.2011 kl. 10:42

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Vissulega alveg rétt Axel, og gott að það komi fram hér.

Það sem ég var að benda á, er að forgangur innistæðna tryggir að þeir sem eiga sparifé í föllnum bönkum eða útibúum, þeir fá sitt fé fyrst áður en aðrir fá krónu.  Það er það eina sem við gátum gert fyrir ICEsave, og ef íslensku bankarnir falla, þá gætu reynt á þetta hér.

Ástæða þess að íslensku bankarnir stóðust er sú að almenningur á Íslandi tók ekki út sparfé sitt í stórum stíl líkt og gerðist í útibúum Landsbankans í Hollandi og Bretlandi.

Enginn banki stenst slíkt áhlaup, og ekkert land á pening á lausu til að greiða út innlán við slíkar aðstæður.  

Ríkisábyrgð á innlánum er því innihaldslaust loforð eins og Írar eru að uppgötva í dag.  Sem betur fór var slíkt ákvæði ekki í neyðarlögunum.  Ekki vegna þess að það skipti máli því neyðarréttur þjóða heimilar slíkt, en það hefði gert málið allt flóknara.

Til dæmis þá væri fullyrðing ASE hér að ofan rétt, það væri um mismunun að ræða, en annað mál hvort slík mismunun felldi neyðarrétt ríkja.  

En forsendan hennar er röng, það er ekki ríkisábyrgð á innlánum á Íslandi.  Þó það sé  fullyrt í ríkisútvarpinu, þá er aldrei vitnað í lagatexta til stuðnings þeirri fullyrðingu.

En fólk trúir lyginni, því hvers vegna ættu fjölmiðill allra landsmanna að ástunda blekkingar og lygar??????

Þar liggur meinið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.2.2011 kl. 10:57

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alveg rétt að það liggur mikið mein í RÚV.  Fréttaflutningur þar á bæ er oft með algerum ólíkindum.

Axel Jóhann Axelsson, 22.2.2011 kl. 11:00

15 Smámynd: Karl Eiríksson

bara af forvitni, þessi €20880 sem alltaf er verið að vitna í er það ekki hámarks trygging á innistæðum en ekki lágmark. ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að þetta sé hámark þess sem ESB reglur settu sem innistæðutryggingu. bretar og hollendingar borguðu svo út mikið hærri upphæðir en það er einhliða ákvörðun þeirra ekki satt ?

Karl Eiríksson, 22.2.2011 kl. 11:42

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Karl, þetta er alveg rétt hjá þér.  Hafi ég einhversstaðar talað um annað en hámarkstryggingu, þá hefur verið um "mismæli" að ræða.

Axel Jóhann Axelsson, 22.2.2011 kl. 11:58

17 Smámynd: Karl Eiríksson

því miður eru næstum allir sem fjalla um þetta mál sem falla í þá grifju að tala um þessi 20880 € sem lágmarkstryggingu. þetta er eitthvað sem þarf að laga og þá sérstaklega hjá fjölmiðlafólki sem virðist ekki ná þessu grunn hugtaki í málinu.

Karl Eiríksson, 22.2.2011 kl. 12:18

18 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það hlýtur líka að vera spurning, á hversu faglegan hátt, þeir Lee Buccheit og Lárus Blöndal tjá sig um samninginn.   Þeir voru eingöngu ráðnir til þess að ná sem ,,bestum" samningum í deilunni. 

Samningaviðræðum  lauk á þennan hátt, því íslensk stjórnvöld gáfu grænt ljós á að ljúka viðræðum á þessum tímapunkti.   Annars sætu þeir eflaust enn að karpi við Breta og Hollendinga.

Það væri því varla við hæfi að þeir myndu segja að það hefði verið hægt að ná betri samningum en þessum, því annars hefðu þeir ekki komið heim þessa samninga.

Eins væri það engan vegin við hæfi, að þeir sögðu, nýkomnir heim með samninginn, að yfirgnæfandi líkur væru á góðri útkomu í dómsmáli, enda væru þeir þá að segja, að teldu að betur hefði verið heima setið og beðið stefnunar, en að fara í þessar samningaviðræður.

 Þeir tveir eru engu að síður mjög góðir lögmenn og eflaust með þeim bestu á sínu sviði.  En það verður samt sem áður að taka tillit til þess, að þeir voru ráðnir  til að skila samningi í hús.   Þeir gætu því aldrei tjáð sig um samninginn á þann hátt , þó þeir vildu, að þeim finndist hann ekki nógu góður, eða þá að meiri líkur en minni á því að málið ynnist fyrir dómstólum, þá væru þeir ekki að sinna því starfi sem þeir voru ráðnir til.

Kristinn Karl Brynjarsson, 22.2.2011 kl. 16:15

19 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Undirrituð hlustaði á Bylgjuviðtal síðdegis í gær við Lárus Blöndal. Þar talaði hann sem fulltrúi í samninganefnd og tók sérstaklega fram þegar hlustandi hringdi inn og spurði, að hans persónulega skoðun væri ekki endilega sú sama. Ætli hið sama eigi ekki við um Lee Buchheit.

Kolbrún Hilmars, 22.2.2011 kl. 17:42

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað er það hárrétt að eðli málsins samkvæmt geta þessir lögspekingar ekki mælt með dómstólaleiðinni, eftir störf sín í samninganefndinni, sem þeir hafa örugglega sinnt af stakri samviskusemi og fagmennsku.

Axel Jóhann Axelsson, 22.2.2011 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband