Svandís dýrkeyptari en Icesave

Forstjóri Landsvirkjunar hefur staðfest í fjölmiðlum að viðræðum við marga stóra erlenda fjárfesta hafi þurft að slá á frest, eða aflýsa alfarið, vegna þeirra tafa á virkjun í neðri Þjórsá sem staðfastur lögbrotavilji Svandísar Svavarsdóttur hefur haft.

Svandísi verður að víkja úr ríkisstjórn tafarlaust og byrja strax að undirbúa að stefna henni fyrir Landsdóm til að svara til saka vegna ítrekaðra lögbrota við að afgreiða skipulagstillögur Flóahrepps í andstöðu við ráðleggingar henni viturri manna og löghlýðnari.

Ríkisstjórnin hefur lengi reynt að ljúga því að þjóðinni að tafir á frágangi Icesave I, II og III hafi staðið í vegi fyrir erlendum fjárfestingum hér á landi og einnig orðið til þess að erlendar lánastofnanir haldi algerlega að sér höndum gagnvart íslenskum fyrirtækjum. 

Marel, Össur og Landsvirkjun hafa reyndar þegar afsannað kenninguna um erlenda lánsfjármagnið og nú hefur forstjóri Landsvirkjunar einnig upplýst um áhuga erlendra fjárfesta, sem hefur þurft að hafna vegna lögbrota Svandísar.

Nú er sem sagt endanlega komið í ljós að Svandís Svavarsdóttir og félagar í VG eru dragbítarnir á atvinnuuppbyggingu í landinu, en alls ekki Icesave.  Því þarf þjóðin að losa sig við hvort tveggja nú þegar, þ.e. VG og Icesave.


mbl.is Landsvirkjun í biðstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur þú heyrt um Rammaáætlun?

Last þú ekki fréttina þar sem segir að LV bíði niðurstöðu Rammaáætlunar?

Ekki hefur enn tekist að fjármagna Búðarhálsvirkjun sem þó á að koma á undan virkjunum í neðri Þjórsá.

Hvernig ósköpunum er hægt að segja að virkjanir í neðri Þjórsá hafi tafist, þegar ekki er búið að fjármagna virkjunina sem á undan kemur eða ákveða virkjunaröð skv rammaáætlun?

Lastu ekki kommentið frá forstjóra LV þar sem hann segir að Icesave tefji fjármögnun Búðarhálsvirkjunar?

Þú mættir taka þig á í almennri skynsemi gæskur!

Brjánn Suðri (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 11:19

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Landsvirkjun gat samið við erlendar lánastofnanir um skuldbreytingu allra sinna lána og þarf ekki að hafa nokkrar einustu áhyggjur af lánamálum sínum næstu árin.  Einu lánastofnanirnar sem hafa dregið lappirnar vegna lána til virkjunarframkvæmda eru Fjárfestingarsjóður Evrópu og Fjárfestingarsjóður norðurlandanna.  Það skyldi þó ekki vera vegna pólitísks þrýstings í þeim tilgangi að neyða Íslendinga til að samþykkja Icesave?  Reyndar þarf ekki að spyrja svona, svo augljós er tengingin þar á milli.

Að öðru leyti vísa ég í ummæli forstjóra Landsvirkjunar, sem sagði opinberlega í viðtali að Landsvirkjun hefði þurft að fresta og hafna viðræðum við fjölda erlendra fjárfesta vegna tafanna á afgreiðslu skipulagsins fyrir Flóahrepp.  Ert þú að ásaka hann um lygar á opinberum vettvangi?

Þú ættir að venja þig á að nota almenna skynsemi í skrifum þínum, ef hún er þá fyrir hendi.  Sé svo ekki, þá verður þér fyrirgefin dellan.

Axel Jóhann Axelsson, 11.2.2011 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband