8.2.2011 | 12:02
Kennarar kunna ekki íslensku lengur
Íslenskukunnáttu hrakar mjög skart og er nú svo komið að yngri kynslóðir tala nánast ekki sama tungumál og talað var á Íslandi fyrir svona fimmtíuárum. Beygingar eru ekki rétt notaðar og alls kyns ambögur vaða uppi bæí í rit- og talmáli.
Eina skýringin sem getur verið á þessu hlýtur að vera sú, að kennarar tala ekki lengur almennilegt mál og geta því ekki haft það fyrir nemendum sínum og leiðrétt þá þegar þeir tala þessa "nýju" íslensku, sem ömurlegt er að hlusta á og ekki síður lesa.
Viðbótarskýring, ekki síðri, er að foreldrar unglinganna sem nú eru í skóla hafi ekki lært almennilega íslensku og íslenska málfræði þegar þeir voru í skóla og geti því ekki, frekar en kennararnir, leiðrétt börn sín og verið þeim fyrirmynd varðandi málnotkun.
Hildur Ýr Ísberg rannsakaði málvenju unglinga og segir í fréttinni m.a: ""Viðtengingarháttur er mjög flókinn og svo virðist sem málkerfið sé að reyna að einfalda sig. Sagnbeygingar, sérstaklega óreglulegra sagna, eru erfiðar viðfangs og þá virðast yngri málnotendur vera að einfalda beygingarnar, segir Hildur og nefnir þágufallssýki sem annað dæmi um þessa tilhneigingu tungumálsins."
Uppgjöfin gegn þessari hnignun tungumálsins kemur vel fram í þessari setningu fréttarinnar: "Hildur segir erfitt að berjast við svona þróun en mjög spennandi að fylgjast með henni." Ekki er von til þess að íslenskan haldi sérkennum sínum og blæbrigðum til lengdar, ef þetta er ríkjandi viðhorf þeirra sem helst ættu að berjast gegn þeirri hröðu hnignun tungunnar sem sífellt ágerist.
Viðtengingarháttur á miklu undanhaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála!
Sigurjón, 8.2.2011 kl. 12:17
Málið breytist alltaf, og þróast. Rétt íslenska? Fyrir 200.árum töluðu menn öðruvísi en í dag. Í öðrum löndum er talað um gamla norsku, gamla frönsku eða gamla ensku. Þróun er þróun, þeir eldri sem horfa á þróunina segja þetta vera "slæma" þróun og vitlausa íslensku, en gleyma því að þeir sjálfir tóku þátt í þróun og breytingum á sínum unglingsaldri.
Kári (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 13:01
Kári, þetta er einmitt viðhorfið sem verður til þess að íslenskan mun líða undir lok sem samskiptamáti Íslendinga á undra skömmum tíma.
Axel Jóhann Axelsson, 8.2.2011 kl. 13:05
Þú talar fyrst um kennara, Axel. Ég bendi fyrst á foreldrana í þessu máli, sem öllum öðrum er varða uppeldi barna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2011 kl. 13:47
Þú getur ekki kennt kennurunum um þetta.
Á hefðbundnu íslensku heimili hér áður fyrr orti almenningur sín eigin ljóð, og þau prýddu gjarnan sendibréf til ættingja. Þetta var þá ekki einhver jaðarmenning lopapeysuklæddra latte-drekkandi listamanna í 101. Það voru húslestrar og lesin upp falleg kvæði eins og Passíusálmarnir. Þjóðin var á mun hærra menningarstigi. Ba gráða í tölvufræði eða hvað sem menn nú kalla menntun kemur ekki í staðinn fyrir menningu, og nú er til mjög mikið af fólki sem hefur einfaldlega enga menningu.
Þeir Íslendingar sem ekki alast upp í lifandi samband við tungumálið og við lestur og merkilegar samræður heima hjá sér eru einfaldlega ekki alvöru Íslendingar. Þeir hafa hlotið uppeldi sem kerfisþrælar og vélmenni og skólarnir bjarga því ekki. Enginn maður getur orðið menntaður menningarmaður á því að ganga í skóla. Því miður. Og þess vegna höfum við einmitt menningarlaust fólk í dag sem þó hefur jafnvel doktorspróf í einhverju, en veit ekki hver það er eða hvaðan það kemur, og þannig menn eru ekki menn, heldur þrælar. Þræll er sá sem þekkir ekki sinn eigin uppruna og hefur verið sviptur honum. Og það fyrsta sem menn taka frá fólki til að gera það þræla er tungumálið þeirra. Skoðaðu bara mannkynssöguna, það var alltaf þannig, og verður enn.
Íslendingur (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 14:16
Ef það væri rétt hjá þér að kennarar kynnu ekki íslensku myndum við ekki tala hana. En mér finnst, eins og þér, þróun málsins vera á rangri braut að mörgu leyti. Atvinnuhættir breytast og við það falla mörg orð úr málinu og ný koma í staðinn. Tölva er t.d. ekki gamalt orð. Blogg er ennþá yngra. Það eru því miður örlög lítilla málsvæða að deyja. Við getum reynt að sporna gegn því en ég held að við getum ekki með nokkru móti komið í veg fyrir það.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.2.2011 kl. 14:22
Ég þakka fyrir að við tölum ekki sama málið og fyrir 50 árum, hvað þá fyrir 1000 árum. Tungumálin eru þannig gerð að þau eru í sífellu af þróast og breytast, sumum til ama, öðrum til ánægju.
Mér finnst þú hins vegar alhæfa ansi mikið þegar þú leggur sökina í hendur kennara, ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá foreldrum barnanna.
Það er nú þannig að flestum íslenskum ungmennum þykir íslenskunámið frekar leiðinlegt, flókið og jafnvel tilgangslaust. Því er ekki von ef þau læra það sem fyrir þau er lagt illa. Því er það foreldranna að ýta þeim áfram og sjá til þess að þau geri heimaverkefnin almennilega, skili sómasamlegum ritgerðum og svo framvegis. Sökin liggur ekki hjá lélegum, illa talandi kennurum.
Íslenska er erfitt tungumál og því eðlilegt að hún einfaldi sig og verði fljótandi tungumál. Og eins og Kári nefnir þá áttir þú sjálfur þátt í þessari þróun því ég efa að þú talir sama tungumál og ömmur þínar og afar. Þess vegna þarftu ekki að hafa áhyggjur að tungumálið okkar líði undir lok, það breytist en hverfur ekki næstu árhundruðin.
Þórður (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 14:27
Ég hef búið erlendis í um 20 ár og tek eftir því þegar ég kem til Íslands að tungumálið hefur breyst all verulega á þeim tíma og ég upplifi mig sjálfan oft sem hálfgerðan fornmann. Eins og bent hefur verið á hér að ofan þá töluðu foreldrar okkar öðruvísi mál en þeirra foreldrar og við ekki sama mál og okkar foreldrar. Ég held satt að segja að tungumálið komi alltaf til með að taka breytingum óháð því hversu mikið við nöldrum og krefjumst aðgerða.
Svo er líka spurning hvort að íslenskan sé ekki alltof flókið mál. Ég meina að beygja eitt einasta orð allta að 15 sinnum. Fáir ef nokkrir geta lært þetta til hlýtar, útlendingar alls ekki og spurningin er hvort að þetta beygingasystem þjóni einhverjum vitrænum tilgangi.
Ég er fæddur laust eftir miðja síðustu öld og man dæmi um að bæði nítjándu aldar fólki og þeim sem yngri vor hlekktist á þessari eðlu list. Og ekki varð það til þess að fólk ekki skildi hvað það var að segja en nógir voru til, af þeim sem betur þóttust kunna, að grípa tækifærið að hafa það að háði og spotti.
Til þess að nafnorð virki og skiljist þarf í rauninni aðeins fáeinar útgáfur af því þ.e. nefnifall, eignarfall, eintölu, fleirtölu og ákveðinn greini. Erum við t.d. einhverju nær um eðli og háttalag kattarins með því að svínbeygja hann á fjóra vegu í eintölu án greinis: köttur-kött-ketti-kattar (og samtals á 16 vegu í öðrum útgáfum)?
Það hefur meira að segja hvarflað að mér hvort ekki væri betur komið fyrir Íslendingum ef meira af púðri og tíma skólakerfisins hefði verið eytt í eitthvað annað en þessa flóknu, tímafreku og vafasömu beygingariðju.
Jón Bragi Sigurðsson, 8.2.2011 kl. 15:14
Að sjálfsögðu eiga foreldrar stóra sök á því hvernig börn þeirra misþyrma tungumálinu, en engu að síður er það hlutverk skólanna að kenna málfræðina og kennaranna að kenna og æfa nemendurna í málfræðireglum og framsögn, þ.e. að tala málið alemnnilega.
Það er hárrétt, sem kom fram hér að ofan, að háskólagengið fólk virðist komast í gegn um allt skólakerfið, þar á meðal háskólana án þess að læra nokkurn tíma almennilega íslensku. Það þarf ekki lengi að hlutsta á margt háskólagengið fólk til að heyra að það kann ekki einföldustu beygingar og tafsar og tuðar, þegar það reynir að tjá sig.
Kennarar eru háskólagengið fólk og er ekki betur að sér í íslensku en hver annar og geta því ekki kennt, leiðrétt og þjálfað nemendur sína í málinu.
Það er nokkuð hart að fólk skuli hafa verið betur máli farið á meðan meirihluti þjóðarinnar var ólæs og lærði málið eingöngu af samræðum við sér eldra fólk. Í þá daga gátu þeir eldri leiðbeint þeim yngri, en því miður er það ekki svo lengur og því styttist í að íslenskan verði málbastarður, sem engum reglum lýtur.
Því "menntaðri" sem þjóðin þykist vera, því verr er hún talandi.
Axel Jóhann Axelsson, 8.2.2011 kl. 15:22
Byrjað er að kenna ensku og dönsku mun fyrr í skólum í dag en gert var fyrir 30 árum eða svo. Kennlustundum í móðurmáli hefur þar að auki fækkað til muna.
Þetta hjálpar ekki til að viðhalda tungunni eins og við kunnum hana.
Svo er það skólakerfið sjálft sem gerir ekki lengur kröfur til móðurmálskunnáttu og verstir eru fjölmiðlarnir í sínu metnaðarleysi.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 22:19
Íslenskukunnáttan, eða réttara sagt skortur á henni, í dag er að mínu viti að miklu leyti til komin vegna breyttra heimilisaðstæðna barna sl. áratugi. Þá á ég við að báðir foreldrar vinna úti og hafa varla tíma til annars en að senda börnin í skólann á morgnana og gefa þeim að borða áður en þau fara í rúmið. Börn eru nánast hætt að lesa góðar bækur, þau horfa á sjónvarpið í staðinn og leika tölvuleiki. Þau eru ein heima stóran hluta úr degi og enginn til að tala við þau. Dauðþreyttir foreldrarnir gefa sér engan tíma til að kenna þeim, þó ekki væri nema bara að leiðrétta þau.
Síðan koma kennararnir sem eru því miður oft arfaslakir og nenna bara ekkert að standa í þessu. Það er eins og guðsgjöf að lenda á góðum kennara í dag. Það er staðreynd að kennarar eru bara venjulegt fólk, hvorki betri eða verri, sumir þeirra standa sig vel í vinnunni, aðrir alls ekki, og svo er meðallagið sem sullar bara í þessu.
Víst breytist málið, það er eðlilegt, en það má alls ekki breytast á þann hátt að við látum undan síga þegar verið er að níðast á því, það er ekki eðlileg þróun. Það er ekkert annað en hrein uppgjöf. Að geta t.d. ekki troðið því inn í hausinn á nemendum að stofn lýsingarorða sé í kvk. nf. et. þannig að fjöðmiðlafólk, jafnvel alþingismenn o.fl. vitii að maður segir bara alls ekki hæðstur, stæðstur og þar fram eftir götunum er bara hreinlega óþolandi. Ég bíð bara eftir að einhver segi beðstur.
Bergljót Gunnarsdóttir, 9.2.2011 kl. 03:00
Smá leiðr. í næstneðstu línu á að standa fjölmiðlafólk.
Bergljót Gunnarsdóttir, 9.2.2011 kl. 03:11
Það hefur verið ástríða sem hefur stundum jaðrað við "fanatík" hjá mér að nota íslenzkuna rétt. Oft hefur mér hreinlega blöskrað hversu illa er farið með okkar fallega mál. "ég er ekki að finna þetta" er ágætis dæmi um erlenda málnotkun sem búið er að troða inn í málfarið. Rétt væri að segja " ég finn þetta ekki". Mörg álíka dæmi er að finna um "íslenskun" á erlendum, og þá sér í lagi enskum orðasamböndum. Ég segi, virkja þarf íslenskukennsluna í grunnskólum landsins þannig að vonandi geti ungviðið farið að kenna foreldrunum rétt málfar. Undirritaður er fæddur undir lok áttunda áratugarins.
íslenskufasistinn (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 16:06
"ég er ekki að finna þetta", finnst mér í stakasta lagi.
En annað.... ég var að uppgötva fyrir slysni að það er hægt að nota drag/drop (draga/sleppa? ) aðferðina, þegar maður vill afrita texta, t.d. í athugasemdarkerfið. Það er fljótlegra en að hægri-smella á það sem á að afrita, og þurfa að svo að smella á "Copy" og svo á "Paste".
Það hljóta að vera einhverjir sauðir þarna úti, sem voru ekki búnir að fatta þetta
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2011 kl. 16:56
"ég er ekki að finna þetta" og flestar aðrar sagnir eru notaðar á þennan hátt í dag. Fólk kann nafnháttinn en ekki sagnbeyginguna, að ég hygg. Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur, "ég er alls ekki að fíla þetta", þvílíkt málfar!
Bergljót Gunnarsdóttir, 9.2.2011 kl. 18:14
Bergljót Gunnarsdóttir, 9.2.2011 kl. 18:18
Svo segja íþróttafréttamenn og fleiri að þessi eða hinn hafi "haft sigur" í staðinn fyrir að segja einfaldlega að viðkomandi hafi "sigrað" í leiknum eða "unnið" hann.
"Ég get alls ekki munað þetta" heyrist oft í staðinn fyrir að segja stutt og laggott "ég man þetta ekki".
Svona væri hægt að halda áfram í allan dag að telja upp þá nauðgun íslenskunnar sem núna er daglegt brauð í fjölmiðlum og almennri umræðu.
Axel Jóhann Axelsson, 9.2.2011 kl. 18:38
Mér finnst íþróttafréttamennirnir oft alveg sorglega skemmtilegir, orðatiltæki sem þeir nota óspart eru td. "að lúta í gras" og "með böggum hildar" heyrast alloft. Má vera að þeir séu að rembast við að bæta úr öllu bullinu sem veltur upp úr þeim, á misgóðri íslensku, en þeir þyrftu að kunna aðeins fleiri orðasambönd yfir að tapa eða ganga illa til að vera sannfærandi.
Annars vil ég taka sérstaklega fram að hraðar lýsingar á fót- eða handboltaleikjum eru eitthvað það skemmtilegasta sem ég heyri á öldum ljósvakans, hvort heldur er í útvarpi eða sjónvarpi.
Bergljót Gunnarsdóttir, 9.2.2011 kl. 19:11
Það er annað sem virðist vaða á súðum, en það er að tryggja hitt og þetta. Menn tryggja sér orðið sigur, keppnisrétt, jafnvel áskrift. Ekkert af þessu er tryggt samkvæmt skilgreiningu. Hættið að nota þetta orð!
Beztu kveðjur, Sigurjón
Sigurjón, 12.2.2011 kl. 00:36
Sigurjón, innilega sammála. Eigum við að ath. hvort ekki sé hægt að kaupa sér tryggingi fyrir öllu þesu tryggingarkjaftæði?
Bergljót Gunnarsdóttir, 12.2.2011 kl. 02:47
Það væri spurning Bergljót. Hringja í TM t.d. og spyrja hvort þeir tryggi áskriftina að Stöð 2...
Sigurjón, 12.2.2011 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.