7.2.2011 | 22:35
Ógæfuleg verkfallsboðun
Í því atvinnuástandi sem ríkir í landinu, þar sem hátt í 15.000 manns ganga atvinnulausir, fyrir utan allt það fólk sem flutt hefur úr landi til að finna sér lifibrauð, er ótrúlegt að sjá að starfsmenn fiskimjölsverksmiðja séu búnir að boða til verkfalls til þess að knýja á um tuga prósenta kauphækkun.
Það sem er áríðandi núna er að hækka laun hóflega, en vinna þess í stað að því að skapa störf fyrir þá sem enga vinnu hafa og þurfa að draga fram lífið á atvinnuleysisbótum, sem allir vita að eru ekki hærri en svo að þær rétt halda fólki yfir hungurmörkum og margir ná því ekki einu sinni.
Verkalýðshreyfingin virðist halda að það sé sniðug hernaðartækni að senda fámennan hóp í verkfall, vegna þess að hann geti valdið svo miklu tjóni í miðri loðnuvertíð, en það verður að teljast furðulegt, ef forystumenn verkalýðsfélaganna trúa því í alvöru sjálfir að samið verði við þennan hóp um miklar launahækkanir, sem hafi svo fordæmisgildi út um allt samfélagið.
Ekki er útlit fyrir annað en að starfsmenn fiskimjölsverksmiðja verði í verkfalli allan þann tíma sem tekur að ganga frá kjarasamningum við allan vinnumarkaðinn og ekki munu þeir fá atvinnuleysisbætur í verkfallinu.
Verkalýðshreyfingin mun þurfa að halda þeim uppi á launum með verkfallssjóðum sínum og ekki er hægt að segja að það sé vel úthugsuð fjárfesting.
Vinnustöðvun samþykkt í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo má nú kannski geta þess, að fari svo að boðað verði allsherjarverkfall á seinni stigum samningaviðræðna, þá detta þessi 15000 sem nú eru á atvinnuleysisbótum, af bótunum.
Ég er reyndar hissa á þeim ASÍ mönnum að taka þátt í aðför Samfylkingar að sjávarútvegsfyrirtækjunum í landinu. Ég er á því að víðsvegar um landið væri ástandið sínu verra ef ekki væru þar sjávarútvegsfyrirtæki í rekstri. Þar er ég ekki eingöngu að tala um þá sem vinna hjá þessum fyrirtækjum, heldur einnig þeim sem þjónusta sjávarútvegsfyrirtækin og þeim sem á einn eða annan hátt, geta þakkað tilveru sína það, að í byggðalaginu sé þokkalegt atvinnustig, vegna þess að þar er rekin útgerð.
Kristinn Karl Brynjarsson, 7.2.2011 kl. 23:58
ég held þú ættir að læra reikning bræðslu kallar eru ekki að fara fram á TUGI prósenta heldur 20.þúsund ofan á taxta plús nokkur önnur átriði sem kannski gætu jú látið þetta hopps upp fyrir 1 tug þegar það er búið að reikna það í prósentur. en ég tel rétt að ef fólk ættlar að tjá sig opinberlega eða annarsstaðar um málelfni að hafa alvanvega staðreyndir á hreinu en ekki bara henda fram því sem það minnir að hafi verið í umræðunni. annars finnst mer að sú 27% hækkun sem beðið var um frekar væg í öllu samhengi og finnst að atvinnurekendur hefðu átt að stökkva á svo hóflegar kröfur sem lagt var upp með.
Sverrir K Einarsson (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 10:06
Sverrir, það er nokkuð skondið að þú skulir skammast út í að ég tali um TUGA prósenta kauphækkunarkröfur, en klikkja svo út með því að 27% hækkun, sem beðið var um, væri frekar væg í öllu samhengi.
Af því að þú ert greinilega mikill reikningshaus, öfugt við mig, þá vil ég biðja þig að upplýsa hvort 27% sé ekki nálægt þrem tugum og því megi kalla það TUGI prósenta.
Axel Jóhann Axelsson, 8.2.2011 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.