Jóhanna biðjist afsökunar og lausnar

Þjóðin á inni afsökunarbeiðni frá Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir sína hönd, ríkisstjórnarinnar og þeirra embættismanna sem önnuðust framkvæmd Stjórnalagaþingskosninganna, en á allri framkvæmdinni ber Jóhanna höfuðábyrgð, sem forsætisráðherra, þó öll stjórnin sé þar samsek og fleiri ráðherrar hafi sýnt þjóðinni frámuna dónaskap eftir uppkvaðningu dómsins, t.d. Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra.

Bæði hafa þau sýnt fádæma hroka eftir að Hæstiréttur dæmdi kosninguna ógilda og sá fáheyrði atburður var orðinn staðreynd, að í fyrsta skipti í mannkynssögunni hefðu almennar kosningar á vesturlöndum verið með þeim eindæmum, að ágallar þeirra væru ekki einn og ekki tveir, heldur sjö og það svo alvarlegir að kosningin stæðist engar vestrænar kröfur um slíka framkvæmd.

Strax eftir að Jóhanna verður búin að biðjast afsökunar á þessu dýra og skammarlega kosningaklúðri á hún að fara til Bessastaða og biðjast lausnar fyrir sína hönd og ríkisstjórnarinnar og boða síðan til kosninga umsvifalaust og láta sjá svo til, að þær standist lög.

Geri hún hvorugt, kemur hún Íslandi og Íslendingum í flokk með þriðja heims ríkjum í huga þróaðra þjóða.  Þá verður farið að kalla Ísland "bananalýðveldi" með réttu.


mbl.is Skapa þarf vissu um framhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvað er þorgerður að tala um hundahald er það ekki of nálægt

gisli (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 15:01

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gísli, þú þarft að reyna að orða spurningar þínar þannig að þær skiljist.  Ekki hef ég a.m.k. grænan grun um hvað þú ert að fara með þessu innleggi þínu.

Axel Jóhann Axelsson, 26.1.2011 kl. 15:04

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

 

Hr. Jóhanna mun hvorki biðjast afsökunar né segja lausri stöðu sinni. Kerlan er forhertur Sossi, sem segir allt sem segja þarf um afstöðu hennar.

 

Ég minni á afstöðu hennar til þjóðaratkvæðisins. Þetta sagði Hr. Jóhanna:

 

»Maður veltir fyrir sér: Er þetta ekki hálfgerður hráskinnaleikur? Er þessi þjóðaratkvæðagreiðsla ekki »marklaus« þegar fyrir liggur annað tilboð á borðinu sem við gætum fengið? Maður veltir líka fyrir sér að ef svo færi að samningar tækjust í þessari viku, og eru bæði stjórn og stjórnarandstaða að vinna í því, er þá ástæða til að halda þessari þjóðaratkvæðagreiðslu til streitu ef það liggur allt annar og betri samningur á borðinu?«

 

http://altice.blogcentral.is/blog/2011/1/26/nylenduveldin-nidurlaegd-med-marklausu-thjodaratkvaedi/

 

Hr. Jóhann var ekki heldur mjög hrifin af Landsdómi. Um hann sagði hún:

 

»Ég hef gagnrýnt þessi lög (um Landsdóm) í gegnum tíðina og viljað fá breytt. Það hefði átt að vera búið að breyta þessum lögum fyrir löngu. Þingflokkur minn flutti tillögu árið 2003 um að leggja niður Landsdóm og ráðherrar sættu ábyrgð samkvæmt almennum dómstólum.«

 

http://altice.blogcentral.is/blog/2011/1/26/johanna-vill-leggja-nidur-landsdom/

 

Er hægt að finna hjá Hr. Jóhönnu einhverja virðingu fyrir Stjórnarskránni ? Núna vill hún valta yfir Hæstarétt, af því að rétturinn gerir ekki eins og HÚN vill. Það er skammarlegt að þetta Sossa-lið skuli ganga laust.

 

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.1.2011 kl. 16:53

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hún og ríkisstjórnin hafa sett viðmiðið um hverjum verði stefnt fyrir Landsdóm og fyrir hvað.  Ráðherrar þessarar ríkisstjórnar hljóta að vera byrjaðir að líta í kringum sig eftir verjendum.

Axel Jóhann Axelsson, 26.1.2011 kl. 16:56

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er hætt við að erfitt geti reynst hjá þeim að fá lögfræðinga Axel. Það er eðli lögfræðinga að vilja helst ekki taka að sér fyrirfram töpuð mál, þeir vilja að minnsa kosti sjá einhverja smá von um að geta varið sinn umbjóðanda.

Gunnar Heiðarsson, 26.1.2011 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband