24.1.2011 | 18:28
ASÍ hörfar af hólmi kjaraviðræðna
ASÍ sýndi þann fádæma ræfildóm í dag að hlaupast frá samræmdum kjarasamningum og láta samningana í hendurnar á einstökum sérsamböndum og félaga, sem að sjálfsögðu mum tefja alla samningagerð og gera hana miklu flóknari en ella.
Þetta gerir ASÍ vegna þess að sambandið treystir sér ekki til að styðja þá sjálfsögðu kröfu SA að grundvöllur atvinnuveganna verði tryggður, ekki síst sjárvarútvegsins sem haldið er í spennitreyju ríkisstjórnarinnar vegna venjulegs ósamkomulags þar á bæ um öll mál, sem varða heill lands og þjóðar.
Ekki er hægt að gera þá kröfu til fyrirtækja í sjárvarútvegi að þau geri samninga til langs tíma án þess að hafa hugmynd um hvaða framtíðargrundvöll til starfsemi sinnar stjórnvöld ætla að búa þeim í framtíðinni varðandi kvótamálin.
Ríkisstjórnin á leik og ætti auðvitað að standa við gerða samninga í þessu efni, en að ætlast til slíks er líklega of mikil tilætlunarsemi, miðað við fyrri gerðir þeirrar ólánsríkisstjórnar sem landsmenn þurfa að búa við um þessar mundir.
Því fyrr sem hún hrökklast frá, því betra.
Viðræðum um samræmda launastefnu hætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:55 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1146437
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála að mörgu leyti, en hvaða ríkisstjórn hefur ekki átt leik þegar að kjarasamningum kemur og hvaða ríkisstjórn hefur nokkurn tíma staðið við þau loforð, sem þá hafa verið gefin. Hver væri td. persónuafsláttur í dag, svo lítið dæmi sé tekið. Ég er samála hvað þessa ríkistjórn varðar, hún má hrökklast hvert sem helst, en málið er, hvað á að taka við?
sir Humpfree (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 19:12
Ég skil nú ekki þessar vangaveltur um hvað eigi að taka við þegar þessi ríkisstjórn hrökklast frá völdum. Það verður einfaldlega gengið til kosninga og umboð þingmanna endurnýjuð og/eða nýjir flokkar fá fólk inn á þing.
Síðan verður bara mynduð ný ríkisstjórn, t.d. undir forystu Sjálfstæðisflokksins, sem hefur mörgu frábæru fólki á að skipa.
Reyndar er sama hverjir yrðu í nýrri ríkisstjórn, hún gæti ekki orðið annað en betri en sú, sem nú situr.
Axel Jóhann Axelsson, 24.1.2011 kl. 19:20
Þetta er nú grundvallarmiskilningur hjá þér. Það er ekki ASÍ sem ákvarðar þetta. Samningarétturinn liggur hjá stéttarfélögunum ekki ASÍ og það voru þau sem tóku þessa ákvörðun.
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 19:39
frábæru fólki???, ertu td, að tala um formann flokksins?
sir Humpfree (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 20:09
Já, til dæmis.
Axel Jóhann Axelsson, 24.1.2011 kl. 20:35
Ég skil ekki svona strútshátt, Axel? Er það ekki morgunljóst að það er komið að ákvörðun Alþingis í kvótamálunum, sem og öðrum? Heldur þú virkilega að ég, á lélegum launum (miðað við meðaltalið), ætli að láta "Statuskvó"-áráttu útvegsmanna standa í vegi fyrir því að launin mín hækki eitthvað næstu mánuði??
Ég er nefnilega alveg staðráðinn í að samþykkja allsherjarverkfall í mínu stéttarfélagi, VR, ef Villi og Samtök Atvinnulífisns mæta ekki til samningaviðræðna innan viku!!!!!!!!!!!!!!!!
Halldór Halldórsson, 25.1.2011 kl. 00:20
Að sjálfsögðu beitir hver þeirri hernaðaraðferð sem hann telur sigurstanglegasta í það og það skiptið.
Ekki er ég alveg viss um að allherjarverkfall í því atvinnuástandi sem nú ríkir í landinu sé snjallasta herbragðið til að bæta kjörin.
Axel Jóhann Axelsson, 25.1.2011 kl. 00:51
Sjálfstæðisflokkurinn á ekkert erindi að stjórn landsins fyrr en búið er að hreinsa út hjá honum Vafninga, kúlulanadrottningar og sjóðssukkara.
Jón Ágúst (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 08:33
Jón Ágúst, ef þú ert í Sjálfstæðisflokknum þá tekur þú væntanlega þátt í að stilla upp á lista hjá flokknum í prófkjörunum, sem væntanlega munu fara fram fyrir næstu kosningar, eins og fyrir fyrri kosningar.
Prófkjörin eru hrein persónukjör og þar eru kosnir þeir einstaklingar sem stuðningsmenn flokksins vilja í framboð til Alþingis hverju sinni.
Svipaðar aðferðir eru tíðkaðar í flestum hinna flokkanna og því er það val t.d. stuðningsfólks Samfylkingarinnar hve margir óhæfir einstaklingar eru á þingi á vegum þess flokks. Sama má segja um VG, nema þar heitir prófkjörið forval, en ekki prófkjör, en eftir sem áður eru það stuðningsmenn flokksins sem hafa valið hjörðina sem á þingi situr fyrir VG.
Lýðræðislegar kosningar ráða því hverjir sitja á þingi og hverjir ekki. Enginn kemst á þing, nema eiga sér traustan stuðning almennra kjósenda síns flokks. Þeir sem óánægðastir eru með núverandi þingmenn ættu því að bjóða sig fram í næstu prófkjörum og láta reyna á hvaða stuðning þeir myndu fá frá almennum stuðningsmönnum viðkomandi flokks.
Axel Jóhann Axelsson, 25.1.2011 kl. 08:42
Ég skil ekki alveg, kannski einhver vilji útskýra afhverju sjávarútvegurinn ætti að ráða kjarasamningum? Mér finnst líka samræmd launastefna bull því að eru mörg fyrirtæki í ruglinu en líka mörg sem eru að gera það gott. Mér finnst bara ekkert að því að þau fyrirtæki sem standa vel borgi hærri laun.
Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 10:31
Samræmd launastefna hefur aldrei verið við lýði nema að nafninu til, þar sem kjarasamningar eru einungis gerðir um lágmarkslaun og síðan borga þau fyrirtæki sem standa vel yfirleitt hærra kaup en samningarnir segja til um.
Það er alveg skiljanlegt að SA vilji fá það á hreint við hvaða grundvöll sjávarútvegurinn eigi að starfa, áður en gengið verði til samninga. Varla geta menn gert samninga af viti, nema vita nokkurn veginn hvað fyrirtækin komi til með að þola í þeim efnum og þá ekki síst sjávarútvegurinn, sem er aðalundirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar.
Axel Jóhann Axelsson, 25.1.2011 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.