Icesave í skiptum fyrir ráðuneyti?

Ögmundur Jónasson var harður andstæðingur þess að gengið yrði að fjárkúgunarkröfum Breta, Hollendinga og ESB vegna Icesave og hætti meira að segja sem ráðherra frekar en að samþykkja afarkostina eins og Jóhanna og Steingrím J.

Á ýmsu hefur gengið síða það var og m.a. hefur þjóðin algerlega hafnað því að gerast skattaþrælar þessara erlendu kúgara, en skötuhjúin Jóhanna og Steingrímur J. vinna ennþá í þágu kúgaranna og gegn þjóð sinni og vilja með öllum ráðum koma fjárkúgunarkröfunni á þjóðina og réttlæta það með því, að tekist hafi að kría út afstlátt og þar með sé þetta hálfpartinn bara fjárkúgun á útsöluverði.

Nú segist Ögmundur ætla "að óbreyttu" að samþykkja þessa fjárkúgun, en muni þó skoða málið fram á síðustu stundu, eða allt fram að atkvæðagreiðslu í þinginu. Um leið lætur hann það koma fram, að hann sé nú ekki sammála því að leggja niður Sjávarútvegsráðuneytið og fella það undir Atvinnuvegaráðuneyti, sem aftur myndi kosta Jón Bjarnason ráðherrasæti.

Fróðlegt verður að fylgjast með því hvort niðurstaða ríkisstjórnarinnar og villikattanna í VG að "best fyrir þjóðina" verði að samþykkja fjárkúgunina og ekki síðra verði að halda sjálfstæðu Sjávarútvegsráðuneyti með Jón Bjarnason í þeim ráðherrastóli áfram.

Önnur eins hrossakaup hafa nú farið fram áður milli ríkisstjórnarflokkanna.


mbl.is Styður Icesave að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvar stendur Sjálfstæðisflokkurinn?

marat (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 18:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég hef mínar skoðanir á málunum algerlega óháð því hvaða skoðanir aðrir hafa. Hins vegar skipar maður sér í flokk með fólki sem hefur svipaðar lífsskoðanir og maður sjálfur og getur samsamað sig við, þó það sé ekki sammála manni í hverju einasta atriði í lífinu.

Þú lærir þetta allt saman eftir því sem þú eldist og þroskast.

Axel Jóhann Axelsson, 23.1.2011 kl. 18:57

3 identicon

Ég er sammála þér um Icesave og tel að núverandi samningur væri ca. about sá samningur sem lægi fyrir ef við töpuðum Icesave málinu fyrir dómstólum.

Hitt er að verða brennandi spurning: Hvað ætla sjálfstæðismenn að gera?

marat (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 19:43

4 Smámynd: Elle_

Ögmundur ætlar þá að bregðast eftir allt eins og hinir í stjórnarflokkunum, nema Lilja Mósesdóttir, og sættast á fjárkúgun gegn okkur.  Hegðun stjórnarliða í þessu kúgunarmáli er gunguleg og ógeðsleg og þau munu aldrei komast upp með það.

Elle_, 23.1.2011 kl. 20:49

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Því er logið að sinnaskipti Ögmundur stafi af því að í stað 1000 milljarða Icesave-klafa, sé hann bara 500 milljarðar ! Auðvitað sjá allir í gegnum svikavefinn. Hamskipti Ögmundar stafa af verri vígstöðu Icesave-stjórnarinnar. Nú neyðast þeir til að gefa eftir það fylgi, sem Ögmundur blekkti til að halda áfram stuðningi við kommaflokkinn. Haft er eftir Ögmundi:

 

 

»Jafnvel þótt ég sé mjög ósáttur við þetta mál allt í grunninn, þá held ég að ef það verður yfir okkur næstu misserin og árin muni það rífa okkur á hol. Ég held að það sé komið að því að við reynum að ljúka þessu en ég geri það ekki hvað sem það kostar. Ég ætla að sjá hvaða niðurstaða kemur út úr fjárlaganefnd og mun fara rækilega í málið í þingumræðunni.«

 

Getur Ögmundir ekki verið meira sannfærandi en þetta ? Heldur hann að »nytsömu sakleysingarnir« hafi ekki stærra heilabú en fiskiflugur ? Öllum er ljóst að ekkert getur rifið Íslendska þjóð á hol nema sviksemi Icesave-stjórnarinnar. Það er borgarastríð sem getur sundrað þessari þjóð, en ekki ósætti við aumkunarverð nýlenduveldi.

 

http://altice.blogcentral.is/blog/2011/1/24/leiksyning-i-bodi-vinstri-graenna/

 

 

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 24.1.2011 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband