Ég játa ábyrgð á ísbjarnarblús Jóns Gnarrs

Fyrir tæpu ári síðan setti ég fram í hálfkæringi að réttast væri að fanga ísbirni sem hér gengju á land og koma þeim fyrir í Húsdýragarðinum í stað þess að drepa þá, enda um dýr í útrýmingarhættu að ræða.

Nokkrar umræður sköpuðust um málið í framhaldinu og fannst flestum þetta algerlega arfavitlaus hugmynd og hæddust að vitleysisganginum sem fælist í því að setja svona dellu í loftið.  Einn af fáum sem þó tók undir hugmyndina og þakkaði reyndar fyrir hana var maður sem kallar sjálfan sig Einhvern Ágúst og er nú innsti koppur í búri Besta flokksins og áhrifamaður innan meirihlutans í Reykjavík.

Leiða má líkur að því að sá ísbjarnarblús sem nú er spilaður og sunginn af Besta flokknum eigi uppruna sinn í þessa bloggfærslu mína, en hana og viðbrögðin við henni má sjá HÉRNA

Nú nagar samviskubitið hugann og sú spurning vaknar hvort sá sem gefur barni leikfang beri ábyrgðina, ef það skaðar sjálft sig eða aðra með því.


mbl.is Stendur ekki til að kaupa ísbjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Til að staðfesta enn frekar sekt mína í þessu máli, má benda á þessa setningu úr athugasemd nr. 13 með bloggfærslunni frá því í fyrra:  "Hugsanlega væri hægt að stofna einhverskonar sjóð hérlendis, sem hefði það að markmiði að bjarga slíkum dýrum, t.d. ísbjörnum."

Svona tillaga myndi jafngilda játningu um glæp fyrir hvaða dómstóli sem væri.  Fyrir að taka tillöguna traustataki og nýta hana í stefnuskrá sinni og ekki síður með sjóðsstofnun fyrir Ísbirni, ætti að dæma Jón Gnarr og flokk hans í útlegð úr íslenskum stjórnmálum til allrar framtíðar.

Axel Jóhann Axelsson, 18.1.2011 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband