17.1.2011 | 10:49
Skandall í skilanefnd
Það getur ekki flokkast undir neitt annað en hneyksli af stærri gerðinni og jafnvel hreina spillingu, að Jóhannes Rúnar Jóhannsson, lögmaður, sem sæti á í skilanefnd Kaupþings skuli jafnframt vera verjandi Ívars Guðjónssonar, fyrrv. forstöðumanns eigin viðskipta Landsbankans, sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um stórfellda markaðsmisnotkun og annað vafasamt brask í tengslum við lánveitingar til nokkurra félaga til kaupa á hlutabréfum í bankanum sjálfum og hafa með því áhrif á verð hlutabréfanna í Kauphöllinni.
Samkvæmt fréttinni er starf Jóhannesar í í undirnefnd skilanefndarinnar hlelst þetta: "Nefndin hefur það hlutverk að endurskoða ýmsar óvenjulegar lánveitingar til aðila sem tengdust bankanum ásamt því að sjá um samskipti skilanefndarinnar við embætti sérstaks saksóknara."
Svo heldur þessi forherti skilanefndarmaður því fram að störf hans fyrir skilanefndina skarist á engan hátt við starf hans sem verjanda fyrir meintan sakamann, sem einmitt liggur undir grun um samskonar afbrot og skilanefndarmaðurinn á að vera að rannsaka fyrir Kaupþing.
Hvernig á Jóhannes að sjá um að koma gögnum til Sérstaks saksóknara um meinta glæpi í Kaupþingi og vera svo verjandi gagnvart Sérstökum saksóknara vegna samskonar brota í öðrum bönkum? Að telja þetta ekki vera skörun er algert dómgreindarleysi og spurning hvort ofurlaunin fyrir skilanefndarstörfin séu farin að spilla skilanefndunum eins og fyrirrennurum þeirra við stjórnun bankanna.
Fyrsta verk Fjármálaeftirlitsins í kjölfar þessara frétta af Jóhannesi þessum hlýtur að vera að setja hann af sem skilanefndarmann og setja síðan í gang rannsókn á öllum störfum og gerðum skilanefnda eftir bankahrun.
Verjandi situr í eftirlitsnefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú er ég hjartanlega sammál þér.
Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 12:05
Hver lýtur eftir starfsmönnum skilanefndanna.?Þvílíkt hneyksli,enn og aftur sjáum við hvílíkt bananalýðveldi er hér.Hver skyldi vera fortíð skilanefndarfólks,ef einn svona siðlaus er þá má búast við fleirrum.
Númi (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 12:19
Því miður er svona rugl og spilling hætt að koma mér á óvart.Spillingarfréttir eru orðnar svo margar að það er lomið visst ónæmi fyrir þessu.
sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 12:45
Og þetta á almenningur að gleypa hrátt! En þetta er svo sem í takt við annað og mér er það til efs að FME muni nokkuð gera.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 17.1.2011 kl. 13:13
Algerlega sammála þér Axel.
Mér sýnist að nú reyni á hvort að FME er starfi sínu vaxið eða ekki.
Ef þeir gera ekki neitt í þessu máli er trúverugleiki þess farinn veg allrar veraldar og almenningur mun setja þá á sama stall og FME var fyrir hrun. Það er grútmáttlaust, handónýtt og meðvirkt ríkisapparat !
Almenningur þarf að veita þessu frekari eftirtekt og fylgja málum eftir svona má ekki líðast.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 17:27
Ég ætla að vona að dómara vinni eftir sem áður eftir Stjórarskrá lýðveldisins en þar stendur dæma skal eftir lögum. Hvergi minnst á að vinnustaður lögmanna hafi þar nein áhrif.
Guðmundur Ingi Kristinsson, 18.1.2011 kl. 01:58
Guðmundur Ingi, þú hefur eitthvað misskilið innihald pistilsins, því það var hreint ekki verið að fjalla um vinnustað lögmannsins, heldur hagsmunatengslin sem eru alveg greinileg vegna verkefnanna sem maðurinn er að vinna að fyrir skilanefndina.
Axel Jóhann Axelsson, 18.1.2011 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.