16.1.2011 | 13:33
Glæpir Wikileaks í beinni útsendingu
Svissneskur glæpamaður sem stal fjárhagslegum upplýsingum frá a.m.k. þrem bönkum og sem snerta 2000 viðskiptamenn þeirra á árabilinu 2000-2009, ætlar að afhenda Julian Assange, eiganda Wikileaks, þessi gögn á blaðamannafundi á mánudag.
Julian Assange mun hafa sagt að beðið yrði með að birta gögnin á vefnum á meðan að hann og félagar hans kvæðu upp dóma um það hvort um skattsvik þessa fólks sé að ræða, eða ekki. Hvaðan þessum sjálfskipaða siðapostula kemur vald til að kveða upp slíka dóma fylgir hins vegar ekki sögunni, né hverja hann ætlar að kalla fyrir dóm sinn sem vitni, eða hvort sakborningunum verði skipaðir verjendur.
Hafi tilgangur gagnaþjófnaðarins verið að koma upp um skattsvik hefði mátt ætla að þjófurinn skilaði þýfi sínu til viðkomandi skattyfirvalda, sem þá myndu rannsaka málið og vísa málum til almennra dómstóla, ef ástæða væri til. Með því að afhenda Assange tölvugögnin á blaðamannafundi með þeirri auglýsingastarfsemi sem slíku fylgir, er greinilegt að tilgangurinn er allt annar en að koma upp um skattsvikara.
Tilgangurinn með þessum þjófnaði, eins og öðrum slíkum, er greinilega að græða á honum fjárhagslega, því farið er að reka Wikileaks eins og hvert annað gróðafyrirtæki og fyrirtækið stutt af öllum helstu tölvuglæpamönnum veraldar, sem hika ekki við að hakka sig inn í hvaða tölvu sem er, stela þaðan gögnum og jafnvel skemma eða eyðileggja heilu tölvukerfin.
Sómakært fólk þarf að fara að taka upp baráttu gegn Wikileaksglæpalýðnum og snúa sér að baráttu fyrir opnara stjórnkerfi og auðveldari aðgangi almennings að upplýisingum frá opinberum aðilum.
Málið er heiðarleg barátta í stað glæpsamlegrar.
Lekur gögnum um ætlaða skattsvikara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Loksins einhver (annar en ég) sem sér Vikileaks eins og þau eru í raun. Skálkaskjól og ekkert annað. Við komumst ekkert áfram með kröfuna um þætta upplýsingagjöf og meira gegnsæi ef við ætlum að beita glæpamönnum eins og Julian Assange fyrir vagninn. Hér þarf að skera á þessi tengsl Íslands við Vikileaks og gera aðstandendum þeirra samtaka ljóst að Ísland verður ekki sá griðastaður sem að var stefnt. Vikileaks mun skaða frjálsa umræðu á netinu meira en sem nemur eihverjum "uppljóstrunum" Það verður að vera önnur lausn
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.1.2011 kl. 14:12
Þú hlýtur að vera að djóka :)
Axel Óli (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 14:19
Sammála ykkur Axel og Jóhannes, gæti verið að við séum þögull meirihluti hvað þetta varðar?
Páll (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 14:25
Tek undir hvert orð hér á undan, almenningur verður að fara að skilgreina hvernig samfélag við viljum byggja og búa í? Er það eðlilegt að aðili sem staðið hefur að þjófnaði gagna úr lokuðum tölvukerfum sjálfstæðra þjóða beri fyrir sig friðhelgi sem alþingismaður þegar kemur að hennar eigin gögnum. Þingmönnum, ráðherrum og alþjóðastofnunum er beitt til að vernda viðkomandi "Er ekki eitthvað rangt við þetta"
Aðalsteinn Jónsson. (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 14:32
Sammála, Axel.
Auðvitað eru að koma fram upplýsingar frá þessum glæpasamtökum sem eiga fullt erindi til almennings, en það er agnarsmátt brot af þessum skjölum. Wikileaks eru einfaldlega að reyna að vera fyrstir með fréttirnar og hagnast á því. Réttlætiskennd er ekki drifkrafturinn í þessu fyrirtæki.
Það sem er hins vegar grafalvarlegt við þær upplýsingar sem frá þessu fyrirtæki kemur, er að upplýsingarnar eru meðhöndlaðar sem dómsniðurstaða hjá háværum hópi fólks og þá skiptir engu hvers eðlis upplýsingarnar eru.
Vesturlandabúar telja sig búa við réttarríki, en Wikileaks er andstaða við réttaröryggi og grefur undan því.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2011 kl. 14:47
Það er þyngra en tárum tekur að horfa upp á fólk reyna að verja þessa fjárplóps- og glæpastarfsemi.
Það er alveg rétt hjá þér, Gunnar, að þetta er farið að snúast um að vera fyrstir með fréttirnar og GRÆÐA Á ÞVÍ.
Axel Jóhann Axelsson, 16.1.2011 kl. 15:05
Ekki síður er hægt að taka undir með Aðalsteini, að tvöfeldni Birgittu Jónsdóttur og annarra stuðningsmanna glæpaklíkunnar í kringum Wikileaks er ekkert nema hlægileg.
Hún ætlast til að allt annað réttlæti og allt önnur lög gildi um sig en aðra.
Opinberir aðilar á Íslandi ættu að hunskast til að hætta öllum stuðningi við Birgittu, en snúa sér að því að uppfylla skyldur sínar við Jóel litla, sem Ögmundur og félagar halda í gíslingu í Indlandi.
Axel Jóhann Axelsson, 16.1.2011 kl. 15:08
Jóhannes, þú sérð á viðbrögðunum að við erum alls ekki einir um þessar skoðanir á Wikileaks og þeim glæpum sem tengjast því GRÓÐAFYRIRTÆKI.
Sennilega erum við þögull meirihluti, sem erum á þessari skoðun, eins og Páll segir.
Axel Óli virðist hins vegar vera fulltrúi siðleysingjanna í þjóðfélaginu.
Axel Jóhann Axelsson, 16.1.2011 kl. 15:11
Ég vona að þú áttir þig á að Wikileaks er fjölmiðill. Ég veit ekki betur en að íslenskir fjölmiðlar hafi nálgast ýmis trúnaðargögn í gegnum tíðina og birt þau. Ég hef ekki séð þig minnast á þau tilvik hingað til.
Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 15:18
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast. Lítu í spegil.
Arnar (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 15:23
Hvaða afleiðingu hefur það fyrir fjölmiðil, ef hann er uppvís af því að stela trúnaðargögnum og birta þau? Geturðu svarað því, Jóhann Kristjánsson?
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2011 kl. 15:24
GunnarTh. Hvaða trúnaðarupplýsingum hefur Wikileaks stolið?
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.1.2011 kl. 15:31
Það er yfirleitt ekki fjölmiðillinn sjálfur sem stelur upplýsingum. Heldur er hann með uppljóstrara sem þeir reyna eins og þeir geta að fá nýjar upplýsingar úr, M.a. með því að uppljóstrarinn steli yfirleitt eða komist yfir upplýsingar með ólölegum hætti. Þetta hefur verið svona í fjölda fjölda ára og fjölmiðillinn sjálfur virðist aldrei vera sóttur til saka, allaveganna hingað til. Samanborið var áætlun Bush að hlera á skattborgurum með ólöglegum hætti og svosem watergate málið gefið fjölmiðlum af svona uppljóstrurum ef út í það er farið. Ef eitthvað kemur í fréttum um rosalega viðkvæm mál sem áttu ekki að fara neitt útfyrir fyrirtækið er það næstum án undartekninga uppljóstrari.
Ragnar (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 15:34
En meðan það er ekkert gagnsæi í upplýsingum frá hinu opinbera og þeir halda fullt af upplýsingum frá borgurum eða sækja ekki skattskvikara til saka því þeir eru of voldugir, virðist svona verða að vera, ekki að ég sé að segja að stela sé rétt, en einhvernveginn þarf að þrýsta á að þessar upplýsingar komi í ljós.
Ragnar (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 15:37
Eins og hver annar ábyrgur fjölmiðill fer ritstjórn Wikileaks yfir þau skjöl sem á síðu þeirra birtast, til að forða því að saklaust fólk hljóti einhvern skaða af. Þannig voru t.d nöfn njósnara og gagnnjósnara Bandaríkjanna, staðsetningar og aðrar þær upplýsingar sem gætu bent á um hvern er rætt, fjarlægð úr Íraksskjölunum. Sama má segja um þessi fáu Sendiráðsskjöl sem hingað til hafa verið birt. - Þetta er ástæðan fyrir því að Bandaríkjamönnum sem öðrum hefur gengið svona erfiðlega að hnoða saman sannfærandi ákærum á hendur Wikileaks og Assange. - ÞAð eina sem þeir hafa getað gert er að beita fyrir sig sérlögum um hryðjuverk og heimalandsvarnir þar sem þeir þurfa ekki að reiða fram neinar upplýsingar til að réttlæta aðgerðir sínar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.1.2011 kl. 15:42
Enda þeir sem segja að wikileaks leki bara öllu út og sé að setja fullt af lífum í hættu, þeir ritskoða þetta alveg eins og þeir geta og eru líka bara búnir að setja hve mörg skjöl út? 3%?
Ragnar (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 15:47
Allir fjölmiðlar birta trúnaðarupplýsingar og leyniskjöl, komist þeir yfir slíkt. Og slíkt selur, trúðu mér. Fannst þér illa gert af þeim að birta lánabók Kaupþings þarna um árið? Ég tek undir með Svani hérna og minni á að þó svo að búið sé að loka á síður Wikileaks með valdi og lögbrottum, þá sitja helstu fjöllmiðlar heims með þessar upplýsingar og birta þær eftir hendinni. Eru það glæpamenn líka? Mér þykir þú kominn á ansi afstæða slóðir hérna og botna raunar ekkert í gremju þinni. Hitt er annað mál að ég er sammála því að þessar birtingar geta ógnað málfrelsi á netinu. Gefur valdamönnum réttlætingu á að hefta það þvert ofan í lög. Raunar fylgjast Amerískar leyniþjónustur með einkalífi fólks á netinu og er ekkert heilagt þar. Eru leyniþjónustur stikkfrí í slíkri glæpastarfsemi?
Jón Steinar Ragnarsson, 16.1.2011 kl. 15:55
ekki sé ég neitt rangt við það sem þeir eru að gera, þarna var verið að birta upplýsingar um ríka men sem svindla sér frá skatti, og einig hefur wikileaks birt myndbönd af bandaríkjamönnum að myrða fréttamen og borgara í írak (þeir sem gera slíkt eiga engan rétt á trúnaði og er ekkert rangt við það að "stela " af þeim upplýsingum og sýna heiminum)
einhver (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 16:50
Það er merkilegt að sjá, að sumir skuli réttlæta eina tegund glæpa og væri fróðlegt að sjá hvaða glæpi þetta fólk finnst sjálfsagt að styðja og hvaða glæpi það vill láta refsa fyrir.
Er eitthvað réttlætanlegra að stela öllum upplýsingum af tölvum en að stela tölvunum sjálfum? Er réttlætanlegt að fénýta sér stolin tölvugögn en ekki stolnar tölvur?
Annaðhvort styður fólk glæpi eða ekki og annaðhvort vill fólk lifa í þjóðfélagi, þar sem farið er að lögum og reglum, eða ekki.
Það gengur aldrei að siðblindingjar geti valið sér þau lög sem þeir kæra sig um að fara eftir og hver ekki.
Með lögum skal land byggja og ólögum eyða.
Axel Jóhann Axelsson, 16.1.2011 kl. 18:52
Axel: Já fólk VILL lifa í þjóðfélagi þar sem farið er eftir lögum og reglum, en það er bara því miður ekki raunin. Þess vegna er það aðhald sem Wikileaks og sambærilegar síður nauðsynlegt (a necessary evil).
Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 19:00
Arngrímur, þar með hlýtur þú að telja það réttlætanlegt að vera þjófsnautur. Ekki finnst mér nú ástæða til að hrópa húrra fyrir slíkri siðblindu.
Axel Jóhann Axelsson, 16.1.2011 kl. 19:05
Axel. Hvaða lög banna að "stolin" tölvugögn séu birt í einhverjum fjölmiðli? - Slíkt er alsiða hér á landi og erlendis og það er ekki hægt að verjast því. Það er hægt að lögsækja þann sem stelur upplýsingunum, en ekki þann sem birtir þær. Morgunblaðið hefur t.d. birt úrdrætti úr Wikileaks gögnum og sett krækjur við fréttir sínar um þær, beint á gögnin. Hefur Morgunblaðið brotið lög með því að þínu mati? Eru morgunblaðsmenn siðblindingjar af því þeir hafa birt efni sem áður hefur birst á wikileaks?
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.1.2011 kl. 19:15
Gunnar Th: Það væntanlega kemur í ljós ef svo er, er það ekki?
Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 19:28
Svanur, mér er nákvæmlega sama hver tekur við þýfi og fénýtir sér það.
Ef fjölmiðlar hættu að taka þátt í svona glæpum myndu þeir lognast út af sjálfkrafa, enda yrði þá ekkert hægt að græða á þjófnaðinum.
Það á að flokka nýtingu stolinna tölvugagna á nákvæmlega sama hátt og nýtingu stolinna tölva, eða annars þýfis.
Axel Jóhann Axelsson, 16.1.2011 kl. 19:32
Axel: Þú gætir kannski frætt okkur um hvernig fjölmiðlalaus veröld yrði?
Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 19:42
Jóhann, þetta er svo fáránleg spurnig að hún er auðvitað ekki svaraverð. Heldur þú virkilega að hver einasta frétt, sem birtist í fjölmiðlum sé byggð á þýfi?
Axel Jóhann Axelsson, 16.1.2011 kl. 19:46
Axel: Nei langt því frá. Þess vegna þykir mér undarlegt að þú talar um að fjölmiðlar muni lognast útaf ef þeir tækju ekki þátt í "svona glæpum"
Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 19:52
Ég sagði að glæpirnir myndu lognast út af ef enginn vildi þiggja þýfið, enda yrði þá ekkert hægt að græða á þeim.
Þú verður að reyna að efla lesskilninginn.
Axel Jóhann Axelsson, 16.1.2011 kl. 19:59
Axel. Það eru stjórnvöld sem setja lögin og það eru þau sem ákveða hvaða upplýsingar skulu vera aðgengileg almenningi og hver ekki, hverju sé löglegt að dreifa og hverju ekki. Þeir sem ekki eru sammála stjórnvöldum og dreifa upplýsingum sem stjórnvöld hafa bannað eða telja sig ein hafa yfirráð yfir, lenda í fangelsi.
Þannig á þetta að vera finnst þér Axel og þannig er þetta í allt og mörgum löndum.
Þannig er þetta í Kína þar sem friðarverðlaunahafinn Liu Xiaobo enn í stofufangelsi, í Íran þar sem er klínt er á Shirin Ebadi friðarverðalauna hafa skattakæru til að þagga niður í henni í viðbót við aðrar ofsóknir sem hún hefur þurft að sæta, í Burma er Aung San Suu Kyi kyrrsett og múlbundin og svo mætti lengi telja.
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.1.2011 kl. 20:07
Svanur #12
Ef þú tekur við og höndlar með þýfi, þá ert þú samsekur. Ef þýfið varðar þjóðaröryggi, þá er hægt að dæma fyrir landráð.´Í sumum löndum þýðir það dauðarefsing.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2011 kl. 20:13
Svanur, það á að berjast fyrir opnara þjóðfélagi á löglegan hátt og þar með að aðgengi að hvers kyns upplýsingum verði auðveldara.
Það eru léleg rök að benda á lokuðustu einræðisríki veraldar sem röksemd fyrir lögbrotum. Í lýðræðisþjóðfélagi er það "lýðurinn" sem kýs sér foringja og getur og á að hafa áhrif á lagasetninguna.
Þú getur aldrei og mátt aldrei velja sjálfur eftir hvaða lögum þú vilt fara. Þeir sem brjóta gildandi lög verða einfaldlega að taka afleiðingunum af því, eftir þeim viðurlögum sem gilda hverju sinni.
Axel Jóhann Axelsson, 16.1.2011 kl. 20:19
Nei, Gunnar, þú ert ekki samsekur þjófinum, þótt þú kunnir að vera sekur um þann glæp sem þú lýsir, þ.e. þú getur sem sagt verið fundinn sekur um að höndla þýfi en það gerir þig ekki sekan um að hafa stolið því. Wikileaks hefur vissulega dreift "stolnum" upplýsingum, en þeir hafa ekki stolið neinum upplýsingum sjálfir.
Ef Wikileaks hefðu stolið t.d. Sendiráðsupplýsingunum hefðu þeir verið í blóra við lög í næstum öllum vestrænum ríkjum. - En um dreyfingu á slíkum upplýsingum gilda önnur lög og frelsi fjölmiðlanna til að birta slíkar upplýsingar eru varðar í flestum stjórnarskrám þesara landa. Þetta með þjóðaröryggið er einnig afar veikt. Bandaríkjamenn hafa sjálfir reynt að frá fjölmiðla dæmda fyrir slík brot en ekki tekist. Þess vegna hafa Bandaríkjamenn ekki einu sinni reynt að lögsækja aðra fjölmiðla í Bandaríkjunum sjálfum fyrir að birta þessar Wikileaks upplýsingar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.1.2011 kl. 20:29
Axel: Það er varla glæpur að koma upp um stríðsglæpi og önnur myrkraverk harðstjóra út um allan heim, koma upp um mannréttindabrot og önnur lögbrot stjórnvalda. Ég get hins vegar verið meira sammála þér í sambandi við hluti eins og meint skattsvik, slíkt á auðvitað bara að fara hefðbundnar leiðir í réttarkerfinu.
Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 20:43
Axel. Við getum þá vel haldið okkur við vestrið og hvernig hin svo kölluðu lýðræðisríki taka á málum sem þau telja að ekki eigi að koma fyrir almenningssjónir.
Hvernig var meðferðin á Daniel Ellsberg eftir að hann gerði Pentagon skjölin, sem sögðu frá stríðsglæpum Bandaríkjanna í Viet Nam, opinber?
Og hver urðu örlög Dr. David Kelly sem var helsta heimild BBC um að engin fjöleyðingarvopn væri að finna í Írak. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.1.2011 kl. 20:53
Hvað á þetta að sanna, aðnnað en nauðsyn þess að berjast fyrir opnari stjórnsýslu og frjálsari aðgangi að öllum opinberum upplýsingum?
Axel Jóhann Axelsson, 16.1.2011 kl. 22:21
Svanur, auðvitað er ekki hægt að lögsækja fjölmiðla fyrir að copy/paste upplýsingar sem þegar eru opnar fyrir öllum á netinu. Slæm samlíking hjá þér.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2011 kl. 22:34
Ég veit ekki í hvaða kúlu þú ert búinn að búa í síðustu ár og áratugi Axel, en í hinum raunverulega nútímaheimi viðgengst spilling í öllum þrepum samfélagsins og í öll kerfum og ríkisstjórnum veraldar. Að lifa í þeirri blekkingu að ríkisstjórnir muni breyta sínum spilltu venjum (t.d. með auknara aðgengi að upplýsingum ofl.) og þar með sýna sitt rétta andlit, er barnaleg hugsun á vægast sagt háu stigi. Eins hefur það sýnt sig og sannað gegnum tíðina að hin ýmsu gögn um ólöglegt athæfi hefur ekki alltaf ratað rétt í réttarfarskerfinu, þrátt fyrir að hafa komist í hendur Skattayfirvalda eða annarra sambærilegra.
Ef Ísland væri svona laust við spillingu, mismunun og klíkuskap, heldur þú virkilega að útrásarvíkingarnir (svo ég taki "frægasta" dæmið) væru ekki löngu komnir á bakvið lás og slá? Þú hefur kannski misst af því, en það hefur alltaf skipt máli hvort um sé að ræða Jón í vinnugallanum, eða Jón í jakkafötunum. Þetta er heldur ekki spurningin um hvort hægt sé að sanna eitt eða annað. Ef vilji er fyrir hendi, þá er mönnum refsað fyrir brot sín. Viljinn er bara ekkert alltaf fyrir hendi.
Hvað varðar WikiLeaks og áherslur þínar á að það sé rekið sem fyrirtæki, er ekki eitthvað sem ég velti mér ekki upp úr. Né heldur velti ég mér upp úr því sem gengur á hjá ritstjóra Morgunblaðsins, sem dæmi.
Það sem ég sætti mig aftur á móti við, er að af tvennu illu að velja:
1. Ólöglegt leynimakk ýmissa stofnana og ríkisstjórna um heim allan sem viðgengst án vitneskju almennings, eða..
2. Ólögleg öflun gagna sem ljóstra upp ofangreindu, og "fræða" almenning um raunveruleika kerfis/stjórnar þeirra.
..þá er nokkuð augljóst hvað ég vel! Allavega annað valið hefur jákvæða hlið, meðan hitt hefur enga!
Það er vonandi að þú vaknir einhvern daginn og áttir þig á að við lifum því miður ekki í útópíu, og það "vald" sem við "kjósum" okkur, er vanalega tímabundin sjálfsblekking um að við höfum eitthvað val um þá spillingu sem situr að völdum í það og það skiptið. Eins og áður hefur verið komið inn á, hefur sannleikurinn og "réttlæti" kostað margan mikið. Ef öll þessi löglega vinna sem lögð hefur verið í að breyta kerfum síðustu áratugi, hefði einhver áhrif, þá væri ekki þörf á WikiLeaks.
Hvernig myndir þú snúa þér í því (löglega) að breyta kerfinu? Bíða áfram og vonast eftir því að kerfið fari að "laga sig sjálft", og hætti skyndilega að leyna gögnum og sinna eigin hagsmunahópum, svo dæmi sé tekið? Eða halda áfram í "löglegu" aðgerðunum, sem hafa virkað svo afskaplega "vel" hingað til?
"All that is required for evil to prevail is for good men to do nothing." - Edmund Burke
Sæsi Sævarsson (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 23:06
Gott að þú sérð þetta Gunnar Th. Hvað gerir Wikileaks annað en "copy/paste" þær upplýsingar em þeim eru sendar?
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.1.2011 kl. 23:23
Nákvæmlega Axel. Það er einmitt það sem Wikileaks er að berjast fyrir, þ.e. " opnari stjórnsýslu og frjálsari aðgangi að öllum opinberum upplýsingum".
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.1.2011 kl. 23:26
Axel: Það var hægt að skilja þetta á tvennan hátt. En gott að þú útskýrðir betur hvað þú áttir við. En hvaða leiðir leggur þú til að Wikileaks fari til að fá þessi gögn sem þeir vilja birta?
Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 23:47
Ég styð wikileaks. Opin stjórnsýsla og afnám bankaleyndar og hverskyns pukur í bakherbergjum er markmið Wikileaks að berjast gegn. Það er gott fyrir alla alþýðu heimsins. Hinir raunverulegu glæpamenn eru þeir sem vilja koma Wikileaks á kné. Samanber stjórn usa sem eru glæpajúðar.
Birgir Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 07:33
Wikileaks er algerlega nauðsynleg samtök; Þöggun og leynd er besti vinur spillingar og glæpa.
Farið nú að ná ykkur af Stokkhólms heilkenninu
DoctorE (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 08:02
Vilja menn ekki vinsamlegast svara spurningunum í innleggi nr. 19, hér að framan?
Axel Jóhann Axelsson, 17.1.2011 kl. 08:29
Já það er réttlætanlegt að leka gögnum sem afhjúpa spillingu og glæpi... comon.
Ef einhver myndi leka gögnum um arðrán íslands, afhjúpaði glæpamenn og annað hyski; Værir þú á móti því?
Ef svo er, þá ertu hluti af vandanum.
doctore (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 09:22
Þú misskilur, Svanur. Wikileaks er ekki í hlutverki "saklauss" fjölmiðilis í þessu máli. Samtökin eru hýsill og skálkaskjól fyrir glæpsamleg athæfi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.1.2011 kl. 09:28
Doctoree, þetta er þín eigin skilgreinig á siðblindu þinni og ekki ætla ég að draga í efa þessa greiningu þína á sjálfum þér. Þér finnst í lagi að fremja glæpi og ert þar með ekki hótinu betri en glæpamennirnir sjálfir.
Axel Jóhann Axelsson, 17.1.2011 kl. 09:38
Axel spyr;
Eins og komið hefur fram hefur fólk þurft að taka gögn ófrjálsri hendi (stela þeim) og birta þau í leyfisleysi, og brotið þannig lög, en á sama tíma afhjúpað stórkostlega glæpi ríkisstjórna og stjórnvalda. Í þessum tilfellum hafa stjórnvöld reynt að leyna ódæðum sem þær hafa verið ábyrgar fyrir og borið fyrir sig lög landsins, jafnvel þjóðaröryggi. - Þetta fólk hefur verið lögsótt af stjórnvöldum, fangelsað og ofsótt eins og dæmin sanna sem ég tók bæði frá "lokuðustu einræðisríkjum" heimsins og þeim sem státa sig að því að vera mestu lýðræðisríki heimsins.
Sem sagt, lögbrotin hafa veri framin af nauðsyn og til bóta fyrir allan heiminn.
Hvað "fénýtingu" varðar, hafa þessar upplýsingar sem um er rætt ekki verið seldar af þeim sem hafa rænt þeim. Hins vegar eru blöð og aðrir fréttamiðlar sem hafa birt þau, auðvitað rekin fyrir peninga og þessar fréttir hafa þannig verið "fénýttar".
Svanur Gísli Þorkelsson, 17.1.2011 kl. 09:42
Gunnar Th. Nei, hér er ekki um misskilning að ræða.
Wikleaks hefur ekki verið sótt til saka fyrir eitt eða neitt, hvað þá dæmt. Þú ert því að fullyrða eitthvað sem er ósatt þegar þú segir að "Samtökin eru hýsill og skálkaskjól fyrir glæpsamleg athæfi." Wikileaks hefur þvert á móti hlotið margar viðurkenningar fyrir framlag sitt til fjölmiðlunar og tjáningarfrelsisins. Assange var t.d í öðru sæti í vali hins virta tímarits TIME sem maður ársins 2010, einmitt fyrir framlag sitt til frjálsrar blaðmennsku.
Svanur Gísli Þorkelsson, 17.1.2011 kl. 09:50
Axel: Ég spyr aftur. Hvaða leiðir á Wikileaks að fara til að komast yfir þau gögn sem þeir vilja birta?
Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 10:10
Getur afrit verið þýfi?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 10:18
Jóhannes, hefði ekki verið hægt að reikna með að þú værir farinn að skilja það, að ég hef verið að halda því fram að Wikileaks, eins og aðrir fjölmiðlar, eigi að starfa samkvæmt lögum og reglum, sem gilda í þeim löndum sem fjölmiðillinn starfar í.
H.T., afrit af þýfi er jafngilt þýfinu sjálfu.
Axel Jóhann Axelsson, 17.1.2011 kl. 10:30
Axel: Jú að sjálfsögðu. Það hefur hvergi komið fram að svo hafi ekki verið með Wikileaks. Enginn hefur svo mikið sem kært Wikileaks fyrir birtingarnar eða öflunar gagnanna svo hver er þá glæpurinn?
Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 10:43
Jóhannes, glæpurinn er auðvitað móttaka stolinna tölvugagna. Af hverju heldur þú að hvorki Julian Assange né Birgitta Jónsdóttir þori að fara til Bandaríkjanna? Auðvitað er það vegna hræðslu um að verða handtekin og ákærð sem samsek vegna gagnaþjófnaðarins. Málið er nú ekki flóknara en það.
Axel Jóhann Axelsson, 17.1.2011 kl. 10:54
Axel: Á meðan glæpur hefur ekki verið sannaður þá er aðeins grunur fyrir hendi. Það er tvennt ólíkt. Og ef grunur er fyrir hendi af hverju er þá engin rannsókn hafin?
Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 11:10
Jóhann, hvað veist þú um hvort rannsókn sé hafin? Til hvers heldur þú að Bandarísk stjórnvöld hafi farið fram á það fyrir dómstóli að Twitter yrði gert að afhenda öll gögn um samskipti Wikileaksmanna, þar á meðal Birgittu og Assange?
Axel Jóhann Axelsson, 17.1.2011 kl. 11:17
Axel: Sennilega til þess að fara að fá gögn til þess að athuga hvort tilefni er til rannsóknar. Ef rannsókn væri hafin þá væri alveg pottþétt að heimurinn vissi af því. Sennilega fer þetta svo ekkert lengra þar sem Bandarísk stjórnvöld vita að Wikileaks liggja á frekari gögnum sem geta komið yfirvöldum illa og munu sennilega birta sér til varnar ef í hart fer.
En lítum aðeins á hver er hinn raunverulegi sökudólgur, ef þessar upplýsingar hefðu verið opinberar þá hefið aldrei komið til þess að Wikileaks hefði orðið það batterí sem það er orðið að í dag.
Svo má líka snúa þessu á þann hátt að hver er ábyrgð stjórnvalda í USA að hafa slík gögn á glámbekk ókóðuð?
Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 11:27
Flestir geta verið sammála um að sumt, (þó mikill minnihluti) af því efni sem wikileaks hefur komið á framfæri, á fullt erindi til almennings. En ég segi enn og aftur; þetta er spurning um að vera fyrstur með fréttirnar, hjá wikileaks.
Nú hefur orðið einhver meiriháttar ágreiningur innan wikileaks og fyrrum starfsmenn þar hafa stofnað sambærileg fyrirtæki, þannig að nú verður þetta harður samkeppnismarkaður. Þessi bissness mun lúta sömu lögmálum og annar bissness, þar sem arðurinn skiptir höfuðmáli. Hversu langt munu þessi "fyrirtæki" ganga, til að verja hagsmuni sína?
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.1.2011 kl. 11:31
Voðalegar áhyggjur hefur þú á því að blaðamenn fari eftir "lögum" Axel...á meðan þú horfir fram hjá því hvernig þessir lekar hafa opinberað lögbrot BNA, og hersins...varðandi ólöglegar njósnir á SÞ, og svo hvernig hermenn hafa strádrepið konur og börn , sárasaklaus, til að skemmta sér.
ERtu ekki að horfa fram hjá aðal atriðinu?
Þú talar um að gögnin sem Wikileaks birtir séu "þýfi" , en það eru amk 2 stór vandamál við þetta viðhorf þitt
1) Samkvæmt þessu viðhorfi á yrðu allir fréttamenn sekir um þjófnað sem birta leknar upplýsingar frá "uppljóstrurum"(whistleblowers), og það kæmi sér einstaklega vel fyrir spillt stjórnvöld og spilltar fyrirtækjasamsteypur.
2) Dómsvaldið í BNA staðfesti að birting Pentagon skjalanna á sínum tíma hafi ekki aðeins verið lögleg, heldur nauðsynleg.
Stjórnmálamenn í BNA eru skít hræddir við Wikileaks, og það hefur ekkert með "þjóðaröryggi" að gera Axel. Þeir eru hræddir af sömu ástæðu og allir aðrir spilltir stjórnmálamenn eru hræddir....hræddir um að upp komist um allan skítinn varðandi stríðsrekstur síðustu ára og hryllilegrar spillingar í stjórnkerfinu.....og núna eru bankarnir úti hræddir.
Ekkert nema gott mál.
Verst að Wikileaks var ekki virkara fyrr....það hefði komið sér vel fyrir Íslendinga á "góðæristímanum" að hafa fjölmiðil sem birtir leka frá öllum "fínu" bönkunum....því ekki birtu fjölmiðlar heima mikið. Hefði geta komið í veg fyrir þensluna á bönkunum og allt svindlið.
magus (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 11:43
Ég vil líka benda á annan flöt á þessu máli sem er hræsnin í stjórnmálamönnum í BNA.
Það fara sumir úr límingunum vegna þess að W birti gögn frá stjórnvöldum...sem á að vera stórkostlegur glæpur...jafnvel þótt gögnin sýni fram á glæpsamlegt athæfi ríkistjórnarinnar......það má nefnilega enginn sjá opinber gögn sem stjórnvöld vilja ekki að neinn sjái...
en á sama tíma þá er almenningur í BNA algjörlega varnarlaus gegn njósnum ríkistjórnarinnar....almenningur þarf að lifa við það að öll rafræn samskipti séu undir eftirliti stjórnvalda....það þarf engar heimildir..allt er leyfilegt....það getur hver sem er verið "domestic terrorist".....nema opinberir starfsmenn að sjálfsögðu. Og vegna þess að Patriot Act er ennþá í gangi, þá mega stjórnvöld ræna borgurum af götunni á dóms og laga, í nafni hryðjuverkastríðsins. - Pressunni í BNA tókst að þagga niður í 7 ár að miltisbrandurinn 2001 kom frá rannsóknarstofu þeirra eigin hers í BNA.....það var einmitt hræðslan eftir miltisbrandinn sem hjálpaði Patriot Act í gegnum þingið á sínum tíma...hvar var Wikileaks þá - mikið hefði verið gott fyrir þegna BNA að hafa Wikileaks þá. Í dag er meira en milljón Bandaríkjamenn á svörtum lista og mega ekki fljúga. BNA er lögregluríki í dag.
Almenningur í BNA ÞARF Wikileaks og fleiri slíka miðla. Við líka.
magus (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 12:13
Nefni eitt að lokum því stundum er reynt að láta líta út fyrir að stjórnvöld BNA séu að berjast á móti hryðjuverkahættu með baráttunni gegn wikileaks, en kaldhæðnin er sú að fyrirbæri eins og wikileaks hefði hugsanlega getað komið í veg fyrir árásirnar 2001 eða amk að hluta til því að gögn hafa sýnt fram á að stjórnvöld hundsuðu allar viðvaranir og komu í veg fyrir allar rannsóknir á hættunni þrátt fyrir viðvaranir frá erlendum leyniþjónustum og eigin sérfræðingum. Sérfræðingur BNA í Osama og a-q hætti störfum í ágúst 2001 vegna þess að FBI stoppaði allar rannsóknir og horfði fram hjá öllum viðvörunum. Wikileaks hefði getað birt þessi gögn...
http://en.wikipedia.org/wiki/John_P._O'Neill
wikipedia fer nú ekki djúpt í þetta mál en auðvelt er að finna góðar heimildir um þennan mann og hvers vegna hann hætti, á netinu.
Þetta er bara eitt lítið dæmi af mörgum....
magus (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 12:41
Merkilegt hvað það eru margir þöggunarsinnar og leyndarhyggjumenn á stjái.
Kommentarinn, 17.1.2011 kl. 13:16
Axel.Þá hefur maðurinn sem þú kallar Svissneskan glæpamann afhent Julian Assange gögnin sem sanna að stjórnmálamenn, leikarar og önnur "stórmenni" víða um Evrópu og í Ameríku hafa falið fé fyrir skattayfirvöldum. Assange sagði að hann mundi gjarnan láta Rannsóknarstofu alvarlegra glæpa í Bretlandi fá þær upplýsingar sem varðar Breta, en gagnaafhendingin fór fram í Frontline klúbbinum í London að viðstöddum fjölda blaðamanna og fulltrúum breskra stjórnvalda.
Svanur Gísli Þorkelsson, 17.1.2011 kl. 13:27
Það er verið að draga þennan fyrrv. bankamann fyrir dóm. Hann braut lög. Ef lögin eru vitlaus, þá á að breyta þeim en ekki brjóta þau.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.1.2011 kl. 16:09
Hugtakið siðblinda er notað fyrir hefndarþorsta, refsigirni, illgirni, hatur og allskonar útstúderaða neikvæðni. Hjálpa glæpamönnum að fremja glæpi og annað í þeim dúr. Lögin eru heldur ekki heilög né eiga að vera neitt trúarsýstem.
Axel Jóhann vill styðja glæpamennsku yfirvalda með þessum pistli. Hann gerir eins og margir glæpamenn gera. Ásakar Wikileak fyrir fyrir að koma ólöglega upp um glæpinn. Það þarf sérstaka gerð af glæpahugsun til að yfirleitt vera með þá skoðun. Þessi tegund af fólki er ástæðan fyrir að allur heimurinn stendur á haus í ofbeldi og glæpum.
Það sem er það góða við svona mál, að maður lærir heilmikið um fólk, hvernig persónur og manngerðir það er. Wikileak eru mestu mótmæli og öflugstu á móti myrkraverkum yfirvalda og skiptir engu máli hvernig vitneskjan er fengin. Málið er að helsta vörn glæpamanna allsstaðar í heiminum er lýðræði.
Og að vitna í að Wikileak geti grætt peninga á öllu saman, lýsir baera barnalegu viðhorfi Axels til peninga og segir ekkert um sjálf málið. Menn meiga alveg verða millar á svona starfssemi, það styrkir hana bara og þá eru peningarnir notaðir til góðs.
Vonandi verður internetið til þess að erfiðara verður með leyndarmálapólitíkinna, og sér í lagi þegar verið er að fela skítverk yfirvalda.
Óskar Arnórsson, 18.1.2011 kl. 12:09
Í innlegginu nr. 64 opinberar Óskar einhvert siðlausasta og -blindasta hugarfar, sem hægt er að upplýsa í eigin fari og er engu við hans lýsingu á eigin hugsanagangi að bæta.
Axel Jóhann Axelsson, 18.1.2011 kl. 13:28
Þú sýnir sjaldgæft siðleysi í þessu skrifum þínum. Og ekki yrði ég hissa þó þú vissir það vel að þú talir á móti betri vitund.
Þú styður verstu glæpi sem til eru, morð, limlestingar, yfirgang og valdníðslu. Sjálfsagt styður þú nauðganir og annað sem Wikileak hefur komið upp um. Og heldur virkilega að fólk standi með þér í svona svínaríis hugsunarhætti. Og hvort einhver hafi stolið einhverjum gögnum, kemur málinu ekkert við. Sú umræða er tillraun til að breyta alvarlegri umræðu í "Illusion", um hvað er mikilvægt.
Það eru bara allra ógeðslegustu karakterar sem styðja svona hegðun og skoðun, og á þann hátt er þetta góð umræða.
það er eins og ég sagði hér að ofan, að það er alveg með ólíkindum hvað menn koma upp um myrka hluta sinn á blogginu. Ef þú heldur að Wikileak snúist bara um pólitík, þá ertu barnalegri og einfaldari enn mig hafði nokkurtíma grunað.
þér er velkomið að kalla mig það sem þú vilt. Ég geri það sjálfur við hvern sem er og ég vildi óska að ég hefði vitlaust fyrir mér gagnvart þér. Og ég verð fyrstur til að breyta skoðun minn á þér þegar þér snýst hugur í þessu máli.
Það breytir ekki hvernig þú ert, né mér, sem betur fer. Hugsaðu málið einu sinni enn og áður enn þú skrifar. Það geri ég.
Inlegg þitt no. 65, um innleg mitt no 64, á akkúrat við þig Axel, og ekki mig og leiðréttist það hér með...
Óskar Arnórsson, 18.1.2011 kl. 14:17
Mér er alveg sama um þig og þinn karakter, Óskar, en enginn lýsir honum betur en þú sjálfur og þú ert greinilega ekkert feiminn við að auglýsa innræti þitt fyrir alþjóð og það er þá bara þitt mál, en ekki mitt.
Ég endurtek bara að "með lögum skal land byggja og ólögum eyða" og ef ekki er farið eftir þessum sannindum og hver og einn ætlar að fara að velja úr þau lög sem hann vill halda, þá enda þjóðfélögin í upplausn og sundrungu. Fyrirmynd slíks ríkis gæti t.d. verið Sómalía.
Axel Jóhann Axelsson, 18.1.2011 kl. 14:28
Ég er ekkert feimin við að aulýsa innræti mitt Axel, alveg hárrétt hjá þér. Enda hef ekkert til að skammast mín fyrir. Og dettur mér eitthvað svínslegt í hug, hef ég vit á að þegja um það og kanski reyna að laga það í staðin fyrir að auglýsa það. Alla vega opinberlega.
Lögin eru ekki búin til fyrir glæpamenn. Þeir nota það. Ef þessir herramenn sem þú ert að verja hefu skotið á þín börn, maka eða aðra kærkomna, hefðiru þá bara sætt þig við það til að fylgja reglunum?
Þessir frasar þínir að ef lögum sé ekki framfylgt, er bara bull út í bláinn. Lögin eru ekki Biblía eða Kóran. Og ef lögin eru ekki aðlöguð fólkinu, enn fólkið á að aðlaga sig lögunum, verður 100% spilling, ofbeldi og þetta sem þú ert að styðja.
Það er sjaldan sem ég hef séð mann styðja eins blákallt verstu glæpi sem hægt er að drýgja, eins og þú gerir Axel. Svo samtímis að vittna í lög til að styðja mál þitt? Þú ert alveg ótrúlegur.
Annars ertu ekki með nein rök Axel. Allt þetta sem þú skrifar er bara lýsing á þér. Allt sem ég skrifa er lýsing á mér. Alla vega vil ég ekki gera skipti á þínu viðhorfi og mínu. Ég veit bara ekki hvað þyrfti að ske til þess að ég yrði svo illa á mik komin að þjást af annari einshugsýki og hægt er að lesa úr svona skoðun. Eitthvað mikið alvarlegt allavega. Vonadi lendir engin í að þurfa að lifa með svona eitrað hugarfar.
Óskar Arnórsson, 18.1.2011 kl. 15:52
Þú ert alveg ótrúlegur Óskar og lýgur blákalt skoðunum upp á fólk. Ég hef hvergi stutt eða lýst yfir samstöðu með glæpum, alveg sama hvort þeir eru framdir af einstaklingum, herjum eða ríkisstjórnum. Ég hef alltaf sagt að halda ætti lög og sækja til saka þá sem brjóta þau og gera það samkvæmt lögum og reglum, sem um viðkomandi glæpi gilda.
Eiga opinberir aðilar að nota aðferðir glæpamanna í baráttunni við þá. Það hefur stundum komið upp og þá hafa viðkomandi lögreglumenn umsvifalaust verið dæmdir fyrir lögbrot sín. Þú, Óskar, og þínir skoðanabræður mega mæla eins mikið með lögbrotum og ofbeldi eins og þið viljið, en þegar þið látið verða af slíku munuð þið að sjálfsögðu þurfa að svara til saka fyrir dómstólum og taka út refsingu, eins og aðrir glæpamenn.
Meira hef ég ekki að segja við eins siðlausan og siðblindan lygamörð eins og þú sýnir þig vera með skrifum þínum, Óskar, en óska þér velfarnaðar í framtíðinni í þjóðfélagi þar sem lög og réttur verða í hávegum höfð, en ekki lögleysa og upplausn, eins og þú prédikar.
Axel Jóhann Axelsson, 18.1.2011 kl. 16:10
Þú ert þú sem ert ótrúlegur sjálfur Axel. Ég hef vittnað beint í það sem þú segir, ekkert annað og þú reynir að koma þínu innræti yfir á mig. Ertu ekkert meðvitaður um það sem þú segir?
Mesta siðblindan í þessu máli er að styðja ekki fólk sem leggur lífið í hættu til að upplýsa um stríðsglæpi valdamesta herveldis í heimi. Það er heiglarnir sem finna hjá sér þörf að sleikja upp hroðalegusstu glæpi sem til eru. Þú hefðir orðið heilmikið vinsæll hjá Hitlir og svipuðum gáfnaljósum. Hann slátraði Gyðingum samkvæmt lögum. Og það var lögbrot að mótmæla því. Oftast dauðarefsing. Og svo eru fleiri mikilmenni mannkynssögunnar sem voru í farabroddi með þína tegund af hugsunargangi.
Allar þjóðir stjórnast af hugsun í grunninn, enda er árangurinn af þeirri hugsun bæði jákvæður og neikvæður. Það er verið að reyna að losna við fólk með neikvæða hugsun til að fyrirbyggja neikvæðan árangur. Þústyður glæpi Axel með því að lýsa yfir vanþóknun á þeim sem upplýsir glæpinn.
Það er ekkert sniðugt við þetta hjá þér Axel. Þú ert algjörlega út á túni með þetta mál... kallgreyið!!...
Óskar Arnórsson, 18.1.2011 kl. 16:22
Rifist er um prinsipp hvort halda eigi öll lög eða hvort það sé réttlætanlegt að fremja glæp til að upplýsa og koma í veg fyrir enn alvarlegri glæpi. Tilgangurinn helgar meðalið gæti maður sagt.
Fyrir utan það hefur enginn getað sýnt fram á að þeir hafi framið lögbrot. Eitthvað hefur verið talað um að setja lög í BNA til að stöðva þetta. Maður spyr sig hvort það sé eðlilegt eða hollt? Ég held ekki. Síðan getur það aldrei talist sanngjarnt að breyta leikreglunum eftirá.
Kommentarinn, 18.1.2011 kl. 17:59
Nauðsyn brýtur lög segir máltækið.
Bara svona til að fá afstöðu blogghöfundar (og Gunnars Th. ef vill) á hreint þá ætla ég að spyrja hvort nauðsyn skuli aldrei brjóta lög (WL hefur að vísu ekki brotið lög svo vitað sé).
Haraldur Rafn Ingvason, 18.1.2011 kl. 18:29
Lögin eiga ekki að ryðja heilbrigðri skynsemi og venjulegum móral úr vegi. Ef við gerum lögin svona heilög, þá erum við komnir í sömu stöðu og ofsatrúar múslimar sem veifa kóran og drýgja glæpi með bókina að skálkaskjóli.
Það var nógu illa að losna við kirkjuna og prestanna sem bannlýsu fólki sem ekki fylgdu bíblíunni og því sem prestarnir sögðu. Það er ekki nóg að hrópða "synd" og ætlast til að fólk sitji og standi, eftir valdhafa höfði.
Yfirvöld eiga að vera til þjónustu fyrir almennig, og ekki almenningur í þjónustu fyrir þá. Að yfirvöld setji lög sem allir fylgja er bara sjálfsagt mál. Eins og allir geta þeir sett lög sem brýtur gegn vilja fólksins og þá eiga þeir að breyta sér eftir því, og ekki berjast gegn fólkinu. Það vita allir hvað er rétt og hvað er rangt innra með sér.
Fari fólk að dýrka lögin eins og heilagan anda, þá er mál að skoða skilning sinn á því hvers vegna lög eru til, og fyrir hverja. Wikileak á heiður skilið fyrir framtak sitt hvernig sem þeir fóru að því.
Óskar Arnórsson, 18.1.2011 kl. 19:23
Magnað að Axel skuli kalla Julian Assange glæpamann áður en hann hefur verið dæmdur fyrir nokkurn skapaðann hlut og að auki Wikileaks glæpasamtök.
Þar sem Axel er svona mikið í mun að fara eftir lögum væri þá ekki réttast að hann kynnti sér lögin um ærumeiðingar?
Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 21:47
Eitt sem mér finnst íhugunarvert og það er þetta; þegar Wikileaks birti lánabók Kaupþings þá heyrðust ekki miklar mótmælaraddir eða ásakanir um glæpi.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 23:07
Axel er meðvitundarlaust barn sem dreymir um að verða fullorðin...
Óskar Arnórsson, 18.1.2011 kl. 23:36
Forðist Godwin lögmálið drengir!
Svanur Gísli Þorkelsson, 18.1.2011 kl. 23:48
Stundum brýtur nauðsyn lög...og oft var þörf en nú er nauðsyn mikil sem aldrei fyr.
"Could become as important a journalistic tool as the Freedom of Information Act." - Time Magazine about Wikileaks
Georg P Sveinbjörnsson, 19.1.2011 kl. 19:20
Jú, stundum brýtur nauðsyn, lög.
Í tilfelli Wikileaks, eru 99% "afbrota" þeirra, (en afbrot þeirra felast í því að vera milligöngumenn með þýfi) alls ekki nauðsyn fyrir almenning að vita, en geta verið skaðleg fyrir samskipti ríkja, jafnvel í viðkvæmum deilumálum og er nú ekki á bætandi, þykir mér.
Talsmenn Wikileaks segjast "ritskoða" það efni sem þeir birta, með það fyrir augum að birtinginn skaði engan. Þeir eru s.s. dómarar í eigin sök.
Ég segi bara, nei takk.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.1.2011 kl. 07:38
"Ritskoðun" Wikileaks snýst um að gera ekki gögn opinber sem geta stefnt lífi fólks í hættu. Það er bara "kommonsens" og þarf ekkert að hártoga það með að segja að þeir gerist eigin dómarar.
Hvað með þegar lögregla upplýsir mál með upplýsingum fengnum frá glæpamönnum? Verður lögregla glæpamenn við það? Skal lögregla fá leyfi til að "plata" glæpamenn til að segja sannleikan í afbrotamálum? Er játning á broti sönnun á glæp?....
Á Wikileaks rétt á sér eða á að banna upplýsingar sem fengnar eru á vafasaman hátt?
Óskar Arnórsson, 21.1.2011 kl. 12:13
Ég get verið sammála um að sendiráðspóstarnir séu frekar gagnslitlir, draga þó upp afar athyglisverða mynd sem bæta skilning á hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í þeim frekar sérkennilega heimi á köflum.
Lekinn sem ég bíð spenntur eftir og búið er að boða eru lekar tengdir risabönkum og fyrirtækjum, það á eftir að hrista ærlega upp í hlutunum og fnykurinn sem mun gjósa upp þá mun valda almennri ógleði...og aðgerðum vonandi.
Georg P Sveinbjörnsson, 21.1.2011 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.