Stjórnin viðheldur kreppunni með öllum ráðum

Ríkisstjórnin viðheldur kreppunni með hatrammri baráttu sinni gegn endurreisn atvinnulífsins, t.d. með því að þvælast fyrir öllum framkvæmdum í orku- og stóriðjugeiranum.

Stórframkvæmdir á því sviði myndu veita flestum atvinnulausum nýja vinnu á skemmsta mögulega tíma og þær myndu smita bjarsýni og krafti út um allt samfélagið og ýta smáum og meðalstórum fyrirtækjum af stað að nýju, en þau hafa öll verið lömuð síðan í hruninu, enda ekkert verið gert til að koma þeim úr öndunarvélinni.

Sem betur fer er þó farið að örla á einni og einni frétt af erlendum fjárfestum sem hug hefðu á að koma upp fyrirtækjum hér á landi, en fyrirgreiðsla og hvatning ríkisstjórnarinnar er nákvæmlega engin, þannig að það sem þó virðist vera að gerast á þessu sviði, gerist þrátt fyrir ríkisstjórnina, en ekki vegna hennar.

Framundan er mesta fjöldauppsögn starfsmanna nokkurs íslensks fyrirtækis, en þar er um að ræða verktakafyrirtækið ÍAV, sem er að ljúka byggingu Hörpunnar og hafði búist við að nýjar stórframkvæmdir við virkjanir og annað slíkt myndi taka við, en ríkisstjórninni hefur tekist að koma í veg fyrir það og því mun fjölga umtalsvert á atvinnuleysisskrá á næstu vikum.

Allir aðrir en ríkisstjórnin skilja að það eina sem mun koma landinu og þjóðinni úr úr kreppunni er aukin vinna og verðmætasköpun. Þess vegna eru litlar líkur á að stefnubreyting verði af hálfu stjórnarinnar á næstunni og kreppan mun halda áfram að dýpka og lengjast.


mbl.is 170 starfsmönnum ÍAV sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta sér hver heilvita maður. Þess furðulegra er að heimtur þýfis úr greni bankaræningjanna hafa reynst vonum framar.

En Jógríma er náttröll og ekki mennsk. Hún vill svelta lýðinn til undirgefni. Vonandi verður hún að grímulausum steini með hækkandi sól. Svona áður en óvættin nær breyta öllum almenningi í öreigasnakk fyrir sig og glæpahyskið sem enn leikur lausum hala. Annars verður almúginn að smíða risastóran gapastokk.

Hrúturinn (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 00:35

2 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Hvernig er það hefur Landsvirkjun náð að fjármagna Búðarhálsvirkjun? nei og það er vegna þess að þeir geta ekki fengið hagstæð lán svona til þess að staðreyndir séu réttar.

Það er ömurlegt að sjá hvernig komið er fyrir hjá atvinnurekendum þeim tókst að skuldsetja sig um 6000 milljarða í tíð hægriaflanna.  Þetta verkefni sem ÍAV stóð í var enn ein glorían frá tímum hægri manna.  En þetta var "gjöf" frá Bjöggunum sem fengu gefins banka muniði, þessi gjöf endaði eins og allt sem hægri menn gerðu hér sem kostnaður íslenskra skattgreiðenda.  ÍAV er á sinni annari kennitölu síðan hrunið reið yfir.  Verktakar fóru langt fram úr sér í skuldaþennslunni 2001-2008 og það var óverjandi að greinin fengi eitthvað annað en skell.

Andrés Kristjánsson, 12.1.2011 kl. 05:16

3 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Jæja Andrés

Kjartan Sigurgeirsson, 12.1.2011 kl. 11:10

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Andrés, það má bæta við það sem Kjartan hafði um þinn málflutning að segja:  Jæja, það er bara svona.

Axel Jóhann Axelsson, 12.1.2011 kl. 12:06

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Andrés, svo má líka bæta við að þeir aðilar sem hafa verið að draga lappirnar vegna lánveitinga hingað til lands eru Fjárferstinasjóður norðurlanda og Fjárfestingasjóður Evrópu, en þeir hafa báðið verið að berjast með Bretum, Hollendingum og ESB gegn íslenskum skattgreiðendum í Icesavekúguninni.

Ýmsar erlendar lánastofnanir hafa verið að lána til íslenskra fyrirtækja og nægir að nefna Marel, Össur og Landsvirkjun sem dæmi um fyrirtæki sem nýlega hafa gert stóra lánasamninga erlendis að undanförnu.

Axel Jóhann Axelsson, 12.1.2011 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband