3.1.2011 | 16:38
Hagvöxtur aukinn með lífeyrissparnaði
Við fjárlagagerðina gaf ríkisstjórnin út þá spá sína, að hagvöxtur yrði á árinu 2011, en hann yrði ekki drifinn áfram af aukinni verðmætasköpun í landinu eða minnkun atvinnuleysis, heldur myndi AUKIN EINKANEYSLA sjá til þess.
Nú er komið í ljós hvernig einkaneysla á að geta aukist á þessu ári án aukins krafts í atvinnulífinu og þar með meiri launatekjum þjóðarinnar. Einkaneyslan á að aukast með því að fólk á besta aldri gangi á SÉREIGNARLÍFEYRISSPARNAÐ sinn, sem því hafði tekist að koma sér upp á mörgum árum á meðan við völd voru ríkisstjórnir sem skildu þýðingu atvinnunnar og þýðingu þess að leggja til hliðar á starfsævinni í þeim tilgangi að skapa sér mannsæmandi kjör í ellinni.
Þetta er einhver fáránlegasta efnahagsstjórn sem sögur hafa farið af á vesturlöndum og sjálfsagt þó víðar væri leitað, en flestar ríkisstjórnir skilja það, að í kreppum er fyrsta, annað og þriðja boðorðið að reyna allt sem hægt er til að halda atvinnufyrirtækjunum gangandi og skapa forsendur fyrir ný og allra helst erlenda fjárfestingu í atvinnuvegunum.
Hér á landi gerir "fyrsta hreina vinstri stjórnin" allt sem mögulegt er til að koma í veg fyrir atvinnuuppbyggingu og þá allra helst ef eitthvað erlent gæti hugsanlega tengst málunum. Til að benda á þveröfug viðbrögð við kreppu má benda á Írland, en þar er megináhersla lögð á atvinnumálin, enda vita Írar, eins og flestir aðrir, að atvinna er undirstaða allra annarra aðgerða við slíkar aðstæður.
Vonandi losnum við hið fyrsta við þá ólánsríkisstjórn, sem við sitjum uppi með og þá mun gamla góða kjörorðið ganga í endurnýjun lífdaga: "Aldrei aftur vinstri stjórn".
Heimild til taka út lífeyrissparnað hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nárgími skattgraða finnst að við eygum að hrópa húrra fyrir honum fyrir að gera okkur kleyft að eyða því litla sem við eigum....
Nágrímur er hér í raun hættur að ræna vasana okkar og fer fremur í að ræna vösunum.
Við eigum að standa með húrrahróp meðan við brennum eigum okkar á skattabálinu, N.B. einu ó-aðfararhæfu eignunm sem skráð eru á nú aum bök alþýðufólksins.
Þetta er óneytanlega farið að hljóma eins og í þriðja ríkinu þar sem Göbbels stóð hæst... enda lifum við því miður við hans frægustu orð "ef þú endurtekur lygi nægilega oft fer fólk að trúa henni sem sannleika"
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.