2.1.2011 | 22:30
Þingmenn ættu að vera 31
Furðuleg tillaga hefur séð dagsins ljós í Innanríkisráðuneytinu, en hún snýst um að fjölga sveitarstjórnarmönnum sem mest í helst hverju einasta krummaskuði landisins.
Samkvæmt þessum fáránlegu tillögum eiga sveitarstjórnarmenn í sveitarfélögum með fleiri en 100 þúsund íbúa að vera 23-31, en eru í eina sveitarfélaginu af þeirri stærðargráðu, þ.e. Reykjavík, fimmtán og hefur flestum þótt meira en nóg fram að þessu.
Ekki skal þessi geggjaða tillaga tengd á nokkurn hátt við kosningu Besta flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, en varla er það lausn á vandamálinu, að því fleiri óhæfir borgarfulltrúar sem slæðist inn í borgarstjórn í einum kosningum, að þá sé ráðið við því að fjölga þeim allt að því tvöfalt.
Foringi Besta flokksins og borgarstjóri í Reykjavík hefur lýst sig vanhæfan til að gegna störfunum sem fylgja starfinu og hefur því losað sig við þau flest öll, en þiggur ennþá launin og hlunnindin sem greidd eru fyrir störfin en ekki titilinn. Til að leysa úr því vandamáli að hann sjálfur væri óhæfur til starfans, lagði hann sjálfur til að ráðnir yrðu tveir menn til að gegna starfi eins borgarstjóra fyrir tvöföld laun og virðist tillaga Innanríkisráðuneytisins vera af nákvæmlega sömu rótum runnin.
Ef fjöldi sveitarstjórnarmanna er óhæfur til að sinna skyldum sínum er eina ráðið sem jafn óhæfum opinberum ráðuneytismönnum dettur í hug til að leysa úr því, að fjölga sveitarstjórnarmönnum um helst 100% í þeirri von að við fjölgunina slæddist inn einn og einn hæfari frambjóðandi en fyrir voru við stjórnina.
Nær væri að vinna að því að fjölga hæfum sveitarstjórnarmönnum innan þess fjölda sem nú gegnir slíkum störfum og vinna að því jafnframt að fækka Alþingismönnum niður í 31, en það virðist vera tiltölulega hæfilegur fjöldi til lagasetninga fyri land og þjóð og gæti fækkað bulli á þingi um a.m.k. 50%.
Reyndar er tæplega hægt að reikna með að slík tillaga komi frá opinberum embættismönnum ráðuneytanna. Það allt of fjölmenna lið er þekkt fyrir flest annað en tillögur um að fækka og spara í mannahaldi ríkisrekstrarins.
Fjöldi fulltrúa gæti breyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þumalputtareglan fyrir fjölda bæjarfulltrúa/þingmanna er sú að taka þriðju rótina af íbúafjölda viðkomandi bæjarfélags/lands. Þ.e. taka íbúatöluna og setja hana í 1/3 veldi (n^(1/3)). Þannig má sjá að borgarfulltrúafjöldi m.v. 100 þús íbúa ætti að vera 46 og þingmannafjöldi m.v. 310 þús. ætti að vera 67. Þessi aðferð er notuð út um allan heim til viðmiðunar.
Reputo, 2.1.2011 kl. 23:46
Loksins þegar ríksistjórninn fer í atvinnuskapandi verkefni þá kvartarðu Axel.Og vellaunuð djobb sem greinilega krefst engrar kunnáttu eða gáfna.Sem sagt þetta er atvinnusköpun sem kemur öllum vel(Ef viðkomandi á slatta af seðlum til að takka þátt í kosningabaráttunni)
Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 00:28
Þumalputttareglan fyrir fjölda bæjarfulltrúa/þingmanna ÆTTI að vera að hafa þá eins fáa og mögulegt er, en alla vel hæfa til að gegna embættunum.
Þessi fáránlega reikniregla sem Reputo leggur hér fram getur ekki verið víða notuð, enda flestar borgarstjórnir í 300-500 þúsund manna borgum á vesturlöndum með færri fulltrúa en hér sitja á Alþingi.
Axel Jóhann Axelsson, 3.1.2011 kl. 16:11
Víða erlendis er notast við öðruvísi kerfi með hefðbundna kerfinu. Þá er borgum skipt upp í t.d. 10-20 svæði og hvert svæði fær 1 fulltrúa. Þessi fjöldi bætist við þann fjölda sem kosinn er í gegnum flokkakerfin. Niðurstaðan er samt sú að fjöldinn er ca. á þessu róli sem þriðja rótin gefur +- nokkrir tugir, enda er þetta viðmið en ekki heilög regla. Fáranlegt eða ekki, svona er það samt.
Reputo, 5.1.2011 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.