Gleðifréttir fyrir Þingeyinga

Viljayfirlýsing hefur verið undirrituð af Landsvirkjun og Carbon Recycling International um að meta hagkvæmni þess að reisa metanólverksmiðju á norðurlandi og þá sem næst Kröfluvirkjun.  Líklegasti staðurinn fyrir slíka verksmiðju hlýtur því að teljast að verði í Skútustaðahreppi, en þar varð mikill afturkippur í atvinnumálunum þegar kísisverksmiðjan lokaði.

Í fréttinni kemur þetta m.a. fram um það sem gerast þarf, áður en af verksmiðjunni getur orðið:  "Undirbúningur við hugsanlega verksmiðju gæti hafist á fyrri hluta árs 2011 ef fýsileiki metanólframleiðslu á svæðinu verður staðfestur og Landsvirkjun og CRI ná samkomulagi um skilmála orkusölusamnings. Í undirbúningi felst meðal annars öflun nauðsynlegra leyfa og samningaviðræður við hagsmunaaðila."

Eins og nú er ástatt um landsstjórnina, er líklegasta hindrunin í vegi þessarar verksmiðju, eins og allra annarra möguleika til atvinnuuppbyggingar í landinu, ríkisstjórnin sjálf og þá alveg sérstaklega ráðherrar VG, sem ekkert tækifæri láta ónotað til að stunda nánast skemmdaverkastarfsemi gegn atvinnulífi landsmanna.

Ríkisstjórnin er auðvitað eingöngu ein af þeim hindrunum sem þarf að yfirstíga, áður en þetta þarfaþing getur orðið að veruleika og vonandi mun það ganga upp með samstilltu átaki heimamanna og annarra þjóðhollra landsmanna.

Ástæða er til að óska Þingeyingum innilegra hamingjuóska með þessa viljayfirlýsingu og vonina um að hún verði að veruleika sem allra fyrst.


mbl.is Viljayfirlýsing um metanólverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki endilega víst að stjórnin setji fótinn fyrir þessar áætlanir, þetta er jú ekki staðsett á Suðurnesjum, og kannski nógu langt frá Húsavik líka.

En annars var ekki komin í gang einhvers konar tilraunavinnsla í gang hjá CRI á svæði Hitaveitu Suðurnesja, ég hef ekki séð neitt minnst á hvort það dæmi gaf til kynna að þetta gæti  gengið upp rekstarlega , eða hvað kom út úr þeim tilraunum. Veit einhver eitthvað meira.?

Bjössi (IP-tala skráð) 23.12.2010 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband