20.12.2010 | 17:04
Íslenskir jólasveinar í útrás?
Fyrir fáeinum árum voru allir stórtækustu glæponar Íslands í útrás, sem aðallega fólst í því að hafa fé og fyrirtæki út úr saklausu fólki með svikum og prettum, eftir að hafa krafsað til sinna einkanota öllum helstu verðmætum sem fyrirfundust hér innanlands.
Margir félagar þessara útrásargengja eru fluttir frá Íslandi og búa nú vítt og breitt um heiminn, bæði austan hafs og vestan og flestir látið lítið fyrir sér fara, nema þegar þeir hafa neyðst til að mæta í yfirheyrslur hjá sakarannsóknarembættum ýmisskonar, eða þá fyrir dómstólum til að verjast stöðugu áreiti, sem þeir þurfa að þola vegna verka sinna.
Nú fréttist af jólasveini í Bandaríkjunum sem með athöfnum sínum líkist mjög gömlu góðu íslensku jólasveinunum, sem alræmdir voru fyrir að fara á milli bæja og stela sér mat og drykk og í kjölfar þeirra kom jafnvel jólakötturinn og át blessuð börnin, ef þau höfðu ekki verið þæg og góð á árinu.
Ekki er ennþá vitað hvort þarna hafi verið á ferðinni íslenskur útrásargarkur, sem ennþá stundar fyrri iðju í dularklæðum, eða hvort raunverulegir íslenskir jólasveinar af gamla skólanum hafi brugðið sér í nútíma jólasveinabúning og skroppið á barinn.
Í gamla daga var fólk hrætt við jólasveinana og samkvæmt fréttinni er svo ennþá þarna í útlandinu, a.m.k. þegar þeir haga sér eins og þessir íslensku gerðu.
Illa innrættur jólasveinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jólasveinar virðast dálítið "svag" fyrir börum, hvort sem það er til að ræna þá eða bara drekka sig hressilega fulla. Var stödd í New York rétt fyrir jólin, fyrir allmörgum árum. Klukkan var farin að ganga tólf um nótt. Sór og stæðilegur jólasveinn hékk utan í ljósastaur fyrir utan hótelið okkar, alveg augafullur, vælandi um að hann hefði verið rekinn út af barnum og úr vinnunni, búinn að pissa á sig og var að gera einhverjar máttvana tilraunir til að betla.
Þetta er eins sorglegt og það er satt, en ennþá sorglegri finnst mér þó glæponnarnir okkar Íslendinga, sem kunna að vera að leita sér dægrastyttingar í amerískum jólasveinaglæponnaverkum, af tómum leiðindum yfir að vera orðnir óvelkomnir þriðja flokks ísl. borgarar, en kunna ekki ennþá að skammast sín
Bergljót Gunnarsdóttir, 20.12.2010 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.