Enn ein staðfesting á Icesavelyginni

Steingrímur J. og Jóhanna Sigurðardóttir hafa farið fremst í flokki þeirra ráðherra og annarra, sem statt og stöðugt hafa haldið því fram, að Ísland nánast legðist í eyði ef ekki verður gengið að fjárkúgun Breta, Hollendinga og ESB vegna Icesave og að ekkert erlent fjármálafyrirtæki myndi nokkurn tíma framar lána eina einustu krónu til íslenskra fyrirtækja og opinberra aðila.

Þessari dómsdagsspá og þvælu hefur marg oft verið mótmælt á þessu bloggi og því haldið fram, að sjái fjárfestar og fjármálastofnanir vænleg tækifæri hér á landi, sem sýnist vera arðvænleg, þá muni ekki standa á þeim með stofnfé og lánsfjármagn til slíkra framkvæmda hérlendis, alveg eins og í öðrum löndum.

Þessu til sönnunar hafa Marel, Össur og Landsvirkjun nýlega gengið frá stórum lánasamningum erlendis og í dag birtast þær frábæru fréttir að búið sé að skrifa undir samninga milli Mosfessbæjar og Prima Care ehf. vegna lóðar fyrir einkasjúkrahús, sem fyrirtækið mun reisa og reka þar í bæ.  Verulega munar um slíkt fyrirtæki, eða eins og kemur fram í fréttinni:  "Verkefnið mun skapa 600-1000 ný störf auk 250-300 starfa á byggingartíma og er talið að það muni kosta um 150 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur um 17 milljörðum íslenskra króna."

Bak við uppbyggingu sjúkrahússins standa íslenskir, bandarískir og evrópskir aðilar og svissneskt fjármálafyrirtæki mun taka að sér að útvega fjármagnið til framkvæmdanna.  Nákvæmlega það sama mun gilda um hvert það arðvænlega verkefni, sem hér mun verða ráðist í og það eina sem tefur uppbyggingu gjaldeyrisskapandi framleiðslufyrirtækja er andstaða ríkisstjórnarinnar við erlenda fjárfestingu í landinu og er töfin á uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Suðurnesjum og gagnavera vítt og breitt um landið sönnun þeirrar niðurdrepsstefnu stjórnvalda.

Icesave III verður að hrinda af höndum þjóðarinnar með jafn afgerandi hætti og Icesave I og II og einbeita svo kröftunum að aukinni verðmætasköpun í landinu með áherslu á gjaldeyrisskapandi og -sparandi fyrirtæki.


mbl.is Samið um lóð fyrir einkasjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...af höndum þjóðarinnar ?  skil ekki alveg. ríkið tók yfir Landsbankann með öllum eignum og skuldum. er það ekki rétt ályktað ?  búið er að varpa ábyrgðinni yfir á mínar herðar sem borgara og skattgreiðanda nú þegar. að sjálfsögðu þarf að loka þessu máli, skapa frið og sátt. það sem þarf að gera er að vísa þessu máli til föðurhúsanna. það þarf að fá erlendan, hlutlausan dómsstól til þess að fjalla um þetta mál og draga þá fyrir dómarann sem eru ábyrgir. þar á meðal erlenda  fjárglæframenn og  embættismenn sem komu að þessu rugli. annars er þetta orðin þvílík steypa allt saman að brota-brot væri yfirdrifið. enda í röngum farvegi. farvegi fjórflokksins, sem dæmir í eigin sök. hafðu góðan dag.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 13:59

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ríkið tók ekki yfir Landsbanka Íslands hf.   Landsbanki Íslans hf. er í slitameðferð undir stjórn slitastjórnar og ríkið kemur þar hvergi nærri.  Hins vegar stofnaði ríkið nýjan banka, sem heitir NBI hf. og sá rekur reyndar útibú sín ennþá undir nafninu "Landsbanki", en sú starfsemi kemur slitameðferðarbankanum Landsbanka Íslands hf. nákvæmlega ekkert við.

NBI hf. yfirtók innistæður úr Landsbanka Íslands hf. og ýmis útistandandi kröfur hans á móti innistæðunum og svo lagði ríkið fram hlutafé í þennan nýja banka.

Icesave var ekki flutt í NBI hf.  og er því á ábyrgð Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta og samkvæmt lögum og reglum ESB er ekki og má raunverulega ekki vera ríkisábyrgð á slíkum tryggingasjóðum og því kemur Icesave íslenskum skattgreiðendum ekki nokkurn skapaðan hlut við og því hefur engri ábyrgð verið varpað yfir á þinar herða ennþá.

Ríkisstjórnin hefur hins vegar ítrekað reynt að klína þessari ábyrgð á þig og aðra íslenska skattgreiðendur, en kjósendur höfnuðu þessari fáránlegu fjárkúgun á eftirminnilegan hátt með þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars s.l.  Nú þegar Steingrímur J. og hinir ráðherrarnir ætla nú í þriðja sinn að reyna að neyða þessum hörmungum upp á þjóð sína verður hún að rísa upp á sama hátt og gert var síðast og reka þá til baka með þennan Þjóðsvikasamning.

Þú getur, eins og aðrir, lagt þitt af mörkum til þeirrar baráttu með því að berjast gegn samningnum af öllu þínu afli.

Axel Jóhann Axelsson, 17.12.2010 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband